
Sameinuðu þjóðirnar

Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði
Fimm íslensk ungmenni eru aðalhlutverki í myndbandi sem var sýnt í Osaka í Japan í dag áður en Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, flutti ræðu á Heimssýningunni sem þar fer nú fram. Í myndbandinu deila ungmennin sýn sinni á frið, jafnrétti, sjálfbærni og framtíð samfélagsins, með áherslu á að rödd ungs fólks skipti máli í alþjóðlegri umræðu.

Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga
Ísland ætti að hætta að beita gæsluvarðhaldsfanga einangrunarvistun að sögn sjálfstæðs sérfræðings Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur íslensk stjórnvöld einnig til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi farenda. Að öðru leyti sé Ísland í fremstu röð í erlendum samanburði hvað varðar mannréttindi og lýðræði.

Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin
Sameinuðu þjóðirnar segja að dreifing hjálpargagna sé enn ekki hafin. Ísraelar segja að tæplega hundrað flutningabílar hafi komið inn á svæðið síðustu tvo dagana og að þeir hafi innihaldið matvæli, barnamat, lyf og lækningatæki.

Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir
Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið.

Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael
Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu sem birtist í morgun að Ísraelar breyti um kúrs á Gasa svæðinu ella verði gripið til aðgerða.

Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa
Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin.

Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir
Tugir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi og í nótt. Forsvarsmenn indónesíska sjúkrahússins segja að minnsta kosti 22 börn og fimmtán konur meðal þeirra sem dóu.

Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður
Rússnesk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 með þeim afleiðingum að tæplega þrjú hundruð manns fórust. Alþjóðaflugmálastofnunin ákveður á næstu vikum hvers konar bætur þau þurfa að greiða.

Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin
Íslendingar telja heilsu og vellíðan, frið og réttlæti, og jöfnuð mikilvægustu heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til að fylgja eftir í íslensku samfélagi.

Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna
Þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið bolað úr embætti eftir að hann bætti blaðamanni óvart í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem háleynilegar upplýsingar komu fram.

Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Stefnt er að kolefnishlutleysi skipaflota heimsins fyrir miðja öldina í samkomulagi sem aðildarríki Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar samþykktu í síðustu viku. Skip sem losa of mikið verða sektuð en þeim sem draga úr losun verður umbunað.

Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu
Berklasmitum á meðal barna fjölgaði um tíu prósent á milli ára í Evrópu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að grípa þurfi strax til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu smitsjúkdómsins sem er ein af helstu dánarorsökum manna á heimsvísu.

Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks
Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum fögnum því innilega að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hafi verið lagt fyrir á Alþingi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í þingsal í dag.

„Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna
Fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis segir það reginhneyksli að Sádi-Arabía gegni nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í ljósi mannréttindabrota landsins á konum. Hann saknar þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyra.

Úlfurinn gerður að fjárhirði
Sádi-Arabía gegnir nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna, en 69. lota nefndarinnar hófst á dögunum. Skipunin hefur vakið upp háværa umræðu og gagnrýni um allan heim, m.a. frá kvenréttindafrömuðum.

Vertu meðbyr mannúðar
Skjótt skipast veður í lofti. Á undrastuttum tíma hafa heimsmálin gerbreyst og mannkynssagan virðist skrifa sig fyrir augunum á okkur. Daglega dynja á okkur fréttir sem eru svo sláandi að einu mögulegu viðbrögðin virðast hneykslan, vanmáttur eða meðvitað sinnuleysi. Þetta er svo skelfilegt – en hvað get ég gert?

Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot
Sérfræðingar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafa sakað Ísraela um umfangsmikil og kerfisbundin mannréttindabrot gegn Palestínumönnum, og þar á meðal kynferðisofbeldi, frá 7. október 2023. Markmiðið sé að undiroka og stjórna palestínsku þjóðinni.

Óður til Grænlands
„Getur þú ímyndað þér að þurfa alltaf að tala annað tungumál á fundum sem skipta einhverju raunverulegu máli í þínu eigin heimalandi?“ spurði grænlensk samstarfskona mig fyrir nokkrum árum og vísaði hér til dönsku. „Þú upplifir að þú sért óæðri á einhvern hátt, þó að það sé kannski ekki ætlunin, þá seytlast sú tilfinning smátt og smátt inn.“

Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu
Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir nýja forystu mikil tíðindi fyrir flokkinn. Á sama tíma megi ekki gleyma því að Bjarni Benediktsson sé að skila af sér flokknum í verra ástandi en nokkur annar formaður hafi skilað honum af sér í.

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Innri þróunarmarkmið er hugmyndafræði sem fjallar um hvaða eiginleika og hæfni einstaklingar og samfélög þurfa að tileinka sér til að takast á við flóknar áskoranir samtímans og jafnframt hvernig við sem mannkyn náum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari
Blikur eru á lofti í alþjóðamálum og þá stöðu ber að taka alvarlega. Í fyrsta sinn í áttatíu ár er barist um landamæri á meginlandi Evrópu. Alþjóðalög eiga undir högg að sækja, bæði í Evrópu, Mið-Austurlöndum og víðar. Merki eru um að leiðtogar stórveldanna telji sig í krafti máttarins geta vélað um málefni annarra og smærri ríkja án þess að nægilegur gaumur sé gefinn að sjónarmiðum þeirra.

Segir Selenskí á leið til Washington
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vólódímír Selenskí, kollega hans frá Úkraínu, hugsanlega á leið til Washington DC í þessari eða næstu viku. Þá myndu forsetarnir skrifa undir samkomulag varðandi aðgengi Bandaríkjamanna að auðlindum Úkraínu og endurgreiðslu Úkraínumanna fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum.

Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að Rússar dragi herlið sitt þegar í stað frá Úkraínu. Aðeins 93 af 193 löndum greiddu atkvæði með tillögunni. AFP greinir frá.

Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“
Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa.

Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum
Hermenn Austur-Kongó og aðrar sveitir sem styðja herinn hafa hörfað frá flugvelli skammt frá borginni Bukavu í austurhluta Austur-Kongó. Uppreisnarmenn M23 hafa tekið flugvöllinn og útlit er fyrir að þeir stefni á árásir á Bukavo, sem yrði önnur stóra borgin á svæðinu til að falla í hendur þeirra.

Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi
Réttindi fatlaðs fólks hafa í gegnum tíðina verið baráttumál en á síðustu áratugum hefur margt áunnist í átt að auknu jafnrétti og þátttöku í samfélaginu. Samt sem áður stendur enn ýmislegt út af borðinu þegar kemur að aðgengi, menntun, atvinnu og félagslegri þátttöku.

UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag
Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael.

Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump
Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga.

Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum
Viðbragðsaðilar á Gasa segjast gera ráð fyrir því að yfir 10 þúsund lík sé að finna í húsarústum á svæðinu. Vonir standa til að hægt verði að fjarlægja líkin á næstu 100 dögum en skortur á jarðýtum og öðrum búnaði mun líklega seinka aðgerðum.

Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah
Hætti Hútar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael er hætt við því að þeir hljóti „sömu aumu örlög“ og Hamas, Hezbollah eða Bashar al-Assad. Þetta sagði sendiherra Ísrael hjá Sameinuðu þjóðunum í dag og kallaði hann það síðustu viðvörun Húta, sem stjórna stórum hluta Jemen og njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran.