Palestína

Skýrslan sé „full af lygum“
Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi.

„Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“
Oday Dabbagh skaut Aberdeen í úrslit skosku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Hearts á lokamínútu framlengingar þegar liðin mættust um helgina. Sigurmarkið má finna hér að neðan í fréttinni.

Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna
Ísraelsher hefur viðurkennt að „fagleg mistök“ og brot á skipunum hafi átt sér stað þegar fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasaströndinni voru drepnir. Þeir neita hins vegar að þeir hafi reynt að fela atvikið.

„Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“
Hjálparsamtök hafa miklar áhyggjur af stöðunni á Gasaströndinni þar sem Ísraelar hafa stöðvað innflutning hjálpargagna í yfir sex vikur. Þúsundir barna eru vannærð og borðar flest fólk á stríðshrjáðu svæðinu einungis eina máltíð annan hvern dag, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Mig óar orðið við því að kveikja á fréttatíma sjónvarps. Þar er sýnt þjóðarmorð í beinni útsendingu. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, í hálft annað ár.

Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“
Forsætisráðherra Ísraels lýsti harðri andstöðu við áform frönsku ríkisstjórnarinnar um að viðurkenna Palestínu sem ríki í símtali við forseta Frakklands í dag. Sagði hann að það yrði stórsigur fyrir hryðjuverkastarfsemi Hamas og Íran.

Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega
Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu.

Ísraelsher réðst á sjúkrahús
Ísraelsher gerði árás á sjúkrahús á Gasaströndinni og er það nú ónothæft. Enginn lést í árásinni en hundruðir sjúklinga og særðra þurftu að flýja um miðja nótt.

Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg
Ísraelar vörpuðu í nótt sprengjum á síðasta starfandi sjúkrahús Gasaborgar á norðanverðri Gasaströnd. Gjörgæslu og skurðstofuhlutar Al-Ahli sjúkrahússins eru sagðir í rúst eftir árásirnar en enginn mun hafa látið lífið.

Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni
Varnarmálaráðherra Ísrael tilkynnti að ísraelski herinn stefnir á „öfluga“ yfirtöku allrar Gasastrandarinnar. Herinn hefur einnig fyrirskipað brottflutning íbúa á svæðinu.

Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum
Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, ítrekar kröfu landsliðsins um að Ísrael verði vísað úr alþjóðlegri keppni. Ótti hafi gripið um sig hjá leikmönnum liðsins sem séu þó ekki fórnarlömb - hugur liðsins sé hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum.

Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla
Mótmælendur sem stefndu íslenska ríkinu vegna valdbeitingar á mótmælum við Skuggasund í Reykjavík í fyrra hafa áfrýjað sýknudómi í héraði til Landsréttar. Þá hafa þau stofnað félag í kringum málið með þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega.

Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna
Bráðaliði sem lifði af árás Ísraela á bílalest, þar sem fimmtán hjálparstarfsmenn voru drepnir, lýsir því hvernig hermennirnir létu hann afklæðast, skyrptu á hann, börðu og pyntuðu. Ísraelsher laug til um aðdraganda árásarinnar og gróf hina látnu í fjöldagröf.

Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis
Ísraelsher viðurkennir að hermenn hans hafi gert mistök þegar þeir drápu fimmtán hjálparstarfsmenn í Gasa 23. mars. Ísraelsher hélt því fyrst fram að sjúkrabílalestin hefði ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa en myndefni af vettvangi afsannar það.

Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi
Ísraelsher rannsakar nú dráp á hópi starfsmanna alþjóðlegra hjálparsamtaka á Gasaströndinni sem hafa vakið mikla reiði. Talsmaður hersins hafnar ásökunum um að mennirnir hafi verið teknir af lífi.

Fordæma árás á sjúkraliða
Talsmenn Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans segja að dráp á átta sjúkraliðum á vegum samtakanna á Gasa-svæðinu sé svívirða. Níu manns voru að störfum í Rafah 23. mars síðastliðinn þegar árás var gerð á þá.

Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé
Hamasliðar hafa fallist á að láta fimm ísraelska gísla lausa í skiptum fyrir fimmtíu daga vopnahlé. Haft er eftir leiðtoga innan samtakanna að þau hafi samþykkt vopnahléstillögu sem lögð var fram af Egyptum og Katörum fyrir tveimur dögum síðan.

Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa
Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“.

Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn
Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum.

Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir
Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst.

Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt
Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í morgun að Ísraelar muni innlima hluta Gasastrandarinnar. Það verði gert ef leiðtogar Hamas sleppi ekki þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðherrann hefur skipað hernum að hernema einhver hverfi Gasastrandarinnar og hefur Palestínumönnum verið skipað að yfirgefa þessi svæði.

Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma til að ræða við stuðningsfólki Palestínu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Hópurinn mótmælti líka þegar ríkisstjórnin fundaði á þriðjudaginn og kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna sprengjuárása Ísraela með tilheyrandi mannfalli á Gasa.

Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim
Ísraelsher hefur hafið „afmarkaða“ aðgerð á Gasa til að taka aftur Netzarim-mörkin, sem skipta svæðinu í tvennt. Fleiri en 400 létust í loftárásum Ísraela á mánudag, þar af 183 börn og 94 konur, að sögn Hamas.

Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir
Lögreglumenn mega tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir, og ekki á að túlka slík orðaskipti bókstaflega. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli níu mótmælenda sem lutu í lægra haldi gegn ríkinu í dag. Lögmaður mótmælendanna segir ýmis atriði í dómnum stinga í stúf.

Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu
Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf.

Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir
Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt.

Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt
Yfir 235 eru sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa í nótt en tölurnar byggja á upplýsingum frá sjö heilbrigðisstofnunum á svæðinu.

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa
Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gasa. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti
Ég er með land mitt á herðum mér. Sú er byrðin sem ég fæddist með – þyngsli sem hver einasti Palestínumaður ber með sér frá barnæsku til fullorðinsáranna. Þið sjáið ekki byrðina, þyngslin í hjarta mínu, en samt móta þau allt sem ég er. Þau eru hluti af mér .

Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot
Sérfræðingar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafa sakað Ísraela um umfangsmikil og kerfisbundin mannréttindabrot gegn Palestínumönnum, og þar á meðal kynferðisofbeldi, frá 7. október 2023. Markmiðið sé að undiroka og stjórna palestínsku þjóðinni.