„Til hamingju hálfvitar“ Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir „að leggja menntastofnun í rúst“ og „ráðast gegn þekkingu og menntun“. Innlent 21.4.2025 19:00
„Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. Innlent 21.4.2025 10:48
Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. Erlent 18.4.2025 19:55
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Skoðun 17.4.2025 12:01
Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Óskaplegt moldviðri virðist nú í uppsiglingu vegna fyrirhugaðrar lagabreytingar mennta- og barnamálaráðherra, sem á að gera framhaldsskólum auðveldara að líta til annarra þátta en námsárangurs þegar ákveðið er hvaða nemendur fái inngöngu í skólana. Skoðun 16. apríl 2025 15:33
Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Fyrri úthlutun í leikskóla Kópavogs fyrir haustið er lokið og var öllum börnum sem fædd eru í júní 2024 og eldri boðið leikskólapláss. Yngstu börnin verða því um fjórtán mánaða þegar aðlögun hefst í leikskólum Kópavogs að loknu sumarfríi. Innlent 16. apríl 2025 11:23
„Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Foreldrar ungbarna á Seltjarnarnesi hafa þungar áhyggjur af stöðu dagvistunar í bænum. Dæmi eru um að börn séu allt að 28 mánaða gömul þegar þau fá inn á leikskóla í bænum. Móðir drengs á öðru aldursári segir ekki verða mikið eftir af barnafjölskyldum í bænum nema ástandið verði bætt. Innlent 15. apríl 2025 19:47
Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Nú liggur fyrir þinginu frumvarp um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Í breytingunum er meðal annars kveðið á um að auka heimildir skólastjórnenda að horfa til fleiri þátta en einkunna við inntöku nemenda í framhaldsskóla. Skoðun 15. apríl 2025 15:33
Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Það sem við mælum hefur áhrif á það sem við gerum, eða eins og hagfræðingurinn Joseph Stiglitz orðaði það “If you don't measure the right thing, you don´t do the right thing.” Faglegt og gott innra mat á skólastarfi gerir okkur kleift að rýna með kerfisbundnum hætti í ákveðin viðfangsefni eins og kennsluhætti, námsframvindu og skipulag skóla. Skoðun 15. apríl 2025 13:31
Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Öllum börnum fæddum í júlí 2024 eða fyrr var boðin leikskólavist í leikskólum Garðabæjar. Alls voru 235 börn innrituð og 200 flutningsbeiðnir afgreiddar þegar innritun í leikskóla Garðabæjar fór fram í upphafi mánaðar. Innlent 15. apríl 2025 11:55
Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Öll börn sem verða 18 mánaða eða eldri 1. september næstkomandi, og eru með umsókn um pláss í borgarreknum leikskólum, hafa fengið boð um vistun. Börn verða tekin inn á leikskóla óháð mönnun og keyrt verður á fáliðun. Innlent 15. apríl 2025 10:35
Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans. Erlent 15. apríl 2025 09:15
Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands hafa afþakkað boð um að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum og segja tillögurnar um áframhaldandi nám óljósar og illa ígrundaðar. Innlent 14. apríl 2025 21:30
Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Nýr leikskóli mun rísa í Kópavogi og verður tekin í ntokun haustið 2026. Gert er ráð fyrir að um sextíu börn á aldrinum tveggja til sex ára fái pláss þar. Innlent 14. apríl 2025 16:23
Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Hljómsveitin Skandall, fulltrúi Menntaskólans á Akureyri, bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldskólanna 2025 sem fór fram á laugardaginn. Keppnin fór fram í Háskólabíói. Lífið 14. apríl 2025 12:49
Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Mikið var um að vera þegar fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Ásmundsson blés til „stórsóknar í menntamálum“. Skóla- og menntamál voru hátt á stefnuskrám, skólasamfélagið haft með í ráðum og stefnumótandi vinna átti sér stað á öllum vígstöðvum innan menntakerfisins. Skoðun 14. apríl 2025 10:00
„Ég er bara örvæntingarfull“ Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólan Íslands, segir stöðu skólans grafalvarlega. Hún segir yfirlýsingar mennta- og barnamálaráðherra sýna að hann, og starfsfólk embættisins, hafi ekki kynnt sér nám skólans. Um þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að tryggja skólanum áframhaldandi fjármagn. Innlent 14. apríl 2025 09:04
Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Við viljum kalla samfélagið okkar velferðarsamfélag. Hugtakið byggir á þeim skilningi að ákveðin grunnþjónusta sé tryggð öllum, óháð aðstæðum eða framlagi. Skoðun 14. apríl 2025 08:01
Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Leikskólastjórinn á Maríuborg í Grafarholti í Reykjavík hefur sagt upp störfum. Nokkur styr hefur staðið um leikskólastjórann síðustu misserinn og rataði það í fjölmiðla fyrr á árinu að foreldrar um sextíu barna á leikskólanum hefðu sent borgarráði bréf þar sem þess var krafist að honum yrði vikið frá störfum. Snerust kvartanirnar um starfshætti á leikskólanum. Innlent 14. apríl 2025 06:09
„Við erum tilbúin í samstarf“ Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar segjast vera tilbúin í samastarf við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna reksturs Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðherra sagði í viðtali við RÚV að Rafmennt hafi hætt við áformin. Innlent 13. apríl 2025 19:47
Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Ágrip af merkri sögu Kvikmyndaskóla Íslands og skýringar á erfiðleikum hans — heimatilbúinn vandi í boði stjórnvalda. Skoðun 13. apríl 2025 18:03
Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Einstaklingar sem komið hafa að Kvikmyndaskóla Íslands keppast um að senda mennta- og barnamálaráðherra opin bréf þar sem tillaga ráðherrans um að nemendur fái inn hjá Tækniskólanum er harðlega gagnrýnd. Innlent 13. apríl 2025 18:00
Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Ég hef ætlað mér að stunda nám við þjóðfræði alveg síðan að ég frétti að námið væri til. Það var hins vegar ekki fyrr en rétt hálfu ári áður en ég hóf nám í Háskóla Íslands sem ég vissi af náminu. Það kom mér á óvart að hafa ekki heyrt um það áður, þar sem samfélagið sem ég ólst upp í, á Stykkishólmi, hélt mikið upp á allskonar hefðir, muni og minningar, sem oft eru rannsóknarefni þjóðfræðinga. Skoðun 13. apríl 2025 07:02
Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Myglaður laukur í poka, lamba eistu, hrá hörpuskel og eldsteiktir sniglar eru á meðal rétta, sem framleiðslunemendur í Menntaskólanum í Kópavogi (MK) hafa töfrað fram á sérstökum matarkvöldum skólans. Innlent 12. apríl 2025 21:03
Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands eru mjög óánægðir með tillögu mennta- og barnamálaráðherra um að Tækniskólinn taki við nemendunum svo þeir fái að ljúka námi sínu. Fulltrúar nemendafélags skólans segja upplýsingaflæði til nemenda og kennara lélegt. Þá ætla þau að senda ráðherra opið bréf og safna dósum fyrir reikningum skólans. Innlent 12. apríl 2025 21:03