McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. janúar 2026 14:03 Rory McIlroy er mjög ósáttur með stuðningsmenn Bandaríkjanna á Ryder bikarnum. Vísir/Getty Rory McIlroy segir hróp áhorfenda á Ryder bikarnum í golfi, sem fór fram í New York í Bandaríkjunum síðasta haust, hafa farið langt yfir öll velsæmismörk. Norður-Írinn er næstefsti kylfingur heimslistans og átti frábært ár í fyrra. Hann kláraði loksins alslemmuna sem hann hafði sóst eftir lengi og leiddi síðan lið Evrópu til sigurs gegn Bandaríkjunum í Ryder bikarnum. Á meðan mótinu stóð fékk McIlroy sig fullsaddan af frammíköllum bandarískra stuðningsmanna og svaraði þeim fullum hálsi. McIlroy ræddi svo Ryder bikarinn í nýjasta þætti hlaðvarpsins „The Overlap.“ „Þegar við spiluðum í Minnesota árið 2016 fannst mér ástandið slæmt, en það var ekkert í samanburði við þetta. Við vissum að við værum að fara til New York og það yrðu mikil læti og áreiti, allir vöruðu okkur við því. Ég bjóst samt ekki við því að þetta yrði svona slæmt“ sagði kylfingurinn. „Erica, konan mín, er fullorðinn og sterkur einstaklingur, hún getur höndlað þetta. En svo fór áreitið að beinast að [fjögurra ára] dóttur minni. Ég heyrði hluti um dóttur mína sem ég get ekki endurtekið. Þetta var hræðilegt“ hélt hann svo áfram. McIlroy sagði svo að „þegar fimmtíu þúsund áhorfendur eru á svæðinu þarf aðeins fimm hundruð slæm epli til að skemma stemninguna. Þá myndast múgæsingur og fólk fer að leyfa sér ljóta hluti.“ Hann sagðist einnig svekktur með að fyrirliði Bandaríkjanna, Keegan Bradley, hefði ekkert sagt á blaðamannafundum til að róa mannskapinn. McIlroy þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af næsta móti því þá verður lið Evrópu á heimavelli en mótið 2027 mun fara fram í Limerick á Írlandi. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Körfubolti Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Enski boltinn Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Norður-Írinn er næstefsti kylfingur heimslistans og átti frábært ár í fyrra. Hann kláraði loksins alslemmuna sem hann hafði sóst eftir lengi og leiddi síðan lið Evrópu til sigurs gegn Bandaríkjunum í Ryder bikarnum. Á meðan mótinu stóð fékk McIlroy sig fullsaddan af frammíköllum bandarískra stuðningsmanna og svaraði þeim fullum hálsi. McIlroy ræddi svo Ryder bikarinn í nýjasta þætti hlaðvarpsins „The Overlap.“ „Þegar við spiluðum í Minnesota árið 2016 fannst mér ástandið slæmt, en það var ekkert í samanburði við þetta. Við vissum að við værum að fara til New York og það yrðu mikil læti og áreiti, allir vöruðu okkur við því. Ég bjóst samt ekki við því að þetta yrði svona slæmt“ sagði kylfingurinn. „Erica, konan mín, er fullorðinn og sterkur einstaklingur, hún getur höndlað þetta. En svo fór áreitið að beinast að [fjögurra ára] dóttur minni. Ég heyrði hluti um dóttur mína sem ég get ekki endurtekið. Þetta var hræðilegt“ hélt hann svo áfram. McIlroy sagði svo að „þegar fimmtíu þúsund áhorfendur eru á svæðinu þarf aðeins fimm hundruð slæm epli til að skemma stemninguna. Þá myndast múgæsingur og fólk fer að leyfa sér ljóta hluti.“ Hann sagðist einnig svekktur með að fyrirliði Bandaríkjanna, Keegan Bradley, hefði ekkert sagt á blaðamannafundum til að róa mannskapinn. McIlroy þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af næsta móti því þá verður lið Evrópu á heimavelli en mótið 2027 mun fara fram í Limerick á Írlandi.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Körfubolti Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Enski boltinn Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira