

Við höfum séð þetta áður. Við fjármálahrunið 2008 voru merki um að stefndi í stórslys, en lítið var aðhafst fyrr en allt var komið í óefni.
Úrslitakeppni stærðfræðikeppninnar Pangeu fyrir nemendur í 8. og 9. bekk var haldin í tíunda skiptið í dag í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Keppnin er sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi og siguvegararnir í ár komu úr Laugardal og Hveragerði.
Árleg gleðiganga fjögurra leik- og grunnskóla í Laugardal fór fram í dag í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks þann 17. maí.
Borgarráð hefur lagt blessun sína yfir tillögu um breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna uppbyggingu skólaþorps á hluta bílastæðasvæðis Laugardalsvallar við Reykjaveg. Fyrrverandi borgarstjóri greiddi atkvæði með tillögunni, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn. Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokki segist hafa miklar áhyggjur af öryggi skólabarna vegna umferðarinnar sem verður á svæðinu.
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum.
Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið.
Hundurinn Orka nýtist vel fyrir nemendur sem hafa orðið fyrir einelti að mati kennara sem stendur að baki framtaksins hundur í kennslustofu. Nemendur segja hundinn vera þeirra besti vinur.
Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað, göngustígur inn í Laugardal lítillega færður og hæð skólabygginganna verður að hámarki fimm metrar. Þetta er meðal þess sem segir í gögnum um uppbyggingu á tímabundnu skólaþorpi við suðurenda bílastæðasvæðisins.
Fátt skiptir meira máli en börnin, líðan þeirra og þroski. Um þetta getum við flest verið hjartanlega sammála.
Dómur í máli konu, sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, stendur. Hún á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann, þrátt fyrir að hafa slasast eftir að hafa stöðvað hlaup nemandans með valdi.
Í 1. grein laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna segir að meginmarkmið laganna sé að „stuðla að farsæld barna og tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.“
Í umræðum um frumvarp mitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla sem nú liggur fyrir Alþingi hefur gætt nokkurs misskilnings. Frumvarpið tekur til margra þátta í rekstri framhaldsskóla enda hafa þau lög ekki verið uppfærð frá árinu 2008. Síðan þá hafa miklar breytingar átt sér stað í samfélaginu.
Íslenskir framhaldsskólar hafa við innritun nýrra nemenda lengi staðið frammi fyrir þeim vanda að geta ekki almennilega reitt sig á einkunnir úr hverjum grunnskóla fyrir sig. Þær eru ekki samræmdar og þekkt að sums staðar fær fólk almennt hærri einkunnir og sums staðar lægri.
Sigrún Daníelsdóttir verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis segir bresku sjónvarpsþættina Adolescense ekki henta vel til að sýna börnum eða ungmennum í forvarnarskyni. Þættirnir séu gott innlegg í samfélagslega umræðu en það réttlæti ekki að sýna þá börnum eða ungmennum. Þeir geti vakið ólík viðbrögð hjá ólíkum börnum byggt á upplifunum þeirra eða reynslu.
Landlæknir hefur sent tengiliðum og skólastjórum í heilsueflandi grunnskólum erindi þar sem lagst er gegn því að nemendum verði sérstaklega sýnd myndin eða þættirnir Adolescence.
Árangur íslenskra nemenda í PISA er verri en nokkru sinni áður og er undir meðaltali OECD og Norðurlanda í öllum þáttum. Helmingur drengja útskrifast úr grunnskóla án þess að hafa náð grunnfærni í læsi. Námsgögn eru úrelt og standast ekki kröfur samtímans.
Kópavogsbær var sýknaður af kröfu stuðningsfulltrúa í grunnskóla um skaðabótaskyldu vegna ofbeldis sem hann varð fyrir af hálfu nemanda í 4. bekk. Stuðningsfulltrúinn sagði að starfsgeta sín hefði verið skert eftir uppákomuna.
Í gamla daga tóku allir píptest. Þegar skólaíþróttir hétu leikfimi og það mátti líka kenna sund í 10. bekk og menntaskóla. Breyttir tímar og það allt. Sjálfum fannst mér gaman að hlaupa og taka píptest, en ég geri mér fyllilega grein fyrir því að öðrum fannst það minna skemmtilegt.
Það er landris og náttúruvásérfræðingar og vísindamenn landsins spá í spilin. Þeir gefa sér nokkra daga til að meta stöðuna. Ef þörf þykir færa almannavarnir stöðuna yfir á hættu/neyðarstig, fólk er kallað til og gripið er til aðgerða samkvæmt tilbúinni áætlun. Vaktin er staðin þar til öll hætta er liðin hjá.
„Hún var fyrirmyndarnemandi;“ „brot gegn kennurum verða skráð fyrst;“ „börn eru lamin í frímínútum;“ „fara í átak gegn ofbeldi á skólaskemmtunum“.
Breska þáttaröðin Adolescence slær áhorfsmet á Netflix og hefur vakið fólk til umhugsunar um lífsaðstæður unglinga. Fyrstu skrefin út fyrir öryggi heimilisins eru iðulega stigin áður en nokkur veit af, reynslan leitar börnin uppi þegar við teljum þau í skjóli.
Í dag hefur ungt fólk aðgang að öllum heiminum í lófa sínum. Með síma í höndunum 24/7 eru þau stöðugt tengd við allt! – einnig allt það versta sem internetið hefur uppá að bjóða.
Hvernig aukum við samkennd og kærleika í samfélaginu? Þessarar spurningar hefur verið spurt nánast daglega í all nokkurn tíma nú þegar við blasir að slæm hegðun og ofbeldi meðal ungmenna hefur aukist umtalsvert.
Þeir mega vera ánægðir með sig nemendurnir þrír í Vallaskóla á Selfossi, sem sigruðu Stóru upplestrarkeppnina í Árborg en keppt var á milli fjögurra skóla. Kennarar, þjálfari og skólastjóri eru að sjálfsögðu að rifna úr monti yfir árangrinum.
Rekstur Landakotsskóla í Reykjavík er sagður í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar.
Sjálfstætt starfandi grunnskólar eru veigamikill hluti íslensks skólakerfis. Hátt í 1.500 nemendur voru í sjálfstæðum grunnskólum á Íslandi árið 2023, hluti þeirra í alþjóðlegum deildum sem ekki eru í boði við aðra grunnskóla. Um þessar mundir hriktir í stoðum skólanna og ef fram fer sem horfir kann að verða úti um vinnustað fjölda nemenda og starfsfólks.
Á yfirstandandi skólaári hefur umræða um stöðu grunnskólakerfisins okkar verið nokkuð snörp. Hnignandi námsárangur er títt nefndur, þá einnig skortur á haldbærum matsferlum í skólastarfi og vöntun á markvissum stuðningi við nemendur af erlendum uppruna.
Stuðningur við bann geng símanotkun nemenda í grunnskólum hefur aukist og mælist nú 62 prósent. Árið 2023 sögðust 56 prósent fylgjandi banni.
Lögregla var kölluð til við Seljaskóla í Reykjavík eftir hádegið vegna barna sem mættu óboðin á skólalóðina og höfðu í hótunum við ellefu til þrettán ára gömul börn á miðstigi skólans. Töldu einhverjir nemendur móta fyrir hníf í buxnastreng óboðnu gestanna.
Foreldrar skóla- og leikskólabarna Hjallastefnunnar í Reykjavík munu á morgun koma saman í ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla þeirri óvissu sem enn stendur um framtíð skólastarfsins í Reykjavík. Núverandi húsnæði skólans er sprungið og hefur skólinn beðið svara frá borginni um staðsetningu fyrir framtíðarhúsnæði um árabil.