Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2025 11:51 Frá mótmælum fyrir utan Sde Teiman fangabúðirnar fyrr á þessu ári. Getty/Mostafa Alkharouf Æðsti lögmaður ísraelska hersins sagði af sér í morgun vegna myndbands sem lekið var til fjölmiðla í fyrra. Það sýndi ísraelska hermenn umkringja palestínskan fanga og hafa hermennirnir verið sakaðir um að misþyrma honum kynferðislega en rannsókn á leka þessum var opnuð fyrr í vikunni. Herforinginn Yifat Tomer-Yerushalmi var æðsti lögmaður ísraelska hersins en hefur verið í leyfi frá því lögreglurannsóknin hófst í vikunni og er búist við því að hún verði yfirheyrð á næstu dögum, samkvæmt frétt Times of Israel. Hún sagði af sér á fundi með Eyal Zamir, formanni herforingjaráðs Ísraels, í morgun. Þar er hún sögð hafa tilkynnt Zamir að hún bæri ábyrgð á því að myndbandið hefði ratað í hendur fjölmiðlafólks. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Handtökur á hermönnum í kjölfar birtingar myndbandsins reiddu til mikillar reiði meðal íhaldsmanna í Ísrael, sem reyndu að brjóta sér leið inn á herstöð til að reyna að koma í veg fyrir handtökur. Fimm hermenn voru ákærðir vegna brotsins fyrr á þessu ári en ákærurnar eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Defense Minister Israel Katz announces that the IDF's top lawyer, Maj. Gen. Yifat Tomer-Yerushalmi will be dismissed over her alleged involvement in the leaking of a surveillance video from the Sde Teiman detention facility, which purported to show soldiers severely abusing a… pic.twitter.com/wxXHVhuQ98— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 31, 2025 Gagnrýnd harðlega af ráðherrum Fjölmiðlar í Ísrael segja að lögreglurannsókn á leka myndbandsins eigi sér uppruna í því að starfsmaður á skrifstofu Tomer-Yerushalmi hafi nýverið verið látinn gangast hefðbundið lygapróf og þá hafi hann verið spurður út í leka myndbandsins. Hann hafi sagt ósatt og það hafi leitt til rannsóknar og síðan afsagnar herforingjans. Israel Katz, mjög íhaldssamur varnarmálaráðherra Ísrael, lýsti því yfir í morgun, samkvæmt TOI, að Tomer-Yerushalmi hefði átt að segja af sér. Enginn sem dreifði gyðingahatri gegn ísraelskum hermönnum, eins og hún hefði gert, ætti rétt á því að klæðast einkennisbúningi ísraelska hersins. Þá hefur Al Jazeera eftir Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael, að Tomer-Yerushalmi hafi valdið miklum skaða á orðstír ísraelska ríkisins og ísraelska hersins. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Erlend sakamál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Sjá meira
Herforinginn Yifat Tomer-Yerushalmi var æðsti lögmaður ísraelska hersins en hefur verið í leyfi frá því lögreglurannsóknin hófst í vikunni og er búist við því að hún verði yfirheyrð á næstu dögum, samkvæmt frétt Times of Israel. Hún sagði af sér á fundi með Eyal Zamir, formanni herforingjaráðs Ísraels, í morgun. Þar er hún sögð hafa tilkynnt Zamir að hún bæri ábyrgð á því að myndbandið hefði ratað í hendur fjölmiðlafólks. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Handtökur á hermönnum í kjölfar birtingar myndbandsins reiddu til mikillar reiði meðal íhaldsmanna í Ísrael, sem reyndu að brjóta sér leið inn á herstöð til að reyna að koma í veg fyrir handtökur. Fimm hermenn voru ákærðir vegna brotsins fyrr á þessu ári en ákærurnar eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Defense Minister Israel Katz announces that the IDF's top lawyer, Maj. Gen. Yifat Tomer-Yerushalmi will be dismissed over her alleged involvement in the leaking of a surveillance video from the Sde Teiman detention facility, which purported to show soldiers severely abusing a… pic.twitter.com/wxXHVhuQ98— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 31, 2025 Gagnrýnd harðlega af ráðherrum Fjölmiðlar í Ísrael segja að lögreglurannsókn á leka myndbandsins eigi sér uppruna í því að starfsmaður á skrifstofu Tomer-Yerushalmi hafi nýverið verið látinn gangast hefðbundið lygapróf og þá hafi hann verið spurður út í leka myndbandsins. Hann hafi sagt ósatt og það hafi leitt til rannsóknar og síðan afsagnar herforingjans. Israel Katz, mjög íhaldssamur varnarmálaráðherra Ísrael, lýsti því yfir í morgun, samkvæmt TOI, að Tomer-Yerushalmi hefði átt að segja af sér. Enginn sem dreifði gyðingahatri gegn ísraelskum hermönnum, eins og hún hefði gert, ætti rétt á því að klæðast einkennisbúningi ísraelska hersins. Þá hefur Al Jazeera eftir Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael, að Tomer-Yerushalmi hafi valdið miklum skaða á orðstír ísraelska ríkisins og ísraelska hersins.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Erlend sakamál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Sjá meira