Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2025 18:07 Sammy Smith fer frá Breiðabliki til Boston Legacy-liðsins í NWSL-deildinni. Vísir/Anton Brink Sammy Smith hefur fundið sér nýtt lið eftir tvö frábær ár á Íslandi en knattspyrnukonan snjalla samdi við Boston Legacy í bandarísku NWSL-deildinni. Smith hefur hjálpað Breiðabliki að vinna Íslandsmeistaratitla tvö ár í röð auk þess að FHL fór upp í Bestu-deildina með hana innanborðs. Smith vann í raun þrjár deildir á tveimur árum á Íslandi. Smith var allt í öllu í Blikaliðinu á þessum tveimur tímabilum en hún var með 21 mark og 13 stoðsendingar í aðeins 30 leikjum. Smith er að snúa aftur á heimaslóðir en hún var í Boston College á sínum tíma. „Að spila fyrir íþróttalið í Boston segir allt sem segja þarf,“ sagði Smith í fréttatilkynningu frá Boston Legacy. „Það er draumur að rætast að geta spilað fyrir framan vini mína og fjölskyldu eftir að hafa búið erlendis í nokkur ár. Ég er svo spennt að vera hluti af einhverju svona sérstöku, sérstaklega á fyrsta ári félagsins, og að spila fyrir Boston. Þetta er óraunverulegt,“ sagði Smith. Smith hóf atvinnumannaferil sinn árið 2024 með FHL í annarri deild á Íslandi, vann deildarmeistaratitilinn og skoraði 15 mörk í 14 leikjum áður en hún fór á láni til Breiðabliks í efstu deild út tímabilið. Þar náði hún þeim sjaldgæfa áfanga að vinna deildarmeistaratitla í báðum deildum á sama ári eftir að hafa skorað níu mörk í sjö leikjum með efstudeildarfélaginu. Hún skoraði síðan 12 mörk í 24 leikjum á næsta tímabili og hjálpaði Breiðabliki að verja meistaratitilinn. „Sú reynsla hefur hjálpað til við að móta leik hennar og hún hefur verið lykilmaður fyrir Breiðablik á Íslandi, skorað jafnt og þétt og keppt um titla,“ sagði Domè Guasch, framkvæmdastjóri Boston Legacy, í fréttatilkynningu. „Hún er fjölhæfur framherji með eðlislægt markanef og rætur hennar í Boston gefa henni þann kjark og þá einlægni sem falla vel að þeirri menningu sem við erum að byggja upp. Við erum spennt að bjóða hana velkomna heim og sjá hana hafa áhrif hér í Boston,“ sagði Guasch. View this post on Instagram A post shared by Boston Legacy FC (@bostonlegacyfc) Bandaríski fótboltinn Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Sjá meira
Smith hefur hjálpað Breiðabliki að vinna Íslandsmeistaratitla tvö ár í röð auk þess að FHL fór upp í Bestu-deildina með hana innanborðs. Smith vann í raun þrjár deildir á tveimur árum á Íslandi. Smith var allt í öllu í Blikaliðinu á þessum tveimur tímabilum en hún var með 21 mark og 13 stoðsendingar í aðeins 30 leikjum. Smith er að snúa aftur á heimaslóðir en hún var í Boston College á sínum tíma. „Að spila fyrir íþróttalið í Boston segir allt sem segja þarf,“ sagði Smith í fréttatilkynningu frá Boston Legacy. „Það er draumur að rætast að geta spilað fyrir framan vini mína og fjölskyldu eftir að hafa búið erlendis í nokkur ár. Ég er svo spennt að vera hluti af einhverju svona sérstöku, sérstaklega á fyrsta ári félagsins, og að spila fyrir Boston. Þetta er óraunverulegt,“ sagði Smith. Smith hóf atvinnumannaferil sinn árið 2024 með FHL í annarri deild á Íslandi, vann deildarmeistaratitilinn og skoraði 15 mörk í 14 leikjum áður en hún fór á láni til Breiðabliks í efstu deild út tímabilið. Þar náði hún þeim sjaldgæfa áfanga að vinna deildarmeistaratitla í báðum deildum á sama ári eftir að hafa skorað níu mörk í sjö leikjum með efstudeildarfélaginu. Hún skoraði síðan 12 mörk í 24 leikjum á næsta tímabili og hjálpaði Breiðabliki að verja meistaratitilinn. „Sú reynsla hefur hjálpað til við að móta leik hennar og hún hefur verið lykilmaður fyrir Breiðablik á Íslandi, skorað jafnt og þétt og keppt um titla,“ sagði Domè Guasch, framkvæmdastjóri Boston Legacy, í fréttatilkynningu. „Hún er fjölhæfur framherji með eðlislægt markanef og rætur hennar í Boston gefa henni þann kjark og þá einlægni sem falla vel að þeirri menningu sem við erum að byggja upp. Við erum spennt að bjóða hana velkomna heim og sjá hana hafa áhrif hér í Boston,“ sagði Guasch. View this post on Instagram A post shared by Boston Legacy FC (@bostonlegacyfc)
Bandaríski fótboltinn Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu