Innlent

Kosningavaktin 2026: Lands­menn kjósa sér sveitar­stjórnir

Ritstjórn skrifar
Slagurinn um Ráðhús Reykjavíkur verður að öllum líkindum meðal þeirra mest spennandi í sveitarstjórnarkosningum ársins.
Slagurinn um Ráðhús Reykjavíkur verður að öllum líkindum meðal þeirra mest spennandi í sveitarstjórnarkosningum ársins. Vísir/Vilhelm

Sveitarstjórnarkosningar árið 2026 fara fram þann 16. maí þar sem kosið verður um stjórnir allra 62 sveitarfélaga landsins. Þangað til verður valið á lista hinna ýmsu stjórnmálaflokka, hvort sem það verður með prófkjörum eða öðrum hætti. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. 

Nokkrir mánuðir eru enn til kosninga en spennan er þegar farin að magnast í aðdraganda þeirra. Til að mynda stefnir í spennandi oddvitaslag hjá Samfylkingunni í Reykjavík og margir spyrja sig hverjir gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokks í borginni.

Í vaktinni hér að neðan verður haldið utan um allar vendingar sem verða á þeim tæpu sex mánuðum sem eru til kosninga. Ábendingar, framboðstilkynningar og hvað eina annað sem tengist sveitarstjórnarkosningum má senda á ritstjorn@visir.is.

Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×