Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar 22. nóvember 2025 07:00 Eftir tæp 30 ár sem kennari og skólastjórnandi hef ég séð margt, gert mistök og vonandi lært af þeim. Reynslan og fræðin segja að gott skólastarfi byggir að mestu á eftirfarandi þáttum: Góður námsárangur Lítið eða ekkert einelti Nemendum líði vel Öflugt starfsfólk sé til staðar Skólinn sé vel rekinn Starfsfólki líði vel Allir í skólanum skipti máli Öryggi sé tryggt Foreldrar treysti skólanum Í raun er margt í umhverfi skóla sem vinnur gegn þessum þáttum. Nemendur, starfsfólk og foreldrar finna fyrir því – og það á að hlusta á þetta fólk. Því miður hefur það ekki verið gert í veigamiklum atriðum. Það var því mjög gefandi að hitta rúmlega 100 nemendur á Alþingi síðasta fimmtudag og heyra hvað brennur á þeim. Niðurstaðan kom ekki á óvart: Snjallsímar trufla Einkunnakerfið er óskiljanlegt, A, B, C, D og litir Skólar kenna mismunandi námsefni Ójöfnuður við útskrift úr 10. bekk Námsmat er ekki samræmt Þetta eru einmitt þættir sem draga úr árangri skóla – og nemendur finna að þetta er ósanngjarnt. Fullorðna valdafólkið í ráðuneytum, hjá MMS og í Reykjavík hlustar hins vegar ekki á þessar raddir né aðrar. Ég hef árum saman bent á að snjallsímar eigi ekki heima í grunnskólum – hvorki í kennslustundum né frímínútum. Að við þurfum nýja aðalnámskrá sem starfsmenn skilja og geta unnið eftir. Sú staða er ekki uppi í dag. Að tekin verði upp samræmd próf amk á yngsta-, mið- og elsta stigi sem og samræmt lokapróf úr öllum viðmiðum aðalnámskrár. Öðruvísi er jafnræðis ekki gætt. Með þessum tiltölulega einföldu breytingum mætti stórbæta skólastarf og koma betur til móts við nemendur, starfsfólk og foreldra. Munum það að það er fólkið í skólunum, nemendur og starfsmenn, sem skipta öllu máli. Ekki kerfin. Kennarar verða að hafa skýran leiðarvísi/aðalnámskrá, öflugar mælingar/samræmdpróf og eftirfylgd til að til að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla. Í lokin bið ég lesendur að hugsa til baka: Hvaða kennarar voru bestu kennararnir? Líklega þeir sem tengdust ykkur, voru strangir en sanngjarnir, létu ykkur finna að þið skiptu máli – og ykkur þótti vænt um þá. Veitum þessum kennurum þær aðstæður sem þeir eiga skilið. Þá munum við komast upp úr þeim djúpum hjólförum sem menntakerfið er í. Breytum því sem þarf að breyta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Eftir tæp 30 ár sem kennari og skólastjórnandi hef ég séð margt, gert mistök og vonandi lært af þeim. Reynslan og fræðin segja að gott skólastarfi byggir að mestu á eftirfarandi þáttum: Góður námsárangur Lítið eða ekkert einelti Nemendum líði vel Öflugt starfsfólk sé til staðar Skólinn sé vel rekinn Starfsfólki líði vel Allir í skólanum skipti máli Öryggi sé tryggt Foreldrar treysti skólanum Í raun er margt í umhverfi skóla sem vinnur gegn þessum þáttum. Nemendur, starfsfólk og foreldrar finna fyrir því – og það á að hlusta á þetta fólk. Því miður hefur það ekki verið gert í veigamiklum atriðum. Það var því mjög gefandi að hitta rúmlega 100 nemendur á Alþingi síðasta fimmtudag og heyra hvað brennur á þeim. Niðurstaðan kom ekki á óvart: Snjallsímar trufla Einkunnakerfið er óskiljanlegt, A, B, C, D og litir Skólar kenna mismunandi námsefni Ójöfnuður við útskrift úr 10. bekk Námsmat er ekki samræmt Þetta eru einmitt þættir sem draga úr árangri skóla – og nemendur finna að þetta er ósanngjarnt. Fullorðna valdafólkið í ráðuneytum, hjá MMS og í Reykjavík hlustar hins vegar ekki á þessar raddir né aðrar. Ég hef árum saman bent á að snjallsímar eigi ekki heima í grunnskólum – hvorki í kennslustundum né frímínútum. Að við þurfum nýja aðalnámskrá sem starfsmenn skilja og geta unnið eftir. Sú staða er ekki uppi í dag. Að tekin verði upp samræmd próf amk á yngsta-, mið- og elsta stigi sem og samræmt lokapróf úr öllum viðmiðum aðalnámskrár. Öðruvísi er jafnræðis ekki gætt. Með þessum tiltölulega einföldu breytingum mætti stórbæta skólastarf og koma betur til móts við nemendur, starfsfólk og foreldra. Munum það að það er fólkið í skólunum, nemendur og starfsmenn, sem skipta öllu máli. Ekki kerfin. Kennarar verða að hafa skýran leiðarvísi/aðalnámskrá, öflugar mælingar/samræmdpróf og eftirfylgd til að til að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla. Í lokin bið ég lesendur að hugsa til baka: Hvaða kennarar voru bestu kennararnir? Líklega þeir sem tengdust ykkur, voru strangir en sanngjarnir, létu ykkur finna að þið skiptu máli – og ykkur þótti vænt um þá. Veitum þessum kennurum þær aðstæður sem þeir eiga skilið. Þá munum við komast upp úr þeim djúpum hjólförum sem menntakerfið er í. Breytum því sem þarf að breyta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun