Grunnskólar

Fréttamynd

Fram­tíð nem­enda í Kópa­vogi í fyrsta sæti

Sem foreldri þriggja barna, þar af tveggja sem eru enn í grunnskólakerfinu, og sem formaður foreldrafélags í eina unglingaskóla Kópavogs, hef ég í mörg ár fylgst náið með því hvernig skólakerfið okkar þjónar – eða þjónar ekki – börnunum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Stöðu­próf verði skylda í öllum skólum strax í vor

Borgarfulltrúar Framsóknar leggja í dag fram tillögu í skóla- og frístundaráði um skyldubundin stöðu- og framvindupróf í grunnskólum Reykjavíkur. Oddviti flokksins segir tilraunaverkefni hafa gengið vel í vor og að hann telji ekki eftir neinu að bíða að innleiða prófin í öllum skólum borgarinnar strax næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Þátt­töku­verð­laun Þór­dísar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður, fyrrverandi ráðherra, forystumaður í Sjálfstæðisflokknum og tveggja barna móðir í Kópavogi, sá ástæðu til þess að skrifa Vísi bréf þar sem hún æðrast yfir viðbrögðum mínum við nýlegu viðtali við bæjarstjórann í Kópavogi.

Skoðun
Fréttamynd

Úti­hátíð fyrir ung­menni gekk eins og í sögu

Tveir vinir og nýstúdentar héldu í sumar vímuefnalausan viðburð þar sem ungmenni gátu skemmt sér utandyra með jafnöldrum sínum. Þeir segja viðburðinn hafa heppnast afar vel og stefna á að stækka hann á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Skólaskætingur

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti í vikunni aðgerðir og breytingar í skólastarfi í bænum. Þar á meðal eru áform um að leggja samræmt stöðumat fyrir nemendur í öllum bekkjum frá fjórða til tíunda. Í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun kom fram harkaleg gagnrýni á stjórnvöld en mikil umhyggja og skilningur á stöðu nemenda, kennara og foreldra.

Skoðun
Fréttamynd

Kópavogsleiðinn

Það var eiginlega bara tímaspursmál hvenær stjórnmálamenn kæmu fram og gerðu tilraun til að eyðileggja Matsferil, væntanlegt mælitæki MMS. Skólarnir fengu ekki einu sinni að byrja áður en bæjarstjórinn í Kópavogi var stokkinn fram á völlinn og hrópaði af Hamraborginni að í hans bæ héti mælitækið samræmt próf, sem eins og nafnið gefur til kynna, væri í senn bjarghringur og markúsarnet sökkvandi skólakerfis.

Skoðun
Fréttamynd

Verk­efni stjórn­valda að takast á við undan­tekningar í skóla­kerfinu

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir mikilvægt að umræða fari fram um menntakerfið en það sé á sama tíma mikilvægt að tala það ekki niður. Menntakerfið sé fínt og flestum börnum líði vel og gangi vel. Verkefni stjórnvalda sé að takast á við undantekningar svo öll börn geti fengið menntun sem þau eiga rétt á.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogsbær tekur aftur upp sam­ræmd próf

Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla.

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíð nem­enda í fyrsta sæti í Kópa­vogi

Kennarar gegna ómetanlegu hlutverki í samfélaginu okkar og menntamál er stærsti málaflokkur sveitarfélaganna. Grunnskólar í Kópavogi, líkt og á landsvísu, standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem kalla á markvissar umbætur.

Skoðun
Fréttamynd

Þúsundir barna bætast við um­ferðina

Haustin eru tími eftirvæntingar og nýs upphafs. Brátt hefja skólarnir göngu sína og göturnar fyllast af léttfættum skólabörnum með litla bakpoka. Þúsundir barna fara nú daglega út í umferðina – ýmist gangandi, hjólandi eða í bíl.

Skoðun
Fréttamynd

Göngu- og hjóla­brú við Duggu­vog opnuð síð­degis í dag

Göngubrú yfir Sæbraut verður opnuð fyrir gangandi og hjólandi síðdegis í dag. Búið er að gera öryggisúttekt á brúnni og verða girðingar umhverfis framkvæmdasvæði fjarlægðar síðdegis í dag. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. 

Innlent
Fréttamynd

Guð­björg ráðin skóla­stjóri í tólfta grunn­skóla Hafnar­fjarðar

Guðbjörg Norðfjörð Elísdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Hamranesskóla sem reiknað er með að taki til starfa haustið 2026. Skólinn verður tólfti grunnskólinn í Hafnarfjarðarbæ, sá tíundi sem bærinn rekur en þar eru einnig sjálfstætt starfandi skólarnir Barnaskóli Hjallastefnunnar og Nú. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef engar vís­bendingar fengið um að þetta sé að gerast“

Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir engar áþreifanlegar vísbendingar komið fram um að skólastjórnendur Breiðholtsskóla hefðu fegrað einkunnir. Gott sé að fá gagnrýni á ytra mat en nýlega hafi verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á innra mat.

Innlent
Fréttamynd

Neyðast til að endur­byggja grunn­skólann vegna myglu

Mygla kom upp í Grunnskólanum á Þórshöfn fyrr í vor. Sveitastjórnin stendur nú frammi fyrir vali um að rífa og byggja nýjan skóla á sama grunni eða reisa glænýjan skóla, en báðar lausnir kosta hundruði milljóna króna. Sveitarstjóri segir málið áfall fyrir kennslu á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Hann er að eigna sér eitt­hvað sem hann á ekki“

Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir það hálfgerðan yfirgang af hendi forsvarsmanna líkamsræktarstöðvarinnar World Class að krefjast þess að hagsmunir rekstrarins gangi fram fyrir heilsu og menntun 450 grunnskólabarna. 

Innlent
Fréttamynd

Krefjast bóta verði ekki fallið frá á­formum um skólaþorp

Eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla breytingum á aðalskipulagi sem þau segja brjóti gegn óbeinum eignarétti þeirra á bílastæðum í Laugardalnum. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár en þar á að rísa skólaþorp. Forsvarsmenn stöðvarinnar krefjast bóta verði ekki fallið frá áformunum.

Innlent