Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifa 18. nóvember 2025 14:31 Ytra mat á starfsemi grunnskóla á Íslandi hefur legið niðri síðan árið 2021. Engin reglubundin úttekt fer nú fram af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytisins og samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins er ekki gert ráð fyrir að mat hefjist á ný fyrr en að lokinni endurskoðun á hlutverki ríkis og sveitarfélaga í menntakerfinu sem er ekki fyrr en árið 2027. Í reynd þýðir þetta að engin sjálfstæð, opinber greining á gæðum grunnskólastarfs á Íslandi verður til staðar í að minnsta kosti sex ár. Þetta hlé er er kerfislæg brotalöm sem snertir grundvallarréttindi barna og trúverðugleika menntakerfisins. Lögin krefjast ábyrgðar ekki biðar Samkvæmt 35. grein grunnskólalaga nr. 91/2008 ber ráðherra skylda til að meta reglubundið gæði skólastarfs í landinu, með innra og ytra mati. Sú skylda er ekki valkvæð heldur sett til að tryggja jafnræði, fagmennsku og rétt barna til gæða í námi, óháð búsetu. Á meðan sveitarfélög og skólar vinna stöðugt að sjálfsmati og umbótaverkefnum, hefur ytra matið, faglegi spegilinn og sameiginlegi viðmiðunarpunkturinn, horfið. Það er óásættanlegt að ráðuneytið, sem setur reglur um gæði skólastarfs, skuli láta eigið eftirlit liggja niðri árum saman. Afleiðingar eru ójöfnuður og skortur á trausti Án virks ytra mats eykst hættan á ójöfnuði milli sveitarfélaga og skóla.Sum sveitarfélög hafa burði til að fjárfesta í gæðastarfi og ráðgjöf, önnur ekki. Þannig verða gæði skólastarfs meira háð fjárhag sveitarfélags en ekki réttindum barnsins. Um leið veikist traustið milli skóla, foreldra og samfélagsins. Af hverju þarf að endurvekja ytra mat hið fyrsta? Ytra mat á að tryggja jafnræði barna óháð búsetu, styðja skóla með faglegri utan að komandi sýn og veita samfélaginu traustar upplýsingar um gæði menntakerfisins og nýtingu fjármuna. Þegar þessu ferli er slegið á frest missa skólar mikilvæg tækifæri til að spegla starf sitt í óháðum gæðaviðmiðum og sveitarfélög fá ekki það faglega aðhald sem lög og menntastefna gera ráð fyrir. Menntun er samfélagssáttmáli Í annarri aðgerðaáætlun vegna Menntastefnu er áætlun um að „skýra hlutverk ríkis og sveitarfélaga“ sem er vissulega nauðsyn, en ekki afsökun fyrir aðgerðaleysi.Ekkert barn á að bíða eftir réttindum sínum í menntakerfi sem er án eftirlits og stuðnings. Ráðuneytið verður að tryggja að ytra mat verði tekið upp að nýju hið fyrsta til að endurheimta gagnsæi, jafnræði og traust. Menntun er grunnstoð hvers samfélags og að fylgjast með gæðum hennar er ekki valkostur, heldur lögbundin skylda. Álfhildur Leifsdóttir er kennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir er leik- og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Ytra mat á starfsemi grunnskóla á Íslandi hefur legið niðri síðan árið 2021. Engin reglubundin úttekt fer nú fram af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytisins og samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins er ekki gert ráð fyrir að mat hefjist á ný fyrr en að lokinni endurskoðun á hlutverki ríkis og sveitarfélaga í menntakerfinu sem er ekki fyrr en árið 2027. Í reynd þýðir þetta að engin sjálfstæð, opinber greining á gæðum grunnskólastarfs á Íslandi verður til staðar í að minnsta kosti sex ár. Þetta hlé er er kerfislæg brotalöm sem snertir grundvallarréttindi barna og trúverðugleika menntakerfisins. Lögin krefjast ábyrgðar ekki biðar Samkvæmt 35. grein grunnskólalaga nr. 91/2008 ber ráðherra skylda til að meta reglubundið gæði skólastarfs í landinu, með innra og ytra mati. Sú skylda er ekki valkvæð heldur sett til að tryggja jafnræði, fagmennsku og rétt barna til gæða í námi, óháð búsetu. Á meðan sveitarfélög og skólar vinna stöðugt að sjálfsmati og umbótaverkefnum, hefur ytra matið, faglegi spegilinn og sameiginlegi viðmiðunarpunkturinn, horfið. Það er óásættanlegt að ráðuneytið, sem setur reglur um gæði skólastarfs, skuli láta eigið eftirlit liggja niðri árum saman. Afleiðingar eru ójöfnuður og skortur á trausti Án virks ytra mats eykst hættan á ójöfnuði milli sveitarfélaga og skóla.Sum sveitarfélög hafa burði til að fjárfesta í gæðastarfi og ráðgjöf, önnur ekki. Þannig verða gæði skólastarfs meira háð fjárhag sveitarfélags en ekki réttindum barnsins. Um leið veikist traustið milli skóla, foreldra og samfélagsins. Af hverju þarf að endurvekja ytra mat hið fyrsta? Ytra mat á að tryggja jafnræði barna óháð búsetu, styðja skóla með faglegri utan að komandi sýn og veita samfélaginu traustar upplýsingar um gæði menntakerfisins og nýtingu fjármuna. Þegar þessu ferli er slegið á frest missa skólar mikilvæg tækifæri til að spegla starf sitt í óháðum gæðaviðmiðum og sveitarfélög fá ekki það faglega aðhald sem lög og menntastefna gera ráð fyrir. Menntun er samfélagssáttmáli Í annarri aðgerðaáætlun vegna Menntastefnu er áætlun um að „skýra hlutverk ríkis og sveitarfélaga“ sem er vissulega nauðsyn, en ekki afsökun fyrir aðgerðaleysi.Ekkert barn á að bíða eftir réttindum sínum í menntakerfi sem er án eftirlits og stuðnings. Ráðuneytið verður að tryggja að ytra mat verði tekið upp að nýju hið fyrsta til að endurheimta gagnsæi, jafnræði og traust. Menntun er grunnstoð hvers samfélags og að fylgjast með gæðum hennar er ekki valkostur, heldur lögbundin skylda. Álfhildur Leifsdóttir er kennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir er leik- og grunnskólakennari.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun