Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2025 10:55 HIldur Björnsdóttir er leiðtogi Sjálfstæðismanna í borginni. Vísir/Anton Brink Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja að Reykjavíkurborg selji bæði hlut sinn í Carbfix, Ljósleiðaranum og Malbikunarstöðinni Höfða og sömuleiðis bílastæðahús borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðismönnum, en borgarfulltrúar flokksins hafa lagt fram 22 tillögur að breytingum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 sem kynntar verða í borgarstjórn á þriðjudaginn í næstu viku. Hluti af tillögunum snýr að eignasölu en sjálfstæðismenn telja rétt að borgin selji eignir sem ekki snúi að grunnþjónustu borgarinnar. Gera tillögur Sjálfstæðismanna ráð fyrir því að söluandvirði af allri eignasölu verði varið til niðurgreiðslu skulda og innviðafjárfestinga. Haft er eftir Hildi Björnsdóttur, leiðtoga Sjálfstæðismanna í borginni, að Sjálfstæðismenn telji brýnt að borgin dragi úr umsvifum sínum og einbeiti sér að grunnþjónustu við borgarbúa. „Borgin á ekki að taka að sér verkefni sem betur færu í höndum einkaaðila“, segir Hildur. Í samtali við fréttastofu segir Hildur að hún telji ljóst að eignasala sem þessi gæti skilað fleiri tugum milljarða króna til borgarinnar. Selji hlut borgarinnar að fullu Lagt er til að borgin selji Ljósleiðarann ehf., Carbfix ehf. og Malbikunarstöðina Höfða hf. að fullu. „Sala á nettengingum, framleiðsla á malbiki og kolefnisbinding eru ekki hluti af grunnreksti Reykjavíkurborgar auk þess sem hið opinbera á ekki að halda á fyrirtækjum sem starfa á samkeppnismarkaði. Við teljum því eðlilegt að þessar eignir verði seldar“, sagði Hildur. Bílastæðahúsin verði seld Hildur segir Sjálfstæðismenn jafnframt leggja til sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar og öðrum fasteignum sem ekki hýsi grunnþjónustu borgarinnar. Hildur segir tap hafa verið af rekstri bílastæðahúsa síðustu ár og að betur mætti standa að rekstrinum. „Við leggjum til að þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. En við erum sannfærð um að einkaaðilar gætu staðið betur að þessum rekstri, til að mynda með sólarhringsopnun og fjölbreyttari þjónustu“, segir Hildur. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðismönnum, en borgarfulltrúar flokksins hafa lagt fram 22 tillögur að breytingum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 sem kynntar verða í borgarstjórn á þriðjudaginn í næstu viku. Hluti af tillögunum snýr að eignasölu en sjálfstæðismenn telja rétt að borgin selji eignir sem ekki snúi að grunnþjónustu borgarinnar. Gera tillögur Sjálfstæðismanna ráð fyrir því að söluandvirði af allri eignasölu verði varið til niðurgreiðslu skulda og innviðafjárfestinga. Haft er eftir Hildi Björnsdóttur, leiðtoga Sjálfstæðismanna í borginni, að Sjálfstæðismenn telji brýnt að borgin dragi úr umsvifum sínum og einbeiti sér að grunnþjónustu við borgarbúa. „Borgin á ekki að taka að sér verkefni sem betur færu í höndum einkaaðila“, segir Hildur. Í samtali við fréttastofu segir Hildur að hún telji ljóst að eignasala sem þessi gæti skilað fleiri tugum milljarða króna til borgarinnar. Selji hlut borgarinnar að fullu Lagt er til að borgin selji Ljósleiðarann ehf., Carbfix ehf. og Malbikunarstöðina Höfða hf. að fullu. „Sala á nettengingum, framleiðsla á malbiki og kolefnisbinding eru ekki hluti af grunnreksti Reykjavíkurborgar auk þess sem hið opinbera á ekki að halda á fyrirtækjum sem starfa á samkeppnismarkaði. Við teljum því eðlilegt að þessar eignir verði seldar“, sagði Hildur. Bílastæðahúsin verði seld Hildur segir Sjálfstæðismenn jafnframt leggja til sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar og öðrum fasteignum sem ekki hýsi grunnþjónustu borgarinnar. Hildur segir tap hafa verið af rekstri bílastæðahúsa síðustu ár og að betur mætti standa að rekstrinum. „Við leggjum til að þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. En við erum sannfærð um að einkaaðilar gætu staðið betur að þessum rekstri, til að mynda með sólarhringsopnun og fjölbreyttari þjónustu“, segir Hildur.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent