Refsidómi Diddy verði áfrýjað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2025 07:50 Diddy var dæmdur í fjögurra ára og tveggja mánaða fangelsi auk sektargreiðslu. AP/Richard Shotwell Bandaríski tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, hyggst áfrýja fangelsisdómnum sem hann hlaut í byrjun október fyrir vændisstarfsemi. Diddy hlaut fimmtíu mánaða fangelsisdóm og gert að greiða 500 þúsund Bandaríkjadala sektargreiðslu fyrir brot í tveimur ákæruliðum er tengjast flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Hann var sýknaður af öðrum ákæruliðum í sumar. New York Times greinir frá því að verjendateymi Combs hafi nú upplýst áfrýjunardómstól um að hann muni leitast við að fá ákvörðun kviðdóms í New York hnekkt. Verjendur hans hafi í gær skilað inn svokallaðri tilkynningu um áfrýjun til Alríkisdómstóls í New York en frekari gögn séu væntanleg þar sem ýtarlegri rökstuðningur fyrir væntanlegri áfrýjun er útlistaður. Áfrýjun málsins myndi fara fyrir dóm skipaðan þremur dómurum áfrýjunardómstóls. Hinn 55 ára gamli Combs hefur dúsað í fangelsi allt frá því hann var ákærður í fyrra. Combs var í september á síðasta ári ákærður í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Tónlistarmaðurinn var í sumar sýknaður af þremur ákæruliðum, en sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Refsing hans var svo kveðin upp í byrjun þessa mánaðar. Áður en refsing var kveðin upp fóru lögfræðingar Combs fram á að refsing hans yrði að hámarki fjórtán mánuðir, en þar af yrðu þeir tólf mánuðir sem hann hafi þegar setið í varðhaldi dregnir frá refsingu. Ákæruvaldið fór hins vegar fram á ellefu ára og þriggja mánaða fangelsi yfir tónlistarmanninum en að endingu hljóðaði dómurinn upp á fjögur ár og tvo mánuði auk sektar. Nú stefnir í að málið komi aftur til kasta dómstóla að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Kynferðisofbeldi Vændi Dómsmál Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
New York Times greinir frá því að verjendateymi Combs hafi nú upplýst áfrýjunardómstól um að hann muni leitast við að fá ákvörðun kviðdóms í New York hnekkt. Verjendur hans hafi í gær skilað inn svokallaðri tilkynningu um áfrýjun til Alríkisdómstóls í New York en frekari gögn séu væntanleg þar sem ýtarlegri rökstuðningur fyrir væntanlegri áfrýjun er útlistaður. Áfrýjun málsins myndi fara fyrir dóm skipaðan þremur dómurum áfrýjunardómstóls. Hinn 55 ára gamli Combs hefur dúsað í fangelsi allt frá því hann var ákærður í fyrra. Combs var í september á síðasta ári ákærður í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Tónlistarmaðurinn var í sumar sýknaður af þremur ákæruliðum, en sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Refsing hans var svo kveðin upp í byrjun þessa mánaðar. Áður en refsing var kveðin upp fóru lögfræðingar Combs fram á að refsing hans yrði að hámarki fjórtán mánuðir, en þar af yrðu þeir tólf mánuðir sem hann hafi þegar setið í varðhaldi dregnir frá refsingu. Ákæruvaldið fór hins vegar fram á ellefu ára og þriggja mánaða fangelsi yfir tónlistarmanninum en að endingu hljóðaði dómurinn upp á fjögur ár og tvo mánuði auk sektar. Nú stefnir í að málið komi aftur til kasta dómstóla að því er fram kemur í umfjöllun New York Times.
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Kynferðisofbeldi Vændi Dómsmál Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira