Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Efling ungmennastarfs í Breið­holti meðal að­gerða

Fyrstu stöðuskýrslu frá aðgerðahóp vegna ofbeldis meðal barna hefur verið skilað. 25 aðgerðir hafa verið samþykktar til að sporna gegn ofbeldi meðal barna og gegn börnum. Aðgerðahópurinn var stofnaður í júní 2024 með það að markmiði að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi meðal barna og ungmenna.

Innlent
Fréttamynd

Vanfjármögnun vísindanna

Íslenskt samfélag hefur lengi einkennst af vísindastarfi á heimsmælikvarða. Íslensk erfðagreining, Hjartavernd, Blóðskimun til Bjargar, og Áfallasaga kvenna eru á meðal rannsóknarverkefna og stofnanna sem hafa skilað gífurlega mikilli þekkingu inn í heim vísindanna og út til almennings. Á bak við þessi vísindaverkefni stendur frambærilegt vísindafólk sem flest allt hefur stigið sín fyrstu skref í íslensku háskólakerfi.

Skoðun
Fréttamynd

Gengur þreyttur en stoltur frá borði

Magnús Karl Magnússon beið nauman ósigur í seinni umferð rektorskjörs Háskóla Íslands í dag. Hann óskar nýkjörnum rektor til hamingju og segist ganga þreyttur en sáttur frá borði.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er yfir­þyrmandi til­finning“

Silja Bára R. Ómarsdóttir, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, segist ekki oft orðlaus en að hún sé það nú. Hún bar nauman sigur úr býtum í seinni umferð rektorskjörsins með rétt rúm 50 prósent.

Innlent
Fréttamynd

10 ár og bull í lokin

Af hverju fá börn og unglingar ekki að njóta sannmælis? Af hverju er komið fram við þau með hætti sem enginn fullorðinn myndi nokkru sinni sætta sig við?

Skoðun
Fréttamynd

Há­skóli Höfuð­borgarinnar, ekki Ís­lands

Lengi hafa stjórnvöld lýst yfir áhuga á því að efla byggð um allt landið, enda sé það hagur þjóðarinnar að landið allt sé í blómlegri byggð. Staðan er því miður þó þannig að stjórnvöld, og Háskóli Íslands, hafa brugðist landsbyggðinni að mörgu leyti.

Skoðun
Fréttamynd

Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri

Seinni umferð rektorskjörs í Háskóla Íslands stendur nú yfir en kosið er á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við Læknadeild, og Silju Báru R. Ómarsdóttur, prófessors við Stjórnmálafræðideild. Kjörfundi lýkur klukkan 17 í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Óboðlegt að borgin haldi for­eldrum í ó­vissu lengur

Foreldrar skóla- og leikskólabarna Hjallastefnunnar í Reykjavík munu á morgun koma saman í ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla þeirri óvissu sem enn stendur um framtíð skólastarfsins í Reykjavík. Núverandi húsnæði skólans er sprungið og hefur skólinn beðið svara frá borginni um staðsetningu fyrir framtíðarhúsnæði um árabil.

Innlent
Fréttamynd

„Fall er farar­heill“

Guðmundur Ingi Kristinsson, sem er nýtekin við embætti mennta- og barnamálaráðherra, viðurkennir að ræða hans á opnunarsamkomu leiðtogafundar um menntamál hafi ekki verið nægjanlega góð. Hann segir viðbrögð fólks við ávarpinu eðlileg en ætlar að halda ótrauður áfram.

Innlent
Fréttamynd

Börn, for­eldrar og starfs­fólk Hjallastefnunnar í Reykja­vík kalla eftir á­kvörðun á fimmtu­dag!

Kæra borgarstjórn,Í síðustu viku hófst áræðnilota í Hjallastefnunni. Áræðnilotan er síðasta lotan af sex í okkar kynjanámskrá. Þá reynir á áræðni, kjark og framkvæmdargleði. Í þeirri lotu hvetjum við börnin til þess að taka frumkvæði, standa fyrir máli sínu og hafa áhrif á umhverfið sitt. Þau æfa sig í að stíga út fyrir þægindarrammann, finna kjarkinn sinn og takast á við ýmsan ótta með hvatningu frá kennurum og samnemendum.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi á­varpaði mennta­fólk á leið­toga­fundi

Guðmundur Ingi Kristinsson nýr mennta- og barnamálaráðherra segir áskoranir í skólakerfinu aukst og samfélagið standi á tímamótum. Hann vonar að að leiðtogafundur í menntamálum hjálpi til við sameiginlegt markmið þátttakenda að gefa kennurum tólin til að hjálpa börnum að mæta áskorunum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Guð­björg að­stoðar Guð­mund Inga

Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir verður aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar nýs mennta- og barnamálaráðherra. Guðbjörg var mætt ásamt ráðherra þar sem hann flutti opnunarávarp á leiðtogafundi um menntamál í Hörpu í morgun. Um er að ræða fyrsta opinbera embættisverk hans sem ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Stefna á að loka skólanum á næsta ári

Söngskóla Sigurðar Demetz verður að öllu óbreyttu lokað haustið 2026. Kjarasamningar kennara og illa útfærður samningur við ríkið leiðir til mikilla rekstrarörðugleika innan skólans. Skólastjórinn hefur sjálfur þurft að taka persónulegt lán til að sjá fyrir rekstrinum.

Innlent