Bandaríkin Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Elon Musk, auðugasti maður heims, er að snúa sér aftur að stjórnmálum í Bandaríkjunum eftir að hann lappaði upp á samband sitt við Donald Trump, forseta. Auðjöfurinn ætlar sér að opna veski sitt á nýjan leik fyrir þingkosningarnar í nóvember en háttsettir Repúblikanar eru sagðir hafa leitað á náðir Musks og beðið hann um aðstoð. Erlent 23.1.2026 10:07 Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Fulltrúar Rússlands, Úkraínu og Bandaríkjanna eru nú sagðir ætla að halda samningafund í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um stríðið í Úkraínu og mögulegt vopnahlé. Fundurinn fer fram í dag og er um að ræða fyrstu viðræðurnar frá innrás Rússa fyrir hartnær fjórum árum þar sem Rússar og Úkraínumenn sitja við sama borð ásamt Bandaríkjunum. Erlent 23.1.2026 07:21 Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa dregið til baka boð sitt til Kanada um sæti í svokallaðri „Friðarstjórn“, ef marka má færslu forsetans á Truth Social í nótt. Erlent 23.1.2026 06:48 „Við getum gert það sem við viljum“ Línur eru farnar að skýrast um innihald samkomulagsins sem náðist á fundi Marks Rutte, framkvæmdastjóra NATO, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær, þó enn sé margt á huldu. Forsetinn segir að Bandaríkin megi gera það sem þeim sýnist á Grænlandi „að eilífu.“ Enn er margt ófrágengið, að sögn heimildarmanna New York Times. Erlent 22.1.2026 22:41 Kom ekki á teppið Bandarísk yfirvöld hafa ekki brugðist við ákúrum utanríkisráðherra eftir að sendiherraefni þeirra gantaðist með að Bandaríkin gætu tekið yfir Ísland og gert hann að ríkisstjóra landsins. Innlent 22.1.2026 22:24 Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Of snemmt er að segja til um hvort viðræður Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra NATO séu jákvætt skref í samskiptum Bandaríkjanna við Danmörku og Grænland á meðan lítið er vitað um innihald rammasamkomulagsins, að sögn utanríkisráðherra. Innlent 22.1.2026 18:09 Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Formaður landsstjórnar Grænlands segist lítið vita um innihald rammasamkomulags Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Viðræður þeirra hafa leitt til stiglækkunar í samskiptum Bandaríkjanna við Grænland, Danmörku og önnur bandalagsríki í Evrópu. Erlent 22.1.2026 17:11 Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump, birti í dag sýn sína fyrir framtíð Gasastrandarinnar. Næsta skref segir hann að sé afvopnun Hamas-samtakanna og segist Kushner vilja endurbyggja Gasaströndina á grunni frjáls markaðar. Erlent 22.1.2026 14:41 Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru tilkynntar í beinu streymi í dag. Hryllingsmyndin Sinners sló þar met yfir flestar tilnefningar, sextán talsins, en þar á eftir kom spennumyndin One Battle After Another með þrettán tilnefningar. Bíó og sjónvarp 22.1.2026 13:27 Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Mikil óvissa ríkir varðandi meint samkomulag sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerðu í gær. Óljóst er um hvað þeir sömdu eða hvort þeir sömdu um eitthvað yfir höfuð. Erlent 22.1.2026 12:18 Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Útsendarar bandaríska innflytjendaeftirlitsins drógu saklausan mann út úr húsi sínu á nærbuxunum einum fata í nístingskulda í Minnesota eftir að þeir réðust inn í húsið án leitarheimildar. Skammt er síðan alríkisfulltrúi skaut konu til bana í rassíu sem stendur enn yfir í ríkinu. Erlent 22.1.2026 11:00 Trump kynnti friðarráðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti hið svokallaða friðarráð sitt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í dag. Ráð þetta þykir nokkuð umdeilt en það átti upprunalega að halda utan um málefni Gasastrandarinnar. Nú er útlit fyrir að Trump vilji að það leysi Sameinuðu þjóðirnar af hólmi. Erlent 22.1.2026 10:10 Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Fyrrverandi lögregluþjónn, sem var einn þeirra fyrstu sem mættu á vettvang skotárásar í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022 var í gær sýknaður af ákærum um að hafa yfirgefið 29 börn vegna aðgerðaleysis þegar táningur myrti nítján nemendur og tvo kennara í skólanum. Erlent 22.1.2026 09:43 Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, ICE, tók fimm ára dreng í Minnesota höndum þegar hann var á leið sinni heim úr skólanum. Að sögn skólayfirvalda í Columbia Heights, úthverfi Minneapolis, voru drengurinn og faðir hans teknir höndum í innkeyrslunni heima hjá sér og sendir í varðhald í Texas. Erlent 22.1.2026 07:56 Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Drög að samkomulagi Bandaríkjastjórnar við Atlantshafsbandalagið veitir Bandaríkjunum og bandalagsþjóðum í Evrópu aðgang að réttindum til jarðefnavinnslu í Grænlandi. Þá munu ríki vinna saman að þróun svokallaðrar Gullhvelfingar sem er viðurnefni á loftvarnarkerfi sem Trump vill að spanni hnöttinn og notist við gervihnetti. Erlent 22.1.2026 00:12 „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Donald Trump Bandaríkjaforseti er hættur við að leggja refsitolla á Evrópu vegna Grænlands. Hann segist hafa átt góðan fund með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og þar hafi þeir náð saman um „ramma framtíðarsamkomulags varðandi Grænland og raunar alls heimsskautsins.“ Erlent 21.1.2026 19:47 Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ „Ég held að það sem að fólk hafi aðallega verið að ræða um eftir þessa ræðu er þessi ruglingur með Ísland og Grænland. Og hvort hann sé að meina Grænland þegar hann segir Ísland eða hvort að Ísland þurfi að hafa áhyggjur af því sem hann er að segja. Ég held að það sé ekki alveg á hreinu.“ Erlent 21.1.2026 19:10 Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Leikna ævintýramyndin Mjallhvítar og hamfaramyndin War of the Worlds hlutu flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna fyrir síðasta ár. Fjöldi Óskarsverðlaunahafa eru tilnefndir, þar á meðal Natalie Portman, Jared Leto og Robert DeNiro. Bíó og sjónvarp 21.1.2026 16:15 Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands. Erlent 21.1.2026 15:52 Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Poppsöngkonan Meghan Trainor er orðin þriggja barna móðir eftir að staðgöngumóðir eignaðist stúlku. Trainor segir staðgöngumæðrun hafa verið öruggustu leiðina fyrir hjónin til að stækka fjölskyldu sína. Lífið 21.1.2026 11:45 Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Bandarískir embættismenn báðu franskan dómara um að hlutast til í máli Marine Le Pen, leiðtoga jaðarhægrimanna, í fyrra. Dómaranum varð svo bilt við að hann lét utanríkisráðuneytið vita af tilraunum Bandaríkjamannanna. Erlent 21.1.2026 11:15 Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Mikil spenna hefur ríkt milli Bandaríkjanna og ríkja Evrópu vegna ásælni Trumps í Grænland og var ræðu hans á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins því beðið með mikilli eftirvæntingu í dag. Þar sagðist hann verða að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ en nokkrum tímum síðar mátti greina meiri sáttatón hjá Bandaríkjaforseta. Erlent 21.1.2026 09:39 „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Ríkisstjórn Bandaríkjanna kynnti nýjan fæðupýramída í byrjun árs þar sem honum var snúið á hvolf og aukin áhersla lögð á prótín og fitu. Útlit og hönnun pýramídans er keimlík fæðuhring sem hönnunarstofan Aton gerði fyrir embætti landlæknis í fyrra. Hönnunarstjóri Aton segir líkindin töluverð en lítið sé við því að gera. Tíska og hönnun 21.1.2026 07:01 Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Flugvél forseta Bandaríkjanna, Air Force One, var snúið við skömmu eftir flugtak í nótt eftir „lítilsháttar rafmagnsbilun“. Vélin var á leið til Davos í Sviss með Donald Trump innanborðs en hann skipti um vél skömmu eftir lendingu og engar fregnir hafa borist af því að töfin muni hafa áhrif á dagskrá World Economic Forum í dag. Erlent 21.1.2026 06:52 Telur Trump gera mistök Grænlenska landsstjórnin telur ólíklegt að Bandaríkjamenn beiti hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þurfi þó að vera undirbúin fyrir óvæntar vendingar í samvinnu við aðrar þjóðir. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hótanir Bandaríkjanna um tolla á lönd sem styðja Grænland, mistök. Erlent 20.1.2026 22:54 Vance á von á barni JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og Usha Vance, eiginkona hans og lögfræðingur, eiga von á sínu fjórða barni. Lífið 20.1.2026 20:57 Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Bandaríkjaforseti mætti óvænt á blaðamannafund í Hvíta húsinu, einu ári eftir að hann tók við embætti. Hann fór yfir störf Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) og las upp úr „afrekabók“ sinni. Erlent 20.1.2026 20:36 „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra með meiru, hundskammar Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og sakar um aldursfordóma. Innlent 20.1.2026 16:20 Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Grænlendingar eru að ganga í gegnum erfiða tíma en ólíklegt er að Bandaríkjamenn muni beita hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þarf þó að vera undirbúin fyrir hvað sem er, í samvinnu við Dani, Evrópusambandið og aðra bandamenn. Erlent 20.1.2026 14:19 Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, dregur í efa að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé treystandi. Hann hafi samþykkt í fyrra að beita meðlimi Evrópusambandsins ekki frekari tollum en ætli sér þrátt fyrir það að setja tolla á nokkur ríki Evrópu í tengslum við hótanir hans í garð Grænlands. Erlent 20.1.2026 13:45 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Elon Musk, auðugasti maður heims, er að snúa sér aftur að stjórnmálum í Bandaríkjunum eftir að hann lappaði upp á samband sitt við Donald Trump, forseta. Auðjöfurinn ætlar sér að opna veski sitt á nýjan leik fyrir þingkosningarnar í nóvember en háttsettir Repúblikanar eru sagðir hafa leitað á náðir Musks og beðið hann um aðstoð. Erlent 23.1.2026 10:07
Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Fulltrúar Rússlands, Úkraínu og Bandaríkjanna eru nú sagðir ætla að halda samningafund í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um stríðið í Úkraínu og mögulegt vopnahlé. Fundurinn fer fram í dag og er um að ræða fyrstu viðræðurnar frá innrás Rússa fyrir hartnær fjórum árum þar sem Rússar og Úkraínumenn sitja við sama borð ásamt Bandaríkjunum. Erlent 23.1.2026 07:21
Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa dregið til baka boð sitt til Kanada um sæti í svokallaðri „Friðarstjórn“, ef marka má færslu forsetans á Truth Social í nótt. Erlent 23.1.2026 06:48
„Við getum gert það sem við viljum“ Línur eru farnar að skýrast um innihald samkomulagsins sem náðist á fundi Marks Rutte, framkvæmdastjóra NATO, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær, þó enn sé margt á huldu. Forsetinn segir að Bandaríkin megi gera það sem þeim sýnist á Grænlandi „að eilífu.“ Enn er margt ófrágengið, að sögn heimildarmanna New York Times. Erlent 22.1.2026 22:41
Kom ekki á teppið Bandarísk yfirvöld hafa ekki brugðist við ákúrum utanríkisráðherra eftir að sendiherraefni þeirra gantaðist með að Bandaríkin gætu tekið yfir Ísland og gert hann að ríkisstjóra landsins. Innlent 22.1.2026 22:24
Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Of snemmt er að segja til um hvort viðræður Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra NATO séu jákvætt skref í samskiptum Bandaríkjanna við Danmörku og Grænland á meðan lítið er vitað um innihald rammasamkomulagsins, að sögn utanríkisráðherra. Innlent 22.1.2026 18:09
Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Formaður landsstjórnar Grænlands segist lítið vita um innihald rammasamkomulags Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Viðræður þeirra hafa leitt til stiglækkunar í samskiptum Bandaríkjanna við Grænland, Danmörku og önnur bandalagsríki í Evrópu. Erlent 22.1.2026 17:11
Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump, birti í dag sýn sína fyrir framtíð Gasastrandarinnar. Næsta skref segir hann að sé afvopnun Hamas-samtakanna og segist Kushner vilja endurbyggja Gasaströndina á grunni frjáls markaðar. Erlent 22.1.2026 14:41
Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru tilkynntar í beinu streymi í dag. Hryllingsmyndin Sinners sló þar met yfir flestar tilnefningar, sextán talsins, en þar á eftir kom spennumyndin One Battle After Another með þrettán tilnefningar. Bíó og sjónvarp 22.1.2026 13:27
Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Mikil óvissa ríkir varðandi meint samkomulag sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerðu í gær. Óljóst er um hvað þeir sömdu eða hvort þeir sömdu um eitthvað yfir höfuð. Erlent 22.1.2026 12:18
Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Útsendarar bandaríska innflytjendaeftirlitsins drógu saklausan mann út úr húsi sínu á nærbuxunum einum fata í nístingskulda í Minnesota eftir að þeir réðust inn í húsið án leitarheimildar. Skammt er síðan alríkisfulltrúi skaut konu til bana í rassíu sem stendur enn yfir í ríkinu. Erlent 22.1.2026 11:00
Trump kynnti friðarráðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti hið svokallaða friðarráð sitt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í dag. Ráð þetta þykir nokkuð umdeilt en það átti upprunalega að halda utan um málefni Gasastrandarinnar. Nú er útlit fyrir að Trump vilji að það leysi Sameinuðu þjóðirnar af hólmi. Erlent 22.1.2026 10:10
Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Fyrrverandi lögregluþjónn, sem var einn þeirra fyrstu sem mættu á vettvang skotárásar í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022 var í gær sýknaður af ákærum um að hafa yfirgefið 29 börn vegna aðgerðaleysis þegar táningur myrti nítján nemendur og tvo kennara í skólanum. Erlent 22.1.2026 09:43
Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, ICE, tók fimm ára dreng í Minnesota höndum þegar hann var á leið sinni heim úr skólanum. Að sögn skólayfirvalda í Columbia Heights, úthverfi Minneapolis, voru drengurinn og faðir hans teknir höndum í innkeyrslunni heima hjá sér og sendir í varðhald í Texas. Erlent 22.1.2026 07:56
Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Drög að samkomulagi Bandaríkjastjórnar við Atlantshafsbandalagið veitir Bandaríkjunum og bandalagsþjóðum í Evrópu aðgang að réttindum til jarðefnavinnslu í Grænlandi. Þá munu ríki vinna saman að þróun svokallaðrar Gullhvelfingar sem er viðurnefni á loftvarnarkerfi sem Trump vill að spanni hnöttinn og notist við gervihnetti. Erlent 22.1.2026 00:12
„Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Donald Trump Bandaríkjaforseti er hættur við að leggja refsitolla á Evrópu vegna Grænlands. Hann segist hafa átt góðan fund með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og þar hafi þeir náð saman um „ramma framtíðarsamkomulags varðandi Grænland og raunar alls heimsskautsins.“ Erlent 21.1.2026 19:47
Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ „Ég held að það sem að fólk hafi aðallega verið að ræða um eftir þessa ræðu er þessi ruglingur með Ísland og Grænland. Og hvort hann sé að meina Grænland þegar hann segir Ísland eða hvort að Ísland þurfi að hafa áhyggjur af því sem hann er að segja. Ég held að það sé ekki alveg á hreinu.“ Erlent 21.1.2026 19:10
Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Leikna ævintýramyndin Mjallhvítar og hamfaramyndin War of the Worlds hlutu flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna fyrir síðasta ár. Fjöldi Óskarsverðlaunahafa eru tilnefndir, þar á meðal Natalie Portman, Jared Leto og Robert DeNiro. Bíó og sjónvarp 21.1.2026 16:15
Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands. Erlent 21.1.2026 15:52
Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Poppsöngkonan Meghan Trainor er orðin þriggja barna móðir eftir að staðgöngumóðir eignaðist stúlku. Trainor segir staðgöngumæðrun hafa verið öruggustu leiðina fyrir hjónin til að stækka fjölskyldu sína. Lífið 21.1.2026 11:45
Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Bandarískir embættismenn báðu franskan dómara um að hlutast til í máli Marine Le Pen, leiðtoga jaðarhægrimanna, í fyrra. Dómaranum varð svo bilt við að hann lét utanríkisráðuneytið vita af tilraunum Bandaríkjamannanna. Erlent 21.1.2026 11:15
Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Mikil spenna hefur ríkt milli Bandaríkjanna og ríkja Evrópu vegna ásælni Trumps í Grænland og var ræðu hans á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins því beðið með mikilli eftirvæntingu í dag. Þar sagðist hann verða að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ en nokkrum tímum síðar mátti greina meiri sáttatón hjá Bandaríkjaforseta. Erlent 21.1.2026 09:39
„Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Ríkisstjórn Bandaríkjanna kynnti nýjan fæðupýramída í byrjun árs þar sem honum var snúið á hvolf og aukin áhersla lögð á prótín og fitu. Útlit og hönnun pýramídans er keimlík fæðuhring sem hönnunarstofan Aton gerði fyrir embætti landlæknis í fyrra. Hönnunarstjóri Aton segir líkindin töluverð en lítið sé við því að gera. Tíska og hönnun 21.1.2026 07:01
Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Flugvél forseta Bandaríkjanna, Air Force One, var snúið við skömmu eftir flugtak í nótt eftir „lítilsháttar rafmagnsbilun“. Vélin var á leið til Davos í Sviss með Donald Trump innanborðs en hann skipti um vél skömmu eftir lendingu og engar fregnir hafa borist af því að töfin muni hafa áhrif á dagskrá World Economic Forum í dag. Erlent 21.1.2026 06:52
Telur Trump gera mistök Grænlenska landsstjórnin telur ólíklegt að Bandaríkjamenn beiti hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þurfi þó að vera undirbúin fyrir óvæntar vendingar í samvinnu við aðrar þjóðir. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hótanir Bandaríkjanna um tolla á lönd sem styðja Grænland, mistök. Erlent 20.1.2026 22:54
Vance á von á barni JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og Usha Vance, eiginkona hans og lögfræðingur, eiga von á sínu fjórða barni. Lífið 20.1.2026 20:57
Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Bandaríkjaforseti mætti óvænt á blaðamannafund í Hvíta húsinu, einu ári eftir að hann tók við embætti. Hann fór yfir störf Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) og las upp úr „afrekabók“ sinni. Erlent 20.1.2026 20:36
„Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra með meiru, hundskammar Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og sakar um aldursfordóma. Innlent 20.1.2026 16:20
Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Grænlendingar eru að ganga í gegnum erfiða tíma en ólíklegt er að Bandaríkjamenn muni beita hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þarf þó að vera undirbúin fyrir hvað sem er, í samvinnu við Dani, Evrópusambandið og aðra bandamenn. Erlent 20.1.2026 14:19
Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, dregur í efa að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé treystandi. Hann hafi samþykkt í fyrra að beita meðlimi Evrópusambandsins ekki frekari tollum en ætli sér þrátt fyrir það að setja tolla á nokkur ríki Evrópu í tengslum við hótanir hans í garð Grænlands. Erlent 20.1.2026 13:45