Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Enn á eftir að ráða í 30,7 stöðugildi í grunnskólum í Reykjavík, 45,8 grunnstöðugildi í leikskólum og 16,9 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Flest þeirra stöðugilda sem á eftir að ráða í tilheyra Austurmiðstöð í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum. Innlent 16.1.2026 07:32
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Búið er að senda ábendingu til Persónuverndar vegna máls sem kom upp í Háskólanum á Bifröst þegar rektor skólans tilkynnti þrjá starfsmenn til siðanefndar vegna gruns um brot á reglum með því að merkja sig með röngum hætti sem meðhöfundar fræðigreina. Meðal gagna málsins eru minnisblöð sem bera þess augljós merki að hafa verið skrifuð af gervigreind. Lögmaður segir málið allt frá grunni byggjast á niðurstöðum gervigreindarspjallmennis, sem sé grafalvarlegt. Erlendir meðhöfundar umræddra fræðigreinanna hafa staðfest þátttöku fræðimannanna á Bifröst í skrifunum. Innlent 15.1.2026 22:02
Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Að óbreyttu verður rekstri Heilsuleikskólans Ársólar hætt í sumar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp leigusamningi vegna húsnæðis sem hýst hefur starfsemi leikskólans við Völundarhús í Grafarvogi. Foreldrar barna á leikskólanum lýsa miklum áhyggjum og „algjöru áfalli“ enda hafi ríkt almenn ánægja með starfsemi leikskólans og ekki hlaupið að því að fá nýtt leikskólapláss. Pláss er fyrir 54 börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára á leikskólanum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans. Innlent 15.1.2026 19:02
Byggjum á því jákvæða! Ég hef starfað í íslensku skólakerfi í um 30 ár, sem kennari og stjórnandi. Ég get ekki orða bundist yfir þeirri umræðu sem nú er uppi um íslenskt skólakerfi, ekki síst í ljósi ummæla nýskipaðs mennta- og barnamálaráðherra í Kastljósi 13. janúar síðastliðinn. Skoðun 15. janúar 2026 10:03
Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Ert þú sama manneskja í dag og þú varst í gær? Samkvæmt bandaríska félagssálfræðingnum Daniel Gilbert nálgumst við framtíðarútgáfuna af sjálfum okkur eins og börnin okkar. Lífið 15. janúar 2026 07:00
Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Félag akademískra starfsmanna við Háskólann á Bifröst (FAB) hefur lýst yfir vantrausti á stjórnsýslu rektors skólans, Margrétar Jónsdóttur Njarðvík. Félagið segir framgöngu rektors, deildarforseta viðskiptadeildar skólans og rannsóknarstjóra í kærumálum gegn þremur starfsmönnum hafa einkennst af ófaglegum vinnubrögðum. Innlent 15. janúar 2026 06:55
Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist hafa farið bjartari út af fundi með Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra en hann fór inn á hann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir að hans sögn. Innlent 14. janúar 2026 21:44
Fékk afa sinn með sér á skólabekk Guðni Ágústsson fyrrverandi alþingismaður var ekki lengi að hugsa sig um þegar barnabarn hans bað hann um að koma með sér í íslenskuáfanga í framhaldsskóla og skellti sér með honum í námið. Þeir félagar ætla að skiptast á þekkingu og búast við háum einkunnum. Innlent 14. janúar 2026 20:01
Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Þung orð voru látin falla um mennta- og barnamálaráðherra eftir viðtal um menntamál í gær. Ráðherra var sögð dreifa falsfréttum og þurfa menntun í málaflokknum. Formaður Kennarasambandsins var boðaður á fund í ráðuneytinu í dag. Innlent 14. janúar 2026 19:02
Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Viðtal við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra, í Kastljósinu í gærkvöldi, hefur valdið verulegri gremju meðal grunnskólakennara landsins. Rangfærslur og fullyrðingar um einkunnakerfi í grunnskólum vekja hneykslan. Hún er meðal annars sögð fremst í upplýsingaóreiðu. Innlent 14. janúar 2026 14:22
Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Það er allt að fara á hliðina í skólamálaumræðunni. Inga Sæland er sögð tala „mannamál“ — og fólk annaðhvort klappar eða froðufellir yfir „popúlisma“. Skoðun 14. janúar 2026 14:02
Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Við þekkjum þetta öll. Það er gott að hittast, ræða saman og deila sögum. Oft heyrum við sömu sögurnar aftur og aftur. Í raun má segja hið sama um umræðuna um framhaldsskólann. Skoðun 14. janúar 2026 11:02
Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Undanfarna áratugi hefur verið unnið eftir hugmyndafræði „skóla án aðgreiningar“ í íslenska menntakerfinu. Hugmyndafræðin var og er falleg og þeir sem stóðu að innleiðingu skóla án aðgreiningar vildu sannarlega vel. Fyrirkomulagið hefur engu að síður ekki gengið nægjanlega vel upp. Skoðun 14. janúar 2026 08:01
Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, vill meina að Samfylkingin „hljóti að fara að spyrja sig hvort það hafi verið skynsamlegt að koma Flokki fólksins til valda.“ Ummælin lætur hann falla á samfélagsmiðlum í kvöld í framhaldi af Kastljósviðtali við Ingu Sæland í kvöld, en hún tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra á dögunum og hefur þegar sætt nokkurri gagnrýni fyrir ummæli sem hún hefur látið falla um skóla- og menntamál síðan ljóst varð að hún tæki við nýju ráðherraembætti. Guðmundur Ingi bætist þannig í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa málflutning Ingu síðan hún tók við nýju ráðherraembætti, en ummæli hennar hafa meðal annars mætt gagnrýni úr ranni kennarastéttarinnar. Innlent 13. janúar 2026 22:46
Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Mennta- og barnamálaráðherra segir byrjendalæsisstefnunni hafa verið rutt til rúms hér á landi þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að hún hefði mistekist annars staðar. Hún vill innleiða þróunarverkefnið Kveikjum neistann í fleiri skólum. Innlent 13. janúar 2026 21:56
Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Þúsundir grunnskólabarna í Helsinki fá áskrift að vikublaði um teiknimyndapersónuna Andrés Önd ókeypis á næstunni. Tilgangurinn er að kanna hvort aðgangur að lesefni hafi áhrif á áhuga barna á lestri sem fer dvínandi í Finnlandi eins og víðar annars staðar. Erlent 13. janúar 2026 11:52
Blóraböggull fundinn! Nýr barna- og menntamálaráðherra býður fram krafta sína við að gera börnin okkar læs, sem er gott…en Skoðun 13. janúar 2026 09:18
Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Umræða um skólamál hefur verið mikil undanfarin ár, enda málaflokkurinn einn þeirra sem snertir samfélagið í heild. Allflest börn sækja skóla og afleiddur fjöldi sem fylgir hverju barni þýðir að meirihluti Íslendinga eru í daglegri snertingu við skólastarf. Skoðun 13. janúar 2026 07:31
Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Þingflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar í Alþingishúsinu kl. 10 á morgun, þriðjudag, til að kynna tillögur til að bregðast við stöðu barna og ungmenna í íslensku samfélagi. Innlent 12. janúar 2026 23:23
Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum. Reglugerðin snýr meðal annars að nýjum samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði, sem nemendur í 4., 6. og 9. bekk grunnskóla gangast undir í fyrsta sinn nú í vor. Samkvæmt reglugerðinni verða niðurstöður þessara prófa gerðar opinberar, bæði hvað varðar árangur nemenda á landsvísu sem og í einstökum grunnskólum. Innlent 12. janúar 2026 15:56
Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands biðlar til nýs menntamálaráðherra að gerðar séu rannsóknir sem sýni hvað sé nákvæmlega í gangi í lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum. Upphrópanir hjálpi engum. Innlent 12. janúar 2026 13:12
Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Tveir ráðuneytisstjórar hafa verið færðir til á milli ráðuneyta í framhaldi af breytingum sem gerðar voru á ríkisstjórn um helgina. Breytingarnar hafa þegar tekið gildi. Innlent 12. janúar 2026 13:03
Menntastefna á finnskum krossgötum Nýr barna- og menntamálaráðherra, Inga Sæland, talaði nýverið á Sprengisandi um svokallaða „Finnsku leið“. Það er fagnaðarefni að ráðherra horfi til Finnlands en þangað hefur fagfólk í skólakerfinu lengi horft. Félag grunnskólakennara þýddi fyrir rúmum áratug bókina Finnska leiðin eftir Pasi Sahlberg, einn áhrifamesta menntafræðing Norðurlanda sem gefin var út árið 2011. Skoðun 12. janúar 2026 07:32
Inga vill skóla með aðgreiningu Verðandi mennta- og barnamálaráðherra talar fyrir aðgreindum skólum í þágu barna sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, skólar án aðgreiningar séu börn síns tíma. Hún vill líta til Finnlands til að bæta íslenska menntakerfið sem hafi brugðist bæði nemendum og kennurum. Innlent 11. janúar 2026 14:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent