Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 13:01 Þann 20. nóvember síðastliðinn skrifar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, pistil þar sem hún lýsir yfir áhyggjum sínum af virðingarleysi foreldra gagnvart skólaskyldu og að foreldrar taki leyfi í gríð og erg til að geta sólað sig á baðströndum Tenerife. Ég tek undir með Katrínu að mikilvægt er að virðing ríki fyrir skólaskyldu barna, en eins og í hjónabandi þarf virðing að vera gagnkvæm svo hægt sé að tala um að slíkt sé ríkjandi. Ef rýna á í fjarvistir nemenda frá lögbundinni skólaskyldu er mikilvægt að þeir sem veita slíka þjónustu séu einnig teknir til skoðunar. Hjá nemanda sem sækir lögbundna þjónustu frá Reykjavíkurborg eru aðeins skráð inn veikindi og leyfi í hans skólaferli. Hvað með forföll í kennslu barna? Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið frá Skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar eru engar verkreglur um hvernig tilkynna eigi forráðamönnum forföll í kennslu. Ég á barn á unglingastigi sem sækir lögbundna þjónustu frá Reykjavíkurborg og á þeim 14 vikum sem liðnar eru af þessu skólaári hafa 30 kennslustundir fallið niður. Upplýsingar um forföll í kennslu hjá mínu barni þurfti sérstaklega að taka saman eftir að ég óskaði eftir þeim. Þær upplýsingar sem ég fékk frá stjórnendum skólans eru að þau hafi óskað eftir fjármagni til þess að mæta þessum forföllum í kennslu, en hefði verið hafnað á rökum sparnaðar. Katrín Sigríður hefur óskað eftir því að Mennta- og barnamálaráðuneytið skoði sérstaklega svart á hvítu tölfræði fjarvista hjá nemendum yfir skólaárið. Mér þætti vænt um að einnig væru skoðuð forföll í kennslu í skólum svo hægt sé að rýna í virðingu gagnvart skólakerfinu með tölfræðilega réttmætum hætti. Höfundur er móðir og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Þann 20. nóvember síðastliðinn skrifar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, pistil þar sem hún lýsir yfir áhyggjum sínum af virðingarleysi foreldra gagnvart skólaskyldu og að foreldrar taki leyfi í gríð og erg til að geta sólað sig á baðströndum Tenerife. Ég tek undir með Katrínu að mikilvægt er að virðing ríki fyrir skólaskyldu barna, en eins og í hjónabandi þarf virðing að vera gagnkvæm svo hægt sé að tala um að slíkt sé ríkjandi. Ef rýna á í fjarvistir nemenda frá lögbundinni skólaskyldu er mikilvægt að þeir sem veita slíka þjónustu séu einnig teknir til skoðunar. Hjá nemanda sem sækir lögbundna þjónustu frá Reykjavíkurborg eru aðeins skráð inn veikindi og leyfi í hans skólaferli. Hvað með forföll í kennslu barna? Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið frá Skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar eru engar verkreglur um hvernig tilkynna eigi forráðamönnum forföll í kennslu. Ég á barn á unglingastigi sem sækir lögbundna þjónustu frá Reykjavíkurborg og á þeim 14 vikum sem liðnar eru af þessu skólaári hafa 30 kennslustundir fallið niður. Upplýsingar um forföll í kennslu hjá mínu barni þurfti sérstaklega að taka saman eftir að ég óskaði eftir þeim. Þær upplýsingar sem ég fékk frá stjórnendum skólans eru að þau hafi óskað eftir fjármagni til þess að mæta þessum forföllum í kennslu, en hefði verið hafnað á rökum sparnaðar. Katrín Sigríður hefur óskað eftir því að Mennta- og barnamálaráðuneytið skoði sérstaklega svart á hvítu tölfræði fjarvista hjá nemendum yfir skólaárið. Mér þætti vænt um að einnig væru skoðuð forföll í kennslu í skólum svo hægt sé að rýna í virðingu gagnvart skólakerfinu með tölfræðilega réttmætum hætti. Höfundur er móðir og kennari.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun