Golf

Kylfingur tók á­hættuna og upp­lifði versta golfdag lífsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það fór illa fyrir þessum kylfingi og hætt við að hann hafi orðið ansi kaldur. 
Það fór illa fyrir þessum kylfingi og hætt við að hann hafi orðið ansi kaldur.  @playsmartergolf

Play Smarter Golf-samfélagsmiðilinn gefur kylfingum oft góð ráð og sýnir um leið myndbönd af kylfingum í sérstakri stöðu á golfhringnum sínum.

Kylfingar þurfa oft að taka stórar ákvarðanir um hvort þeir eigi að spila öruggt eða taka áhættuna. Þetta er spurning um hvort þeir eigi að taka vítið eða reyna högg úr krefjandi aðstæðum.

Gott dæmi um það er einn seinheppinn kylfingur sem tók stóru áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins.

Það eru kannski ekki margir að spila golf úti í frostinu hér á Íslandi en í Bandaríkjunum láta menn það ekki stoppa sig enda sveiflurnar í hitastigi oft mun meiri þar.

„Hér er kylfingur sem tekur regluna „leiktu boltanum þar sem hann liggur“ alvarlega, jafnvel þegar boltinn liggur á vafasömum ís.

Eitt högg, afgerandi brak og samstundis ískalt steypibað. Það kemur í ljós að sumar aðstæður krefjast meira en bara góðrar stöðu,“ sagði í umfjöllun um myndbandið.

„Við könnumst öll við röddina sem hvetur okkur til að reyna hið ómögulega högg, en þetta er merki um að vítadropp sé ekki alltaf tap. Stundum felst snjallari leikur í því að vita hvenær á að virða hættuna, jafnvel þótt hún sé frosin.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Þessum kylfingi var örugglega rosalega kalt eftir þetta óvænta ísbað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×