Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Demó­kratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð

Þó ekki séu fleiri en sjö mánuðir liðnir af fjögurra ára kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta eru þungavigtarmenn í Demókrataflokknum strax byrjaðir að leggja grunn að hugsanlegu framboði í næstu forsetakosningum árið 2028. Sumir eru lúmskari en aðrir.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Neitar að hitta Pútín án Selenskís

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður þeirrar skoðunar að hann muni ekki funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, án þess að Pútín hitti einnig Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Pútín sjálfur sagði í dag að það kæmi ekki til greina en nokkur óvissa ríkir um mögulegan fund Pútíns og Trumps.

Erlent
Fréttamynd

Fúlsaði við þriggja for­seta fundi

Ráðamenn í Rússlandi hafa staðfest að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætli að funda með Donald Trump, kollega hans í Bandaríkjunum. Fundurinn gæti farið fram strax í næstu viku. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps sem hitti Pútín í gær, lagði til að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sæti einnig fundinn en Pútín hafnaði því.

Erlent
Fréttamynd

Ís­land klemmist á milli í al­þjóð­legu tollastríði

Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birtist ó­vænt á þaki Hvíta hússins

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans.

Erlent
Fréttamynd

Boðar fund um tolla Trumps og ESB

Utanríkismálanefnd Alþingis mun á fimmtudag koma saman til að ræða fyrirhugaða tolla sem lagðir verða á Ísland af hálfu Evrópusambandsins annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar.

Innlent
Fréttamynd

Tollar Trumps muni hafa til­ætluð á­hrif

Már Wolfgang Mixa segir að tollastefna Donalds Trump Bandaríkjaforseta muni líklega draga úr viðskiptahalla Bandaríkjanna, sem sé meginmarkmið stefnunnar. Hann líkir viðvarandi viðskiptahalla Bandaríkjanna sem „ákveðnu Titanic“ og ljóst sé að á einhverjum tímapunkti hafi þurft að taka sveig.

Innlent
Fréttamynd

Bolsonaro í stofu­fangelsi

Hæstiréttur Brasilíu hefur skipað Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti landsins, í stofufangelsi en hann á yfir höfði sér ákæru vegna meintrar valdaránstilraunar. Alríkislögreglan hefur lagt hald á símann hans.

Erlent
Fréttamynd

Tíu prósenta tollur á fær­eyskar vörur

Innflutningstollur Bandaríkjanna á færeyskar vörur verður tíu prósent. Færeyingar mega þannig una við fimm prósentustigum lægri toll en Íslendingar, sem fá fimmtán prósenta toll á sínar útflutningsvörur, eins og Norðmenn. Tollarnir eiga að taka gildi þann 7. ágúst.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Reiður Trump segir Schumer að fara til hel­vítis

Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“.

Erlent
Fréttamynd

Maxwell flutt í þægi­legra fangelsi

Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt.

Erlent
Fréttamynd

Leist ekki á hag­tölur og rak yfir­mann stofnunarinnar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Clinton á­ætlunin“ lík­lega til­búningur rúss­neskra njósnara

Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016.

Erlent
Fréttamynd

Gera miklar breytingar á kjör­dæmum Texas, að beiðni Trumps

Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Texas í Bandaríkjunum opinberuðu í gærkvöldi drög að nýjum kjördæmum í ríkinu. Þessum nýju kjördæmum er ætlað að þynna út kjördæmi þar sem Demókratar hafa verið kjörnir og ná þannig fimm þingsætum af Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar á næsta ári.

Erlent