Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Hvatningar­verð­laun gegn ein­elti af­hent á Laugar­vatni

Gunnlaugur Víðir Guðmundsson forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Gleðibankans í Reykjavík hlaut í dag hvatningarverðlaun gegn einelti en hann hefur lagt sig fram af miklum krafti að draga úr einelti og samskiptaerfiðleikum ungs fólks. Um er að ræða verðlaun Heimilis og Skóla en athöfnin fór fram á Laugarvatni í morgun.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fyrir hvað stöndum við?

Það er svo oft rætt um hvað börnin eigi að læra í leikskólanum. En hvað með okkur sem vinnum þar, spyrjum við okkur sjálf nægilega oft: Af hverju er ég hérna? Hvaða gildi vil ég miðla til barnanna?

Skoðun
Fréttamynd

„Þau eru mjög æst í stærð­fræði!“

Stóra stærðfræðikeppnin hefur farið mun betur af stað en forsvarsmenn framtaksins þorðu að vona. Krakkar um allt land hafa svarað tugi þúsunda stærðfræðidæma. Fréttastofa kíkti í heimsókn í Ísaksskóla þar sem það var svo sannarlega leikur að læra. 

Innlent
Fréttamynd

Níu af hverjum tíu for­eldrum leikskólabarna í Reykja­vík á­nægðir en mælingin ekki saman­burðar­hæf

Í framhaldi af nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem birt var í morgun hefur Reykjavíkurborg bent á að yfirgnæfandi meirihluti foreldra leikskólabarna í borginni séu ánægðir með þjónustuna. Í úttekt Viðskiptaráðs, sem fjallar um lokunardaga á leikskólum í stærstu sveitarfélögum landsins, er ekki tekið mið af þeirri ánægjukönnun sem Reykjavíkurborg lætur sjálf framkvæma. Ástæðan er sú að gögnin eru ekki samanburðarhæf við önnur sveitarfélög og hafa almennt ekki verið eins aðgengileg á vef borgarinnar að sögn hagfræðings ráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er ekki gervi­greind

Hópur háskólanema situr í kennslustofu í Árnagarði í Háskóla Íslands, fylgist af alvöruþrunginni athygli með því sem fram fer á sjónvarpsskjá og glósar af kappi.

Skoðun
Fréttamynd

Óður til frá­bæra fólksins

Þið sem vinnið með börnum og ungmennum sinnið verulega mikilvægum störfum, hvort sem þið starfið í leikskólum, frístund, félagsmiðstöðvum, grunnskólum, tónlistarskólum eða framhaldsskólum.

Skoðun
Fréttamynd

Lokunardagar leik­skóla í Reykja­vík tíu sinnum al­gengari en í öðrum stórum sveitar­fé­lögum

Hvergi eru lokunardagar í leikskólum eins margir og í Reykjavík samanborið við önnur fjölmenn sveitarfélög landsins samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands. Þannig voru lokunardagar leikskóla á haustönn 2024 tífalt fleiri á hvert barn í Reykjavík samanborið við næstu fimm fjölmennustu sveitarfélög landsins samkvæmt úttektinni.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð kennara nýta gervi­greind til að undir­búa kennslu

Sex hundruð kennarar um allt land hafa fengið aðgang að gervigreindartólum til að undirbúa kennslu. Markmiðið er að styðja kennara, ráðgjafa og skólastjórnendur í notkun gervigreindar en samt sem áður er ekki verið að innleiða gervigreind í íslenska skóla.

Innlent
Fréttamynd

Lík­legast að Reykja­víkur­leiðin taki breytingum eftir um­sagnir

Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn stefna að því að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu hratt og örugglega. Stýrihópurinn fundar tvisvar í þessari viku. Líf segir líklegt að tillagan muni ekki vera samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram og nefnir í því samhengi tekjubil í gjaldskrá fyrir afslætti og skráningu á skráningardögum með þeim fyrirvara að hópurinn eigi eftir að taka málið til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Konur í Afgan­istan óttist raun­veru­lega að heimurinn gleymi þeim

Susan Ferguson, sérstakur fulltrúi UN Women í Afganistan, segir líf kvenna hafa orðið miklu erfiðara og miklu flóknara eftir að Talíbanar tóku aftur völd fyrir rúmum fjórum árum. Á þeim tíma hafi afganskar konur og stúlkur misst öll grundvallarmannréttindi sín, þar með talið réttinn til náms og vinnu.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að náms­braut verði undir verði af frum­varpinu

Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir.

Innlent
Fréttamynd

Opnun Brákarborgar frestað enn á ný

Framkvæmdir við húsnæði leikskólans Brákarborgar á Kleppsvegi tefjast enn og nú hefur opnun hans verið seinkað um fimm mánuði. Til stóð að leikskólinn myndi hefja starfsemi í ágúst, svo var því seinkað fram til loka októbermánaðar og að lokum fram í mars á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir í Reykja­vík gagn­rýna leikskólaplan borgarinnar

Félag Vinstri grænna í Reykjavík gagnrýnir harðlega tillögur borgarstjórnar í leikskólamálum en flokkurinn á sjálfur fulltrúa í borgarmeirihlutanum. Enginn hafi kosið þessar tillögur. Félagið vill frekar tímabundið rýmka ráðningarheimildir leikskóla og ráðast í ráðningarátak.

Innlent
Fréttamynd

Fólk sæki um náms­manna­leyfi í annar­legum til­gangi

Dóms­málaráðherra vill breyta lögum um dvalar­leyfis­veitingar og færa mála­flokkinn al­farið undir Út­lendinga­stofnun. Ráðu­neytið full­yrðir að vís­bendingar séu um að fólk sæki um náms­manna­leyfi í annar­legum til­gangi og því vill ráðherra auka eftir­lit með námsárangri dvalar­leyfis­hafa og tak­marka mögu­leika þeirra á fjöl­skyldu­sam­einingum. Flestir sem hlutu náms­leyfi á Ís­landi í fyrra komu frá Filipps­eyjum.

Innlent
Fréttamynd

Þegar krónur skipta meira máli en vel­ferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnar­firði

Byrjum á niðurstöðunni. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðismanna ætlaði að spara sér nokkrar krónur á kostnað gæða og skilvirkni. Hafnfirsk börn eru ekki krónur eða aurar og þau eiga skilið það besta. Útboðsskilmálarnir voru þannig að reyndustu og stærstu fyrirtækin á markaði treystu sér ekki til að sinna þessari þjónustu þannig að sómi sé að.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar krónur skipta meira máli en vel­ferð barna

Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði. Byrjum á niðurstöðunni. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðismanna ætlaði að spara sér nokkrar krónur á kostnað gæða og skilvirkni. Hafnfirsk börn eru ekki krónur eða aurar og þau eiga skilið það besta. Útboðsskilmálarnir voru þannig að reyndustu og stærstu fyrirtækin á markaði treystu sér ekki til að sinna þessari þjónustu þannig að sómi sé að. Afleiðingin er sú að samið er við lítið fyrirtæki sem ekki hefur burði, aðstöðu, eða reynslu til að sinna þessu risastóra verkefni. Niðurstaðan er að allir tapa.

Skoðun
Fréttamynd

Lesum meira með börnunum okkar

Læsi hefur á undanförnum árum fengið talsvert rými í fjölmiðlum – því miður oft á neikvæðum nótum. Börn og ungmenni lesa minna en áður og það hefur áhrif á námsárangur en einnig áhrif á almenn lífsgæði.

Skoðun