Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar 10. nóvember 2025 14:01 Eftir tveggja ára grimmilegt stríð hefur ótryggt vopnahlé fært örþreyttum Gasabúum nokkra ró. Vopnahléið er fyrsti liður í 20 punkta áætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Stöðugur ótti starfsfólks okkar hjá UNRWA, Palestínu-flóttamannahjálpinni, um að vera drepið í kúlnahríð eða sprengjuárásum herfur vissulega dvínað. Hins vegar eru áhyggjuefnin yfrið nóg. Ekki er heiglum hent að finna húsaskjól, mat og hreint vatn og vetur nálgast óðfluga. Engan tíma má missa til að vinna bug á sulti og sjúkdómum. Ekki er hægt að ýkja hve mikil líkamleg og andleg sár þarf að lækna. Væntingar um meiri aðgang að heilsugæslu og menntun fara vaxandi. Næstu vikur og mánuðir munu leiða í ljós hvort þessi vatnaskil eru fyrstu geislar nýrrar dögunar eða upptaktur enn dýpri vonbrigða. UNRWA hefur þekkingu, getu og traust Sameinuðu þjóðirnar, þar á meðal UNRWA, hafa sérfræðiþekkinguna og úrræðin til að takast á skilvirkan hátt á við gríðarlegar mannúðarþarfir. Leyfa verður okkur að vinna á frjálsan og sjálfstæðan hátt án tilviljanakenndra og ósanngjarnra takmarkanna á flutning vara og vinnuafls. Leiðin til enduruppbyggingar á Gasa verður tæpast greið. Vopnahléið er ótryggt og reynt er á þolrif allra með nánast daglegum brotum. Vopnahlé, sem felur aðeins í sér fjarveru stríðs, er ekki nóg. Ef ekki er rudd lífvænleg leið til friðar munu afdrifarík mistök fortíðarinnar verða endurtekin. Sönn friðsöm framtíð krefst ósvikinnar fjárfestingar í endanlegri pólitískri lausn á átökum Ísraela og Palestínumanna. Grundvallaröryggis er þörf til að enduruppbygging geti hafist. Vopnahlé þarf að styðja með stofnun alþjóðlegrar stöðugleikasveitar. Hún þarf umboð til að koma á ró, vernda mikilvæga innviði og tryggja aðgang mannúðaraðstoðar. Slík sveit gæti skapað skilyrði fyrir því að palestínskar stofnanir yrðu endurreistar. Opinberrar þjónustu er þörf Árangur stöðugleikasveitar og umskipta frá neyðarástandi til stöðugleika er einnig háður því að takast megi að sjá Gasabúum fyrir áreiðanlegri opinberri þjónustu. Einnig þarf að skapa trúverðuga leið til friðar og virðingar fyrir mannréttindum. Þetta er eingöngu hægt í krafti opinberrar þjónustu, sem nýtur trausts samfélagsins. Við höfum reynsluna frá Írak af afleiðingum þess að vanmeta þörfina á því að tryggja stöðuga og skilvirka opinbera þjónustu. Þar var borgaraleg stjórn sundurlimuð árið 2003 með þeim afleiðingum að skapað var tómarúm og áralangur óstöðugleiki fylgdi. Lærdómurinn, sem draga má af því, er að viðhalda ber opinberum stofnunum sem eru færar um að veita íbúunum þýðingarmikla þjónustu. Fagfólk, stjórnendur og samfélagsleiðtogar eiga að vera hluti af lausninni, en ekki fórnarlömb pólitískrar endurnýjunar. Áratuga reynsla UNRWA hefur þúsundir Palestínumanna í þjónustu sinni. Stofnunin hefur getu og sérþekkingu og nýtur trausts, sem þarf til að veita sárþjáðri þjóð heilsugæslu, menntun og aðra opinbera þjónustu. Áratugum saman hafa kennarar, læknar og verkfræðingar á snærum stofnunarinnar verið hryggjarstykki opinberrar þjónustu fyrir milljónir flóttamanna frá Palestínu á Gasa og í heimshlutanum öllum. Í ráðgefandi áliti sínu í síðasta mánuði undirstrikaði Alþjóðadómstóllinn fagmennsku starfsfólks UNRWA, ómissandi hlutverk stofnunarinnar í mannúðarmálum og komst að þeirri niðurstöðu að hún væri enn sem fyrr óhlutdræg og hlutlaus. Menntun er fjárfesting í friði UNRWA hefur sinnt menntamálum, þar á meðal mannréttindaáætlun sem nýtur viðurkenningar. Hún verður lykilatriði í að koma í veg fyrir að grimmilegt umsátur og Gasa og voðverkin, sem framin hafa verið undanfarin tvö ár, verði ekki vatn á myllu öðfgastefna. Nærri 700 þúsund börn á skólaaldri eigra nú innan um rústirnar. Þau hafa ekki aðeins verið svipt heimilum sínum og ástvinum heldur einnig menntun, sem ætíð hefur verið uppspretta vonar og stolts. Það er fjárfesting í friði og stöðugleika á Gasa og í heimshlutanum öllum að koma börnunum aftur á skólabekk. Auk mannúðaraðstoðar og endurupptöku opinberrar þjónustu, þarf að skapa andrúmsloft trausts, sem getur leyst úr læðingi langtíma fjárfestingu. Fyrirtæki og fjárveitendur verða að geta treyst á að friður haldi svo enduruppbygging sé ekki til einskis. Sannfæra verður þá um að svæðið geti ekki orðið nýjum vítahring tortímingar að bráð. Tveggja ríkja lausn Íbúar Gasa þurfa á fyrirheitum að halda um eðlilegt líf, með varanlegu húsnæði og starfandi sjúkrahúsa og skóla. Enduruppbyging Gasa felur í sér endurreisn stjórnar, réttlætis og almennrar trúar á að friður sé mögulegur innan vébanda tveggja ríkja lausnar. “Gular línur” eru í samkomulaginu, sem rissaðar hafa voru upp í tímabundnu öryggisskyni. Þær mega ekki verða varanlegar og sundra Gasasvæðinu innbyrðis og aðskilja Gasa og Vesturbakkann. Sáttastarf þarf að hefja Síðast en ekki síst verður að hefja sáttastarf nú þegar. Nú eru Ísraelar og Palestínumenn nágrannar sem þekkja ekki hvorn annan. Stríð hefur skilið þá að, einangrun og tortryggni fer enn vaxandi. Það er í senn dapurlegt og kaldhæðnislegt að þeir eiga sameiginlegt að eiga að baki svo langa og djúpa sögu um kúgun og sorg missi að fæst okkar geta ímyndað sér hana eða skilið. Til að Palestínumenn og Ísrelar geti tengst að nýju þarf að takast á við þá afmennskun, sem greitt hefur fyrir hroðalegum voðaverkum. Til að svo megi verða ber að viðurkenna áratuga langa kúgun á Palestínumönnum og það djúpstæða sameiginlega áfall, sem fólst í árásunum 7.október innan Ísraels. Til að koma á varanlegum friði, verður réttlæti að ná fram að ganga og reyna af alvöru að græða sár jafnt Palestínumanna sem Ísraela. Höfundur er forstjóri Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNRWA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Ísrael Palestína Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Eftir tveggja ára grimmilegt stríð hefur ótryggt vopnahlé fært örþreyttum Gasabúum nokkra ró. Vopnahléið er fyrsti liður í 20 punkta áætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Stöðugur ótti starfsfólks okkar hjá UNRWA, Palestínu-flóttamannahjálpinni, um að vera drepið í kúlnahríð eða sprengjuárásum herfur vissulega dvínað. Hins vegar eru áhyggjuefnin yfrið nóg. Ekki er heiglum hent að finna húsaskjól, mat og hreint vatn og vetur nálgast óðfluga. Engan tíma má missa til að vinna bug á sulti og sjúkdómum. Ekki er hægt að ýkja hve mikil líkamleg og andleg sár þarf að lækna. Væntingar um meiri aðgang að heilsugæslu og menntun fara vaxandi. Næstu vikur og mánuðir munu leiða í ljós hvort þessi vatnaskil eru fyrstu geislar nýrrar dögunar eða upptaktur enn dýpri vonbrigða. UNRWA hefur þekkingu, getu og traust Sameinuðu þjóðirnar, þar á meðal UNRWA, hafa sérfræðiþekkinguna og úrræðin til að takast á skilvirkan hátt á við gríðarlegar mannúðarþarfir. Leyfa verður okkur að vinna á frjálsan og sjálfstæðan hátt án tilviljanakenndra og ósanngjarnra takmarkanna á flutning vara og vinnuafls. Leiðin til enduruppbyggingar á Gasa verður tæpast greið. Vopnahléið er ótryggt og reynt er á þolrif allra með nánast daglegum brotum. Vopnahlé, sem felur aðeins í sér fjarveru stríðs, er ekki nóg. Ef ekki er rudd lífvænleg leið til friðar munu afdrifarík mistök fortíðarinnar verða endurtekin. Sönn friðsöm framtíð krefst ósvikinnar fjárfestingar í endanlegri pólitískri lausn á átökum Ísraela og Palestínumanna. Grundvallaröryggis er þörf til að enduruppbygging geti hafist. Vopnahlé þarf að styðja með stofnun alþjóðlegrar stöðugleikasveitar. Hún þarf umboð til að koma á ró, vernda mikilvæga innviði og tryggja aðgang mannúðaraðstoðar. Slík sveit gæti skapað skilyrði fyrir því að palestínskar stofnanir yrðu endurreistar. Opinberrar þjónustu er þörf Árangur stöðugleikasveitar og umskipta frá neyðarástandi til stöðugleika er einnig háður því að takast megi að sjá Gasabúum fyrir áreiðanlegri opinberri þjónustu. Einnig þarf að skapa trúverðuga leið til friðar og virðingar fyrir mannréttindum. Þetta er eingöngu hægt í krafti opinberrar þjónustu, sem nýtur trausts samfélagsins. Við höfum reynsluna frá Írak af afleiðingum þess að vanmeta þörfina á því að tryggja stöðuga og skilvirka opinbera þjónustu. Þar var borgaraleg stjórn sundurlimuð árið 2003 með þeim afleiðingum að skapað var tómarúm og áralangur óstöðugleiki fylgdi. Lærdómurinn, sem draga má af því, er að viðhalda ber opinberum stofnunum sem eru færar um að veita íbúunum þýðingarmikla þjónustu. Fagfólk, stjórnendur og samfélagsleiðtogar eiga að vera hluti af lausninni, en ekki fórnarlömb pólitískrar endurnýjunar. Áratuga reynsla UNRWA hefur þúsundir Palestínumanna í þjónustu sinni. Stofnunin hefur getu og sérþekkingu og nýtur trausts, sem þarf til að veita sárþjáðri þjóð heilsugæslu, menntun og aðra opinbera þjónustu. Áratugum saman hafa kennarar, læknar og verkfræðingar á snærum stofnunarinnar verið hryggjarstykki opinberrar þjónustu fyrir milljónir flóttamanna frá Palestínu á Gasa og í heimshlutanum öllum. Í ráðgefandi áliti sínu í síðasta mánuði undirstrikaði Alþjóðadómstóllinn fagmennsku starfsfólks UNRWA, ómissandi hlutverk stofnunarinnar í mannúðarmálum og komst að þeirri niðurstöðu að hún væri enn sem fyrr óhlutdræg og hlutlaus. Menntun er fjárfesting í friði UNRWA hefur sinnt menntamálum, þar á meðal mannréttindaáætlun sem nýtur viðurkenningar. Hún verður lykilatriði í að koma í veg fyrir að grimmilegt umsátur og Gasa og voðverkin, sem framin hafa verið undanfarin tvö ár, verði ekki vatn á myllu öðfgastefna. Nærri 700 þúsund börn á skólaaldri eigra nú innan um rústirnar. Þau hafa ekki aðeins verið svipt heimilum sínum og ástvinum heldur einnig menntun, sem ætíð hefur verið uppspretta vonar og stolts. Það er fjárfesting í friði og stöðugleika á Gasa og í heimshlutanum öllum að koma börnunum aftur á skólabekk. Auk mannúðaraðstoðar og endurupptöku opinberrar þjónustu, þarf að skapa andrúmsloft trausts, sem getur leyst úr læðingi langtíma fjárfestingu. Fyrirtæki og fjárveitendur verða að geta treyst á að friður haldi svo enduruppbygging sé ekki til einskis. Sannfæra verður þá um að svæðið geti ekki orðið nýjum vítahring tortímingar að bráð. Tveggja ríkja lausn Íbúar Gasa þurfa á fyrirheitum að halda um eðlilegt líf, með varanlegu húsnæði og starfandi sjúkrahúsa og skóla. Enduruppbyging Gasa felur í sér endurreisn stjórnar, réttlætis og almennrar trúar á að friður sé mögulegur innan vébanda tveggja ríkja lausnar. “Gular línur” eru í samkomulaginu, sem rissaðar hafa voru upp í tímabundnu öryggisskyni. Þær mega ekki verða varanlegar og sundra Gasasvæðinu innbyrðis og aðskilja Gasa og Vesturbakkann. Sáttastarf þarf að hefja Síðast en ekki síst verður að hefja sáttastarf nú þegar. Nú eru Ísraelar og Palestínumenn nágrannar sem þekkja ekki hvorn annan. Stríð hefur skilið þá að, einangrun og tortryggni fer enn vaxandi. Það er í senn dapurlegt og kaldhæðnislegt að þeir eiga sameiginlegt að eiga að baki svo langa og djúpa sögu um kúgun og sorg missi að fæst okkar geta ímyndað sér hana eða skilið. Til að Palestínumenn og Ísrelar geti tengst að nýju þarf að takast á við þá afmennskun, sem greitt hefur fyrir hroðalegum voðaverkum. Til að svo megi verða ber að viðurkenna áratuga langa kúgun á Palestínumönnum og það djúpstæða sameiginlega áfall, sem fólst í árásunum 7.október innan Ísraels. Til að koma á varanlegum friði, verður réttlæti að ná fram að ganga og reyna af alvöru að græða sár jafnt Palestínumanna sem Ísraela. Höfundur er forstjóri Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNRWA).