Erlend sakamál Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Liðþjálfi í her Bandaríkjanna skaut fimm aðra hermenn á einni af stærstu herstöðvum ríkisins í gær. Árásarmaðurinn var fljótt yfirbugaður af öðrum hermönnum á svæðinu. Tilefni skothríðarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn, sem er 28 ára gamall, notaði skammbyssu sem hann átti sjálfur. Erlent 7.8.2025 11:14 Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Lögmenn Kathleen Folbigg segja miskabætur sem yfirvöld í Ástralíu hafa boðið henni eftir að hún var fangelsuð að ósekju í 20 ár ósanngjarnar og óréttlátar. Erlent 7.8.2025 09:46 Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri mun hafa verið handtekinn í Grikklandi á dögunum vegna gruns um heimilisofbeldi. Innlent 7.8.2025 07:03 Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Grískir ráðherrar og háttsettir embættismenn eru grunaðir um að hafa svikið hundruð milljóna evra í formi landbúnaðarstyrkja frá Evrópusambandinu. Ólíklegt þykir að þeir verði sóttir til saka þar sem Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, stendur í vegi rannsóknar. Erlent 6.8.2025 13:17 Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Öryggismyndavélar í svefnherberginu, brúður hangandi í reipi og fyrsta útgáfa af Lolitu. Þetta er meðal þess sem bar fyrir augu þeirra sem þáðu boð á heimili auðjöfursins Jeffrey Epstein í New York. Erlent 6.8.2025 08:11 Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Bandarísk þingnefnd hefur birt Clinton-hjónunum stefnu þar sem þau eru krafin um skýrslu í tengslum við Epstein-málið. Fjöldi fyrrverandi ráðamanna sem spannar fjórar forsetatíðir er einnig krafinn svara vegna málsins. Erlent 5.8.2025 15:49 Neitað um lausn gegn tryggingu Bandaríska tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs hefur verið neitað um lausn gegn tryggingu og þarf hann því að sitja inni þar til að dómari kveður upp um refsingu í máli hans 3. október næstkomandi. Erlent 5.8.2025 06:39 Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Lögreglan í Bandaríkjunum leitar að vopnuðum manni sem er grunaður um að hafa myrt nánast heila fjölskyldu að undanskildu sjö mánaða ungabarni sem hann skildi eftir á lífi. Fimmtán ára barn er meðal fórnarlambanna. Erlent 2.8.2025 23:38 Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. Erlent 2.8.2025 11:28 „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. Erlent 1.8.2025 15:03 Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Einstaklingar sem urðu fyrir meiðslum þegar maður ók á fólk á jólamarkaði í Magdeburg í desember síðastliðnum, segjast hafa orðið fyrir öðru áfalli nú þegar þeim bárust á dögunum afsökunarbeiðnir frá gerandanum. Erlent 31.7.2025 08:42 Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. Erlent 30.7.2025 11:45 Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sean Combs, sem er ef til vill betur þekktur undir listamannsnafninu Diddy, hefur farið fram á það við dómara að honum verði sleppt úr haldi fram að dómsuppkvaðningu. Hann myndi greiða fimmtíu milljónir dala í tryggingu en hann var í upphafi mánaðarins sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm í mansalsmáli gegn honum. Erlent 30.7.2025 11:02 Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Paul Gallagher, eldri bróðir Oasis-liðanna Liams og Noels Gallagher, hefur verið ákærður fyrir nauðgun og önnur brot. Erlent 28.7.2025 16:12 Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi „Nei, nei, hún er ekki hér fyrir þig,“ sagði athafnamaðurinn Jeffrey Epstein við Donald Trump árið 1995, þegar núverandi Bandaríkjaforseti sótti Epstein heim á skrifstofu hans á Manhattan. Erlent 25.7.2025 06:34 Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Bryan Kohberger var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa brotist inn á heimili fjögurra nemenda við háskólann í Idaho og stungið þá til bana haustið 2022. Erlent 23.7.2025 20:43 Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Þrjátíu eru særðir, þar af sjö lífshættulega, eftir að maður ók bíl sínum í hóp fólks sem beið þess að komast inn á skemmtistað í LA í gærnótt. Lögregla segir manninum hafa verið sparkað út af staðnum fyrir að vera til vandræða skömmu áður en hann ók á hópinn. Erlent 20.7.2025 14:43 Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Breska ákæruvaldið hefur ákveðið að aðhafast ekki í máli írsku rapphljómsveitarinnar Kneecap sem var til rannsóknar hjá lögreglu vegna ummæla sem hljómsveitarmeðlimir létu falla á tónlistarhátíðinni Glastonbury. Erlent 18.7.2025 18:32 Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Lögregluyfirvöld í Indónesíu hafa komið upp um alþjóðlegan glæpahring sem þau segja hafa selt að minnsta kosti 25 börn til Singapúr frá árinu 2023. Erlent 18.7.2025 07:35 „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. Erlent 18.7.2025 06:44 Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Lögregluyfirvöld á Taílandi hafa handtekið konu, sem er grunuð um að hafa stundað kynlíf með munkum, tekið myndir og mynskeið, og notað þau til að kúga peninga af mönnunum. Erlent 16.7.2025 11:05 Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Gisèle Pelicot verður sæmd Heiðursorðunni, æðstu heiðursorðu Frakka, á mánudag auk 588 annarra. Pelicot öðlaðist heimsfrægð þegar hún bar vitni í réttarhöldum yfir manni sínum og tugum annarra manna vegna hópnauðgunar hennar. Erlent 13.7.2025 17:36 Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Indverska tenniskonan Radhika Yadav var skotin til bana af föður sínum, Deepak Yadav, meðan hún eldaði morgunmat á heimili þeirra í þorpinu Wazirabad á Indlandi á fimmtudag. Radhika hlaut þrjú skotsár á baki og lést af sárum sínum áður en hún komst á spítala. Erlent 11.7.2025 19:17 Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Nítján ára gömul kona fannst læst inni í kistu í Thuringenríki í Þýskalandi tveimur dögum eftir að lögregla hóf leit að henni. Konan komst lífs af en tveir eru í haldi vegna málsins. Erlent 10.7.2025 16:01 Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Kviðdómur í Ástralíu hefur fundið Erin Patterson, 50 ára, seka um að hafa myrt þrjá ættingja og gert tilraun til að myrða þann fjórða, þegar hún gaf þeim beef wellington sem innihélt eitraða sveppi. Erlent 7.7.2025 07:40 Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Fyrir rúmlega tuttugu árum var maður dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að stinga utanríkisráðherra Svíþjóðar til bana. Nú hefur maðurinn fengið sérstakt leyfi til að stíga fæti út fyrir fangelsið í von um að draga úr skaðlegum áhrifum fangelsisvistarinnar. Erlent 6.7.2025 16:21 Partey ákærður fyrir nauðgun Thomas Partey, fyrrverandi leikmaður Arsenal á Englandi, hefur verið ákærður af lögregluyfirvöldum í Bretlandi fyrir nauðgun. Ákæruliðirnir eru sex og beinast gegn þremur konum. Fótbolti 4.7.2025 13:56 Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Lögreglan í Tampere í Finnlandi telur ekki að stunguárás í miðborginni í gær hafi verið hryðjuverk eða rasísk árás. Finnskur karlmaður á þrítugsaldri stakk og særði fernt fyrir utan verslunarmiðstöð. Hann segist ekki hafa þekkt fórnarlömb sín og valið þau af handahófi. Erlent 4.7.2025 11:41 Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Tyrkneska lögreglan handtók Ismail Abdo, sænskan glæpaforingja, í umfangsmiklum aðgerðum gegn glæpagengjum á fimm stöðum í landinu. Sænsk yfirvöld hafa viljað hafa hendur í hári Abdo eftir gengjastríð sem stigmagnaðist fyrir tveimur árum. Erlent 4.7.2025 10:45 Combs áfram í gæsluvarðhaldi Tónlistarmaðurinn Sean Combs situr enn í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið fundinn sekur um tvo ákæruliði af fimm af kviðdómi í New York í gær. Erlent 3.7.2025 06:57 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 28 ›
Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Liðþjálfi í her Bandaríkjanna skaut fimm aðra hermenn á einni af stærstu herstöðvum ríkisins í gær. Árásarmaðurinn var fljótt yfirbugaður af öðrum hermönnum á svæðinu. Tilefni skothríðarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn, sem er 28 ára gamall, notaði skammbyssu sem hann átti sjálfur. Erlent 7.8.2025 11:14
Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Lögmenn Kathleen Folbigg segja miskabætur sem yfirvöld í Ástralíu hafa boðið henni eftir að hún var fangelsuð að ósekju í 20 ár ósanngjarnar og óréttlátar. Erlent 7.8.2025 09:46
Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri mun hafa verið handtekinn í Grikklandi á dögunum vegna gruns um heimilisofbeldi. Innlent 7.8.2025 07:03
Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Grískir ráðherrar og háttsettir embættismenn eru grunaðir um að hafa svikið hundruð milljóna evra í formi landbúnaðarstyrkja frá Evrópusambandinu. Ólíklegt þykir að þeir verði sóttir til saka þar sem Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, stendur í vegi rannsóknar. Erlent 6.8.2025 13:17
Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Öryggismyndavélar í svefnherberginu, brúður hangandi í reipi og fyrsta útgáfa af Lolitu. Þetta er meðal þess sem bar fyrir augu þeirra sem þáðu boð á heimili auðjöfursins Jeffrey Epstein í New York. Erlent 6.8.2025 08:11
Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Bandarísk þingnefnd hefur birt Clinton-hjónunum stefnu þar sem þau eru krafin um skýrslu í tengslum við Epstein-málið. Fjöldi fyrrverandi ráðamanna sem spannar fjórar forsetatíðir er einnig krafinn svara vegna málsins. Erlent 5.8.2025 15:49
Neitað um lausn gegn tryggingu Bandaríska tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs hefur verið neitað um lausn gegn tryggingu og þarf hann því að sitja inni þar til að dómari kveður upp um refsingu í máli hans 3. október næstkomandi. Erlent 5.8.2025 06:39
Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Lögreglan í Bandaríkjunum leitar að vopnuðum manni sem er grunaður um að hafa myrt nánast heila fjölskyldu að undanskildu sjö mánaða ungabarni sem hann skildi eftir á lífi. Fimmtán ára barn er meðal fórnarlambanna. Erlent 2.8.2025 23:38
Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. Erlent 2.8.2025 11:28
„Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. Erlent 1.8.2025 15:03
Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Einstaklingar sem urðu fyrir meiðslum þegar maður ók á fólk á jólamarkaði í Magdeburg í desember síðastliðnum, segjast hafa orðið fyrir öðru áfalli nú þegar þeim bárust á dögunum afsökunarbeiðnir frá gerandanum. Erlent 31.7.2025 08:42
Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. Erlent 30.7.2025 11:45
Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sean Combs, sem er ef til vill betur þekktur undir listamannsnafninu Diddy, hefur farið fram á það við dómara að honum verði sleppt úr haldi fram að dómsuppkvaðningu. Hann myndi greiða fimmtíu milljónir dala í tryggingu en hann var í upphafi mánaðarins sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm í mansalsmáli gegn honum. Erlent 30.7.2025 11:02
Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Paul Gallagher, eldri bróðir Oasis-liðanna Liams og Noels Gallagher, hefur verið ákærður fyrir nauðgun og önnur brot. Erlent 28.7.2025 16:12
Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi „Nei, nei, hún er ekki hér fyrir þig,“ sagði athafnamaðurinn Jeffrey Epstein við Donald Trump árið 1995, þegar núverandi Bandaríkjaforseti sótti Epstein heim á skrifstofu hans á Manhattan. Erlent 25.7.2025 06:34
Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Bryan Kohberger var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa brotist inn á heimili fjögurra nemenda við háskólann í Idaho og stungið þá til bana haustið 2022. Erlent 23.7.2025 20:43
Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Þrjátíu eru særðir, þar af sjö lífshættulega, eftir að maður ók bíl sínum í hóp fólks sem beið þess að komast inn á skemmtistað í LA í gærnótt. Lögregla segir manninum hafa verið sparkað út af staðnum fyrir að vera til vandræða skömmu áður en hann ók á hópinn. Erlent 20.7.2025 14:43
Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Breska ákæruvaldið hefur ákveðið að aðhafast ekki í máli írsku rapphljómsveitarinnar Kneecap sem var til rannsóknar hjá lögreglu vegna ummæla sem hljómsveitarmeðlimir létu falla á tónlistarhátíðinni Glastonbury. Erlent 18.7.2025 18:32
Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Lögregluyfirvöld í Indónesíu hafa komið upp um alþjóðlegan glæpahring sem þau segja hafa selt að minnsta kosti 25 börn til Singapúr frá árinu 2023. Erlent 18.7.2025 07:35
„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. Erlent 18.7.2025 06:44
Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Lögregluyfirvöld á Taílandi hafa handtekið konu, sem er grunuð um að hafa stundað kynlíf með munkum, tekið myndir og mynskeið, og notað þau til að kúga peninga af mönnunum. Erlent 16.7.2025 11:05
Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Gisèle Pelicot verður sæmd Heiðursorðunni, æðstu heiðursorðu Frakka, á mánudag auk 588 annarra. Pelicot öðlaðist heimsfrægð þegar hún bar vitni í réttarhöldum yfir manni sínum og tugum annarra manna vegna hópnauðgunar hennar. Erlent 13.7.2025 17:36
Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Indverska tenniskonan Radhika Yadav var skotin til bana af föður sínum, Deepak Yadav, meðan hún eldaði morgunmat á heimili þeirra í þorpinu Wazirabad á Indlandi á fimmtudag. Radhika hlaut þrjú skotsár á baki og lést af sárum sínum áður en hún komst á spítala. Erlent 11.7.2025 19:17
Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Nítján ára gömul kona fannst læst inni í kistu í Thuringenríki í Þýskalandi tveimur dögum eftir að lögregla hóf leit að henni. Konan komst lífs af en tveir eru í haldi vegna málsins. Erlent 10.7.2025 16:01
Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Kviðdómur í Ástralíu hefur fundið Erin Patterson, 50 ára, seka um að hafa myrt þrjá ættingja og gert tilraun til að myrða þann fjórða, þegar hún gaf þeim beef wellington sem innihélt eitraða sveppi. Erlent 7.7.2025 07:40
Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Fyrir rúmlega tuttugu árum var maður dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að stinga utanríkisráðherra Svíþjóðar til bana. Nú hefur maðurinn fengið sérstakt leyfi til að stíga fæti út fyrir fangelsið í von um að draga úr skaðlegum áhrifum fangelsisvistarinnar. Erlent 6.7.2025 16:21
Partey ákærður fyrir nauðgun Thomas Partey, fyrrverandi leikmaður Arsenal á Englandi, hefur verið ákærður af lögregluyfirvöldum í Bretlandi fyrir nauðgun. Ákæruliðirnir eru sex og beinast gegn þremur konum. Fótbolti 4.7.2025 13:56
Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Lögreglan í Tampere í Finnlandi telur ekki að stunguárás í miðborginni í gær hafi verið hryðjuverk eða rasísk árás. Finnskur karlmaður á þrítugsaldri stakk og særði fernt fyrir utan verslunarmiðstöð. Hann segist ekki hafa þekkt fórnarlömb sín og valið þau af handahófi. Erlent 4.7.2025 11:41
Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Tyrkneska lögreglan handtók Ismail Abdo, sænskan glæpaforingja, í umfangsmiklum aðgerðum gegn glæpagengjum á fimm stöðum í landinu. Sænsk yfirvöld hafa viljað hafa hendur í hári Abdo eftir gengjastríð sem stigmagnaðist fyrir tveimur árum. Erlent 4.7.2025 10:45
Combs áfram í gæsluvarðhaldi Tónlistarmaðurinn Sean Combs situr enn í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið fundinn sekur um tvo ákæruliði af fimm af kviðdómi í New York í gær. Erlent 3.7.2025 06:57