Erlend sakamál

Fréttamynd

Lið­þjálfi skaut fimm aðra her­menn

Liðþjálfi í her Bandaríkjanna skaut fimm aðra hermenn á einni af stærstu herstöðvum ríkisins í gær. Árásarmaðurinn var fljótt yfirbugaður af öðrum hermönnum á svæðinu. Tilefni skothríðarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn, sem er 28 ára gamall, notaði skammbyssu sem hann átti sjálfur.

Erlent
Fréttamynd

Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg

Lögmenn Kathleen Folbigg segja miskabætur sem yfirvöld í Ástralíu hafa boðið henni eftir að hún var fangelsuð að ósekju í 20 ár ósanngjarnar og óréttlátar.

Erlent
Fréttamynd

Stendur í vegi rann­sóknar á milljarða svika­myllu

Grískir ráðherrar og háttsettir embættismenn eru grunaðir um að hafa svikið hundruð milljóna evra í formi landbúnaðarstyrkja frá Evrópusambandinu. Ólíklegt þykir að þeir verði sóttir til saka þar sem Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, stendur í vegi rannsóknar.

Erlent
Fréttamynd

Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins

Bandarísk þingnefnd hefur birt Clinton-hjónunum stefnu þar sem þau eru krafin um skýrslu í tengslum við Epstein-málið. Fjöldi fyrrverandi ráðamanna sem spannar fjórar forsetatíðir er einnig krafinn svara vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Neitað um lausn gegn tryggingu

Bandaríska tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs hefur verið neitað um lausn gegn tryggingu og þarf hann því að sitja inni þar til að dómari kveður upp um refsingu í máli hans 3. október næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Maxwell flutt í þægi­legra fangelsi

Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt.

Erlent
Fréttamynd

„Clinton á­ætlunin“ lík­lega til­búningur rúss­neskra njósnara

Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016.

Erlent
Fréttamynd

Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi

Sean Combs, sem er ef til vill betur þekktur undir listamannsnafninu Diddy, hefur farið fram á það við dómara að honum verði sleppt úr haldi fram að dómsuppkvaðningu. Hann myndi greiða fimmtíu milljónir dala í tryggingu en hann var í upphafi mánaðarins sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm í mansalsmáli gegn honum.

Erlent
Fréttamynd

Öku­maðurinn skotinn af vitnum á vett­vangi

Þrjátíu eru særðir, þar af sjö lífshættulega, eftir að maður ók bíl sínum í hóp fólks sem beið þess að komast inn á skemmtistað í LA í gærnótt. Lögregla segir manninum hafa verið sparkað út af staðnum fyrir að vera til vandræða skömmu áður en hann ók á hópinn. 

Erlent
Fréttamynd

Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðurs­orðu Frakka

Gisèle Pelicot verður sæmd Heiðursorðunni, æðstu heiðursorðu Frakka, á mánudag auk 588 annarra. Pelicot öðlaðist heimsfrægð þegar hún bar vitni í réttarhöldum yfir manni sínum og tugum annarra manna vegna hópnauðgunar hennar.

Erlent
Fréttamynd

Bana­maður ráð­herra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið

Fyrir rúmlega tuttugu árum var maður dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að stinga utanríkisráðherra Svíþjóðar til bana. Nú hefur maðurinn fengið sérstakt leyfi til að stíga fæti út fyrir fangelsið í von um að draga úr skaðlegum áhrifum fangelsisvistarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Partey á­kærður fyrir nauðgun

Thomas Partey, fyrrverandi leikmaður Arsenal á Englandi, hefur verið ákærður af lögregluyfirvöldum í Bretlandi fyrir nauðgun. Ákæruliðirnir eru sex og beinast gegn þremur konum.

Fótbolti
Fréttamynd

Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðju­verk né rasísk á­rás

Lögreglan í Tampere í Finnlandi telur ekki að stunguárás í miðborginni í gær hafi verið hryðjuverk eða rasísk árás. Finnskur karlmaður á þrítugsaldri stakk og særði fernt fyrir utan verslunarmiðstöð. Hann segist ekki hafa þekkt fórnarlömb sín og valið þau af handahófi.

Erlent
Fréttamynd

Sænskur glæpa­foringi tekinn fastur í Tyrk­landi

Tyrkneska lögreglan handtók Ismail Abdo, sænskan glæpaforingja, í umfangsmiklum aðgerðum gegn glæpagengjum á fimm stöðum í landinu. Sænsk yfirvöld hafa viljað hafa hendur í hári Abdo eftir gengjastríð sem stigmagnaðist fyrir tveimur árum.

Erlent