Mannréttindaráðið hafnar að ræða brot Kínverja á úígúrum Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 23:46 Chen Xu, fastafulltrúi Kína hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf. Hann varaði aðildarríki mannréttindaráðsins við því að greiða atkvæði með tillögunni. Vísir/EPA Meirihluti mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafnaði tillögu vestrænna ríkja um að ræða ætluð mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda á úígúrum og öðrum múslimum í Xinjiang-héraði. Þetta er aðeins í annað skiptið í sögu ráðsins sem það hafnar tillögu af þessu tagi. Bandaríkin, Kanada og Bretland voru á meðal þeirra ríkja sem báru tillöguna upp. Nítján ríki greiddu atkvæði gegn því að ræða málið en sautján með. Ellefu sátu hjá, þar á meðal Úkraína. Ríki eins og Katar, Indónesía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Pakistan greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúi Pakistans sagðist síðar ekki hafa viljað styggja Kínverja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mörg þróunarríki eru sögð hafa verið í þröngri stöðu þar sem þau vilja ekki tefla kínverskri fjárfestingu í tvísýnu. Önnur hafi ekki viljað draga athygli að stöðu mannréttindamála hjá þeim sjálfum. Fulltrúi Kína hafði hótað því fyrir atkvæðagreiðsluna að tillagan skapaði fordæmi til að skoða mannréttindamál annarra ríkja. Þetta var í fyrsta skipti sem tillaga var uppi um að skoða mannréttindamál í Kína hjá ráðinu. „Í dag er það Kína sem er skotmarkið. Á morgun gæti það verið hvaða þróunarríki sem er,“ sagði Chen Xu, fulltrúi Kína í ráðinu. Ráðið hafnaði tillögunni þrátt fyrir að niðurstöður þess eigin skýrslu sem var birt eftir miklar tafir í lok ágúst hafi verið þær að alvarleg mannréttindabrot væru framin í Xinjiang, þar á meðal einhver sem gætu talist glæpir gegn mannkyninu. Vísbendingar hafa komið fram um að kínversk stjórnvöld neyði úígúra, þjóðarbrot sem er múslimatrúar, í svokallað endurmenntunarbúðir þar sem fólk er látið vinna nauðgunarvinnu og sætir innrætingu. Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Kína Tengdar fréttir SÞ segja Kínverja mögulega seka um glæpi gegn mannkyninu Michelle Bachelet, fráfarandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir stjórnvöld í Kína hafa brotið gróflega á mannréttindum Úígúra í Xinjiang og að meðferðin á fólkinu kunni að flokkast til glæpa gegn mannkyninu. 1. september 2022 07:48 Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Bandaríkin, Kanada og Bretland voru á meðal þeirra ríkja sem báru tillöguna upp. Nítján ríki greiddu atkvæði gegn því að ræða málið en sautján með. Ellefu sátu hjá, þar á meðal Úkraína. Ríki eins og Katar, Indónesía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Pakistan greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúi Pakistans sagðist síðar ekki hafa viljað styggja Kínverja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mörg þróunarríki eru sögð hafa verið í þröngri stöðu þar sem þau vilja ekki tefla kínverskri fjárfestingu í tvísýnu. Önnur hafi ekki viljað draga athygli að stöðu mannréttindamála hjá þeim sjálfum. Fulltrúi Kína hafði hótað því fyrir atkvæðagreiðsluna að tillagan skapaði fordæmi til að skoða mannréttindamál annarra ríkja. Þetta var í fyrsta skipti sem tillaga var uppi um að skoða mannréttindamál í Kína hjá ráðinu. „Í dag er það Kína sem er skotmarkið. Á morgun gæti það verið hvaða þróunarríki sem er,“ sagði Chen Xu, fulltrúi Kína í ráðinu. Ráðið hafnaði tillögunni þrátt fyrir að niðurstöður þess eigin skýrslu sem var birt eftir miklar tafir í lok ágúst hafi verið þær að alvarleg mannréttindabrot væru framin í Xinjiang, þar á meðal einhver sem gætu talist glæpir gegn mannkyninu. Vísbendingar hafa komið fram um að kínversk stjórnvöld neyði úígúra, þjóðarbrot sem er múslimatrúar, í svokallað endurmenntunarbúðir þar sem fólk er látið vinna nauðgunarvinnu og sætir innrætingu.
Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Kína Tengdar fréttir SÞ segja Kínverja mögulega seka um glæpi gegn mannkyninu Michelle Bachelet, fráfarandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir stjórnvöld í Kína hafa brotið gróflega á mannréttindum Úígúra í Xinjiang og að meðferðin á fólkinu kunni að flokkast til glæpa gegn mannkyninu. 1. september 2022 07:48 Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
SÞ segja Kínverja mögulega seka um glæpi gegn mannkyninu Michelle Bachelet, fráfarandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir stjórnvöld í Kína hafa brotið gróflega á mannréttindum Úígúra í Xinjiang og að meðferðin á fólkinu kunni að flokkast til glæpa gegn mannkyninu. 1. september 2022 07:48
Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51