Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 08:15 Myndirnar til hægri sýna mögulegt útlit Árbæjarstíflu fyrir (neðri mynd) og eftir (efri mynd). Myndirnar til vinstri eru teikningar af mögulegu útliti eftir breytingar frá fleiri sjónarhornum. Reykjavíkurborg/Terta Tillaga um breytt deiliskipulag Elliðaárdals vegna Árbæjarlóns, Árbæjarstíflu og Rafstöðvarvegs var kynnt umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær. Lagt er til að afmörkun Árbæjarlóns verði fjarlægð auk þess sem lagt er til að Árbæjarstífla fái nýtt útlit og um hana verði aðgengileg gönguleið yfir Elliðaárnar. Stíflan er friðuð og því er lagt upp með að breytingar á henni verði gerðar í samráði við Minjastofnun. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar frekar að Árbæjarlón verði fyllt að nýju. „Elliðaárvirkjun hætti starfsemi árið 2014 og Árbæjarlón var tæmt varanlega af Orkuveitunni árið 2020. Með breytingu á deiliskipulagi er m.a. verið að uppfæra deiliskipulag Elliðaárdals þar sem Árbæjarlónið er ekki lengur til staðar og náttúrulegir árfarvegir árinnar skilgreindir í stað lónsins. Þá er skilgreint nýtt hlutverk Árbæjarstíflu sem aðgengileg göngutenging yfir Elliðaárnar ásamt því að breytingar verða á aðliggjandi stígum og áningarstöðum beggja megin stíflunar,“ segir meðal annars um markmið deiliskipulagsbreytinganna í tillögunni. Samkvæmt kynningargögnum gerir tillagan ráð fyrir nýrri upplifunarbrú yfir Elliðaárnar sem tengist þeim hlutum stíflunnar sem eftir skulu standa.Reykjavíkurborg/Terta „Breytingin tekur einnig til Rafstöðvarvegar sem verið er að festa í sessi sem vistgötu auk þess sem breytingar verða á stígakerfi og útfærslum þar sem vegurinn fer um Rafstöðvarsvæðið. Markmiðið er að umhverfi og dalurinn allur verði áfram einstök náttúru- og útivistarperla,“ segir ennfremur í tillögu Landslags og umhverfis- og skipulagssviðs sem kynnt var ráðinu í gær. Teikningarnar sem hér fylgja eru frá Tertu teiknistofu úr kynningarefni tillögunnar. Mannlíf á mögulegri brú, horft í átt að Breiðholti.Reykjavík/Terta Lónið hafi verið tæmt í leyfisleysi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær þar sem gerðar eru athugasemdir við tæmingu Árbæjarlóns. Tillagan gerir meðal annars ráð fyrir að steipubrot úr þeim hluta stíflunnar sem yrði fjarlægður verði nýtt í hellulögn og innsetningar á og við göngustíga.Reykjavíkurborg/Terta „Markmið fyrirliggjandi tillögu er að breyta deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal þar sem Árbæjarlón verður ekki lengur til staðar. Tekið skal fram að tæming Árbæjarlóns var gerð án framkvæmdaleyfis og braut gegn gildandi deiliskipulagi Elliðaárdals. Mikil óánægja hefur verið með tæminguna meðal íbúa í nágrenni lónsins og ekki síst vegna þess að ekkert samráð við íbúa átti sér stað vegna hennar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá skoðun sína að Árbæjarlón verði fyllt að nýju,” segir í bókuninni. Vatnalög og friðun mannvirkja stangast á Tekið er fram í upplýsingum um tillöguna að eftir að ljóst varð að raforkuvinnslu í Elliðaárdalnum yrði hætt hafi virkjast grein 79. í vatnalögum sem fjallar um niðurlagningu mannvirkja. Þannig bæri Orkuveitunni að samþykkta niðurlagningaráætlun í því augnamiði að koma umhverfi virkjunarinnar til fyrra horfs eins og kostur er. Ljósmynd tekin snjó í febrúar 2023, en nokkurn veginn svona lítur stíflan út í dag.Vísir/Egill Sú vinna sé í gangi en hins vegar stangist þessi áform á við þá staðreynd að Árbæjarstífla og tengd mannvirki eru friðuð. Að höfðu samráði við Minjastofnun og Húsfriðunarnefnd hafi fyrrnefnda stofnunin veitt heimild til breytinga í samræmi við þá forhönnun sem fyrir liggur. „Þar er lagt til að varðveita hluta úr hinum friðlýstu mannvirkjum og með því að tryggja að minningin um starfsemi Elliðaárvirkjunar verði áfram sýnilegur þáttur í umhverfinu. Jafnframt er leifum mannvirkjana gefið nýtt hlutverk í tengslum við útivit og staðarupplifun. Frekari útfærsla breytinga skal unnin í nánu samráði við Minjastofnun,“ segir meðal annars um þetta efni í tillögunni. Drónaljósmynd af stíflunni frá 2022.Vísir/Arnar Reykjavík Skipulag Húsavernd Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
„Elliðaárvirkjun hætti starfsemi árið 2014 og Árbæjarlón var tæmt varanlega af Orkuveitunni árið 2020. Með breytingu á deiliskipulagi er m.a. verið að uppfæra deiliskipulag Elliðaárdals þar sem Árbæjarlónið er ekki lengur til staðar og náttúrulegir árfarvegir árinnar skilgreindir í stað lónsins. Þá er skilgreint nýtt hlutverk Árbæjarstíflu sem aðgengileg göngutenging yfir Elliðaárnar ásamt því að breytingar verða á aðliggjandi stígum og áningarstöðum beggja megin stíflunar,“ segir meðal annars um markmið deiliskipulagsbreytinganna í tillögunni. Samkvæmt kynningargögnum gerir tillagan ráð fyrir nýrri upplifunarbrú yfir Elliðaárnar sem tengist þeim hlutum stíflunnar sem eftir skulu standa.Reykjavíkurborg/Terta „Breytingin tekur einnig til Rafstöðvarvegar sem verið er að festa í sessi sem vistgötu auk þess sem breytingar verða á stígakerfi og útfærslum þar sem vegurinn fer um Rafstöðvarsvæðið. Markmiðið er að umhverfi og dalurinn allur verði áfram einstök náttúru- og útivistarperla,“ segir ennfremur í tillögu Landslags og umhverfis- og skipulagssviðs sem kynnt var ráðinu í gær. Teikningarnar sem hér fylgja eru frá Tertu teiknistofu úr kynningarefni tillögunnar. Mannlíf á mögulegri brú, horft í átt að Breiðholti.Reykjavík/Terta Lónið hafi verið tæmt í leyfisleysi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær þar sem gerðar eru athugasemdir við tæmingu Árbæjarlóns. Tillagan gerir meðal annars ráð fyrir að steipubrot úr þeim hluta stíflunnar sem yrði fjarlægður verði nýtt í hellulögn og innsetningar á og við göngustíga.Reykjavíkurborg/Terta „Markmið fyrirliggjandi tillögu er að breyta deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal þar sem Árbæjarlón verður ekki lengur til staðar. Tekið skal fram að tæming Árbæjarlóns var gerð án framkvæmdaleyfis og braut gegn gildandi deiliskipulagi Elliðaárdals. Mikil óánægja hefur verið með tæminguna meðal íbúa í nágrenni lónsins og ekki síst vegna þess að ekkert samráð við íbúa átti sér stað vegna hennar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá skoðun sína að Árbæjarlón verði fyllt að nýju,” segir í bókuninni. Vatnalög og friðun mannvirkja stangast á Tekið er fram í upplýsingum um tillöguna að eftir að ljóst varð að raforkuvinnslu í Elliðaárdalnum yrði hætt hafi virkjast grein 79. í vatnalögum sem fjallar um niðurlagningu mannvirkja. Þannig bæri Orkuveitunni að samþykkta niðurlagningaráætlun í því augnamiði að koma umhverfi virkjunarinnar til fyrra horfs eins og kostur er. Ljósmynd tekin snjó í febrúar 2023, en nokkurn veginn svona lítur stíflan út í dag.Vísir/Egill Sú vinna sé í gangi en hins vegar stangist þessi áform á við þá staðreynd að Árbæjarstífla og tengd mannvirki eru friðuð. Að höfðu samráði við Minjastofnun og Húsfriðunarnefnd hafi fyrrnefnda stofnunin veitt heimild til breytinga í samræmi við þá forhönnun sem fyrir liggur. „Þar er lagt til að varðveita hluta úr hinum friðlýstu mannvirkjum og með því að tryggja að minningin um starfsemi Elliðaárvirkjunar verði áfram sýnilegur þáttur í umhverfinu. Jafnframt er leifum mannvirkjana gefið nýtt hlutverk í tengslum við útivit og staðarupplifun. Frekari útfærsla breytinga skal unnin í nánu samráði við Minjastofnun,“ segir meðal annars um þetta efni í tillögunni. Drónaljósmynd af stíflunni frá 2022.Vísir/Arnar
Reykjavík Skipulag Húsavernd Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira