Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2025 11:51 Frá mótmælum fyrir utan Sde Teiman fangabúðirnar fyrr á þessu ári. Getty/Mostafa Alkharouf Æðsti lögmaður ísraelska hersins sagði af sér í morgun vegna myndbands sem lekið var til fjölmiðla í fyrra. Það sýndi ísraelska hermenn umkringja palestínskan fanga og hafa hermennirnir verið sakaðir um að misþyrma honum kynferðislega en rannsókn á leka þessum var opnuð fyrr í vikunni. Herforinginn Yifat Tomer-Yerushalmi var æðsti lögmaður ísraelska hersins en hefur verið í leyfi frá því lögreglurannsóknin hófst í vikunni og er búist við því að hún verði yfirheyrð á næstu dögum, samkvæmt frétt Times of Israel. Hún sagði af sér á fundi með Eyal Zamir, formanni herforingjaráðs Ísraels, í morgun. Þar er hún sögð hafa tilkynnt Zamir að hún bæri ábyrgð á því að myndbandið hefði ratað í hendur fjölmiðlafólks. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Handtökur á hermönnum í kjölfar birtingar myndbandsins reiddu til mikillar reiði meðal íhaldsmanna í Ísrael, sem reyndu að brjóta sér leið inn á herstöð til að reyna að koma í veg fyrir handtökur. Fimm hermenn voru ákærðir vegna brotsins fyrr á þessu ári en ákærurnar eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Defense Minister Israel Katz announces that the IDF's top lawyer, Maj. Gen. Yifat Tomer-Yerushalmi will be dismissed over her alleged involvement in the leaking of a surveillance video from the Sde Teiman detention facility, which purported to show soldiers severely abusing a… pic.twitter.com/wxXHVhuQ98— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 31, 2025 Gagnrýnd harðlega af ráðherrum Fjölmiðlar í Ísrael segja að lögreglurannsókn á leka myndbandsins eigi sér uppruna í því að starfsmaður á skrifstofu Tomer-Yerushalmi hafi nýverið verið látinn gangast hefðbundið lygapróf og þá hafi hann verið spurður út í leka myndbandsins. Hann hafi sagt ósatt og það hafi leitt til rannsóknar og síðan afsagnar herforingjans. Israel Katz, mjög íhaldssamur varnarmálaráðherra Ísrael, lýsti því yfir í morgun, samkvæmt TOI, að Tomer-Yerushalmi hefði átt að segja af sér. Enginn sem dreifði gyðingahatri gegn ísraelskum hermönnum, eins og hún hefði gert, ætti rétt á því að klæðast einkennisbúningi ísraelska hersins. Þá hefur Al Jazeera eftir Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael, að Tomer-Yerushalmi hafi valdið miklum skaða á orðstír ísraelska ríkisins og ísraelska hersins. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Erlend sakamál Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Herforinginn Yifat Tomer-Yerushalmi var æðsti lögmaður ísraelska hersins en hefur verið í leyfi frá því lögreglurannsóknin hófst í vikunni og er búist við því að hún verði yfirheyrð á næstu dögum, samkvæmt frétt Times of Israel. Hún sagði af sér á fundi með Eyal Zamir, formanni herforingjaráðs Ísraels, í morgun. Þar er hún sögð hafa tilkynnt Zamir að hún bæri ábyrgð á því að myndbandið hefði ratað í hendur fjölmiðlafólks. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Handtökur á hermönnum í kjölfar birtingar myndbandsins reiddu til mikillar reiði meðal íhaldsmanna í Ísrael, sem reyndu að brjóta sér leið inn á herstöð til að reyna að koma í veg fyrir handtökur. Fimm hermenn voru ákærðir vegna brotsins fyrr á þessu ári en ákærurnar eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Defense Minister Israel Katz announces that the IDF's top lawyer, Maj. Gen. Yifat Tomer-Yerushalmi will be dismissed over her alleged involvement in the leaking of a surveillance video from the Sde Teiman detention facility, which purported to show soldiers severely abusing a… pic.twitter.com/wxXHVhuQ98— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 31, 2025 Gagnrýnd harðlega af ráðherrum Fjölmiðlar í Ísrael segja að lögreglurannsókn á leka myndbandsins eigi sér uppruna í því að starfsmaður á skrifstofu Tomer-Yerushalmi hafi nýverið verið látinn gangast hefðbundið lygapróf og þá hafi hann verið spurður út í leka myndbandsins. Hann hafi sagt ósatt og það hafi leitt til rannsóknar og síðan afsagnar herforingjans. Israel Katz, mjög íhaldssamur varnarmálaráðherra Ísrael, lýsti því yfir í morgun, samkvæmt TOI, að Tomer-Yerushalmi hefði átt að segja af sér. Enginn sem dreifði gyðingahatri gegn ísraelskum hermönnum, eins og hún hefði gert, ætti rétt á því að klæðast einkennisbúningi ísraelska hersins. Þá hefur Al Jazeera eftir Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael, að Tomer-Yerushalmi hafi valdið miklum skaða á orðstír ísraelska ríkisins og ísraelska hersins.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Erlend sakamál Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent