Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2025 09:59 Það er ákall um að vernda Möggu Stínu og frelsisflotann sem nú er á leið til Gasa til að reyna að rjúfa herkví Ísraela og flytja þangað hjálpargögn. Vísir/Anton Brink Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. Samkvæmt skýrslu sem kom út í september hafa fjögur af fimm skilyrðum alþjóðalaga um þjóðarmorð verið uppfyllt; Ísraelsmenn hafi myrt meðlimi hóps, valdið þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, komið á skilyrðum til að tortíma hópnum og komið í veg fyrir fæðingar. Konur og karlar mótmæla, stundum oft í viku. Vísir/Anton Brink Rúmlega 67 þúsund Palestínumenn verið drepnir í aðgerðum Ísraela. Flestir eru almennir borgarar og er áætlað að um 18 þúsund börn hafi verið drepin í aðgerðunum. Þá ríkir hungursneyð á Gasa vegna þess að Ísrael hefur meinað flutning hjálpargagna á svæðið. Sjá einnig: Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga í óformlegum viðræðum í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi um frið á svæðinu. Unnið er eftir friðaráætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hófust fundarhöld síðdegis í gær. Hamas eru sagðir hafa fallist á nokkur atriði í áætluninni en önnur munu vera til umræðu á fundunum. Lögreglan hefur girt af svæðið við fund ráðherranna. Vísir/Anton Brink Trump forseti sagðist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi vera bjartsýnn á framhaldið. Fjöldi fólks hefur í þessi tvö ár mótmælt aðgerðum Ísraela á Íslandi og kallað eftir sterkari viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnvöld kynntu í september um aðgerðir gegn Ísrael. Fríverslunarsamningur Íslands og annarra EFTA-ríkja við Ísrael verður ekki uppfærður og tveir ísraelskir ráðherrar verða settir í farbann, sem felur í sér að þeir mega ekki ferðast til Íslands og mega ekki fara um íslenska lofthelgi. Þá verða vörur frá hernumdum svæðum Ísraela merktar, auk þess sem farið verður í aðrar aðgerðir. Palestínska fánanum er veifað við fund ráðherra. Vísir/Anton Brink Lögregla og mótmælendur eiga í samræðum. Vísir/Anton Brink Mótmælendur kalla eftir frjálsri Palestínu. Vísir/Anton Brink Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mætir til fundar. Vísir/Anton Brink Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Reykjavík Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Samkvæmt skýrslu sem kom út í september hafa fjögur af fimm skilyrðum alþjóðalaga um þjóðarmorð verið uppfyllt; Ísraelsmenn hafi myrt meðlimi hóps, valdið þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, komið á skilyrðum til að tortíma hópnum og komið í veg fyrir fæðingar. Konur og karlar mótmæla, stundum oft í viku. Vísir/Anton Brink Rúmlega 67 þúsund Palestínumenn verið drepnir í aðgerðum Ísraela. Flestir eru almennir borgarar og er áætlað að um 18 þúsund börn hafi verið drepin í aðgerðunum. Þá ríkir hungursneyð á Gasa vegna þess að Ísrael hefur meinað flutning hjálpargagna á svæðið. Sjá einnig: Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga í óformlegum viðræðum í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi um frið á svæðinu. Unnið er eftir friðaráætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hófust fundarhöld síðdegis í gær. Hamas eru sagðir hafa fallist á nokkur atriði í áætluninni en önnur munu vera til umræðu á fundunum. Lögreglan hefur girt af svæðið við fund ráðherranna. Vísir/Anton Brink Trump forseti sagðist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi vera bjartsýnn á framhaldið. Fjöldi fólks hefur í þessi tvö ár mótmælt aðgerðum Ísraela á Íslandi og kallað eftir sterkari viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnvöld kynntu í september um aðgerðir gegn Ísrael. Fríverslunarsamningur Íslands og annarra EFTA-ríkja við Ísrael verður ekki uppfærður og tveir ísraelskir ráðherrar verða settir í farbann, sem felur í sér að þeir mega ekki ferðast til Íslands og mega ekki fara um íslenska lofthelgi. Þá verða vörur frá hernumdum svæðum Ísraela merktar, auk þess sem farið verður í aðrar aðgerðir. Palestínska fánanum er veifað við fund ráðherra. Vísir/Anton Brink Lögregla og mótmælendur eiga í samræðum. Vísir/Anton Brink Mótmælendur kalla eftir frjálsri Palestínu. Vísir/Anton Brink Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mætir til fundar. Vísir/Anton Brink
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Reykjavík Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent