Erlent

Beiting her­valds ó­lík­leg en ekki úti­lokuð

Samúel Karl Ólason skrifar
Jens-Frederik Nielsen og Mute B. Egede á blaðamannafundi á Grænlandi í dag.
Jens-Frederik Nielsen og Mute B. Egede á blaðamannafundi á Grænlandi í dag. EPA/Mads Claus Rasmussen

Grænlendingar eru að ganga í gegnum erfiða tíma en ólíklegt er að Bandaríkjamenn muni beita hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þarf þó að vera undirbúin fyrir hvað sem er, í samvinnu við Dani, Evrópusambandið og aðra bandamenn.

Þetta er meðal þess sem kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra Jens-Frederik Nielsen, formanns landsstjórnar Grænlands, og Muté B. Egede, forvera hans og fjármálaráðherra, sem haldinn var á Grænlandi í dag.

Það var Egede sem sagði ólíklegt að hervaldi yrði beitt en þó það væri ólíklegt yrðu Grænlendingar samt að vera undirbúnir fyrir allt sem gæti gerst. Þá sagði hann að hótanir Trump-liða í garð Grænlands hefðu haft áhrif á alla Grænlendinga. Allir fyndu fyrir þeim.

Sjá einnig: Ráð­herra Trumps segir Evrópu móður­sjúka

Sermitsiaq hefur eftir Egede að þrýstingurinn á Grænlendinga gæti aukist enn frekar, þar sem ekkert benti til þess að Trump-liðar hefðu skipt um skoðun.

Báðir ítrekuðu á fundinum að ekkert væri útilokað í stöðunni.

Myndin vanvirðing við Grænland

Nielsen sagði ríkisstjórn Grænlands vinna að því að styrkja samband ríkisins við bandamenn. Hann sagði óásættanlegt að ekki væri verið að virða alþjóðasamþykktir en að jákvætt væri að vinna við að auka varnir Grænlands væri hafin.

Nielsen var spurður út í mynd sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birti á samfélagsmiðli sínum í morgun, þar sem hann var teiknaður nema land á Grænlandi.

Hann sagði að fylgst væri með því sem Trump segði á samfélagsmiðlum en þessi myndbirting væri vanvirðing gagnvart Grænlandi. Nielsen sagðist vilja ræða við Bandaríkjamenn eftir formlegum leiðum en ekki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, samkvæmt DR.


Tengdar fréttir

Fyrsta árinu af fjórum lokið

Ár er nú liðið frá því Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á á þessu ári enda mættu Trump og hans fólk mun undirbúnara í Hvíta húsið en á hans fyrra kjörtímabili. Strax á fyrsta degi var ríkisstjórnin sett í fimmta gír og þar hefur hún að mestu verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×