Bandaríkin

Fréttamynd

Araba­ríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og af­vopnun Hamas

Evrópusambandið, Arababandalagið og sautján aðrar þjóðir hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem Ísrael er hvatt til að samþykkja tveggja ríkja lausnina og kallað er eftir því að Hamas leggi niður vopn sín og láti af stjórn Gasa. Utanríkisráðherra Íslands skrifaði jafnframt undir samstarfssamkomulag milli Íslands og Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

„Hann stal henni“

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa.

Erlent
Fréttamynd

Sweeney sökuð um kyn­þátta­hyggju

Auglýsingaherferð fatamerkisins American Eagle með leikkonunni Sydney Sweeney hefur verið gagnrýnd fyrir að innihalda rasíska undirtóna og ýja að kynbótastefnu með orðagríni um góð gen.

Lífið
Fréttamynd

Ætlaði í höfuð­stöðvar NFL

Maðurinn sem skaut fjóra til bana í New York í gærkvöldi og svipti sig svo lífi ætlaði sér að fara inn í höfuðstöðvar NFL-deildarinnar en fór í ranga lyftu. Lögreglan segir Shane Tamura hafa átt sér sögu geðrænna vandamála og í bréfi sem fannst á líki hans lýsti hann yfir mikilli reiði í garð deildarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Gengi Novo Nordisk steypist niður

Hlutabréfaverð í danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk hefur steypst um hátt í tuttugu prósent um leið og væntingar af lyfjasölu í Bandaríkjunum hafa dregist saman. Í miðju blóðbaðinu tilkynnti fyrirtækið að það hafi valið sér nýjan forstjóra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum.

Erlent
Fréttamynd

Í­huga að greiða sex­tíu milljarða til að frið­þægja Trump

Forsvarsmenn háskólans Harvard í Bandaríkjunum er sagðir viljugir til að greiða ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, allt að hálfan milljarð dala til að binda enda á refsiaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn skólanum. Viðræður eiga sér stað þessa dagana en forsvarsmenn Columbia háskólans samþykktu nýverið að greiða tvö hundruð milljóna dala sekt, meðal annars vegna ásakana um meint gyðingahatur.

Erlent
Fréttamynd

Maxwell biðlar til Hæsta­réttar

Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið.

Erlent
Fréttamynd

Trump les tölvu­póstinn þinn

Fyrir um 20 árum valsaði spaugsamur kerfisstjóri um vinnustað sinn í bol með áletruninni „I read your email”. Þetta mæltist miðlungi vel fyrir meðal samstarfsmanna og var kerfisstjórinn beðinn um að ljúka vinnudeginum ber að ofan. Ég fullyrði að þessi kerfisstjóri hefur aldrei lesið tölvupóst sem honum var treyst fyrir, enda eru kerfisstjórar vandir að virðingu sinni og taka skyldur sínar alvarlega. Þetta minnir hins vegar á þá staðreynd að sá sem stjórnar þeim kerfum sem varðveita gögnin þín hefur fullan aðgang að þeim gögnum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórir látnir eftir skot­á­rás á Manhattan

Fjórir eru látnir eftir skotárás á Manhattan, þeirra á meðal lögreglumaður sem var við störf sem öryggisvörður. Skotárásin átti sér stað í háhýsi þar sem meðal annars má finna skrifstofur National Football League og fjárfestingafyrirtækisins Blackstone.

Erlent
Fréttamynd

Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er

Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að skýrslutaka fjölmiðarisans Rupert Murdoch fari fram eins fljótt og hægt er. Trump höfðaði mál gegn Murdoch og fjölmiðilinum Wall Street Journal eftir að dónalegt afmæliskort, undirritað af Trump, til athafnamannsins Jeffrey Epstein var birt.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að breyta her­æfingum eftir skammir frá systur Kims

Kim Yo Jong, hin áhrifamikla systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur hafnað tilraunum nýs forseta Suður-Kóreu til að hefja viðræður ríkjanna á milli. Hún segir að þó ný ríkisstjórn hafi tekið við í suðri marki það litlar breytingar vegna fjandskapar í garð Norður-Kóreu og bandalags Suður-Kóreu og Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn

Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin héldu áfram um helgina eftir að Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, sendi þingmenn snemma í sumarfrí til að komast hjá atkvæðagreiðslu um þverpólítískt frumvarp um birtingu gagnanna.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkja­for­seti birtir bull í bunkum

Ríkisstjórn Donalds Trump hefur ítrekað gerst sek um að dreifa gervigreindarmyndum og myndböndum frá því hann tók við embætti. Nú er í dreifingu fölsuð upptaka af handtöku Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem Trump segir að hafi framið landráð 2016.

Lífið
Fréttamynd

Unaðsvörur Harry Styles valda titringi

Poppstjarnan Harry Styles hefur gefið út titrara og sleipiefni gegnum lífstílsmerki sitt Pleasing. Aðdáendur Styles virðast ánægðir með gjörninginn þó þeir hefðu frekar viljað að hann gæfi út nýja tónlist.

Lífið
Fréttamynd

Love Island-stjörnur komnar í hóp Ís­lands­vina

Love Island-stjörnurnar JD Dodard og Jalen Brown eru komnir í hóp Íslandsvina en þeir hafa ferðast saman um landið síðustu daga. Myndbönd þar sem þeir smakka alls konar mat hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Mannauðsstjórinn segir einnig upp

Kristin Cabot, mannauðsstjórinn sem gripin var glóðvolg við framhjáhald með forstjóra sama fyrirtækis á Coldplay tónleikum fyrr í mánuðinum, hefur einnig sagt upp störfum. 

Lífið
Fréttamynd

Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron

Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki.

Lífið
Fréttamynd

Hulk Hogan er látinn

Hulk Hogan, glímugoðsögn og leikari, er látinn 71 árs að aldri. Hogan var ein skærasta stjarna fjölbragðaglímuheimsins, átti þátt í að stórauka vinsældir hennar á heimsvísu með leikrænum tilburðum sínum og átti farsælan leiklistarferil.

Lífið