Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2026 11:23 Atvikið leið eins og í hægri endursýningu, þegar golfkúla Sigurðar Kára leið um loftin blá og hafnaði í höfði Bjarna Benediktssonar. vísir/vilhelm Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður lenti í því óláni að slá golfkúlu sem hafnaði í höfði Bjarna Benediktssonar, þá forsætisráðherra þjóðarinnar. „Já, 56 gráðurnar sviku,“ segir Sigurður Kári í samtali við Vísi. „En Bjarni var með húfu og fór ekki illa út úr þessu. Enginn slasaðist og það var nú bara hlegið að þessu eftir á.“ Sigurður Kári var gestur í Seinni níu, hlaðvarpi um golf sem þeir Jón Júlíus Karlsson og Logi Bergmann Eiðsson hafa umsjá með. Þar lýsti hann meðal annars þessu atviki sem einu því eftirminnilegasta á ferlinum. Sigurður Kári hefur leikið golf lengi og er með rúmlega tíu í forgjöf. Að slá kúlu sinni í einhvern er einhver mesta martröð sem nokkur kylfingur getur lent í. Að sá sem fyrir verður sé svo sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar sé sá sem fyrir verður eykur þá skelfingu sem því nemur. Atvikið, sem var á þeim tíma sem Bjarni gegndi forsætisráðherraembættinu 2024, gerðist í Eyjum og fyrir þá sem ekki þekkja til þar þá slá menn yfir klett í átt að flöt. „Ég lyfti honum fullhátt. Og meðan boltinn er í loftinu vill ekki betur til en að forsætisráðherra þjóðarinnar birtist, kom fyrir hornið og boltinn lendir í höfði hans.“ Atvikið átti sér stað í móti sem ákveðinn hópur stendur, samkvæmt því sem fram kemur í Seinni níu, en Logi gat ekki stillt sig um að benda á að Bjarni væri stór maður með stóran haus. Og þeir stilla viðburðinum upp sem svo að Sigurður hafi sýnt Bjarna banatilræði. En boltinn, sem sleginn var með sand wedge, var ekki á mikilli ferð. Það breytir hins vegar ekki því að blóðið í Sigurði Kára hætti að renna þetta augnablik sem leið eins og í hægri endursýningu; meðan boltinn var í loftinu og ljóst í hvað stefndi. Þeir félagar gerðu þetta svo upp í klúbbhúsinu yfir einum bjór. Golf Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samfélagsmiðlar Hlaðvörp Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
„Já, 56 gráðurnar sviku,“ segir Sigurður Kári í samtali við Vísi. „En Bjarni var með húfu og fór ekki illa út úr þessu. Enginn slasaðist og það var nú bara hlegið að þessu eftir á.“ Sigurður Kári var gestur í Seinni níu, hlaðvarpi um golf sem þeir Jón Júlíus Karlsson og Logi Bergmann Eiðsson hafa umsjá með. Þar lýsti hann meðal annars þessu atviki sem einu því eftirminnilegasta á ferlinum. Sigurður Kári hefur leikið golf lengi og er með rúmlega tíu í forgjöf. Að slá kúlu sinni í einhvern er einhver mesta martröð sem nokkur kylfingur getur lent í. Að sá sem fyrir verður sé svo sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar sé sá sem fyrir verður eykur þá skelfingu sem því nemur. Atvikið, sem var á þeim tíma sem Bjarni gegndi forsætisráðherraembættinu 2024, gerðist í Eyjum og fyrir þá sem ekki þekkja til þar þá slá menn yfir klett í átt að flöt. „Ég lyfti honum fullhátt. Og meðan boltinn er í loftinu vill ekki betur til en að forsætisráðherra þjóðarinnar birtist, kom fyrir hornið og boltinn lendir í höfði hans.“ Atvikið átti sér stað í móti sem ákveðinn hópur stendur, samkvæmt því sem fram kemur í Seinni níu, en Logi gat ekki stillt sig um að benda á að Bjarni væri stór maður með stóran haus. Og þeir stilla viðburðinum upp sem svo að Sigurður hafi sýnt Bjarna banatilræði. En boltinn, sem sleginn var með sand wedge, var ekki á mikilli ferð. Það breytir hins vegar ekki því að blóðið í Sigurði Kára hætti að renna þetta augnablik sem leið eins og í hægri endursýningu; meðan boltinn var í loftinu og ljóst í hvað stefndi. Þeir félagar gerðu þetta svo upp í klúbbhúsinu yfir einum bjór.
Golf Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samfélagsmiðlar Hlaðvörp Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira