Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Agnar Már Másson skrifar 12. desember 2025 16:45 Stefán Einar Stefánsson, sem hefur stýrt Spursmálum á mbl.is síðustu rúmu tvö árin, sýndi villandi myndbönd í þætti sínum sem hann sagði vera af íslamistum traðka á jólahefðum Evrópumanna. Staðreyndavaktir í álfunni hafa sagt að fátt bendi til þess í umræddum myndskeiðum. Vísir Stjórnandi Spursmála birti misvísandi myndskeið í þætti sínum þar sem hann sagði „íslamista“ trufla jólamarkaði í Evrópu og „sýna vald sitt.“ Fjöldi staðreyndavakta í Evrópu hafði þegar véfengt falsfréttir um þessi myndbönd, sem sýna í raun nýársfögnuð og Palestínumótmæli. Stefán Einar gengst við því í samtali við Vísi að tímasetningar á myndskeiðunum hafi verið misvísandi en hafnar því að um falsfrétt sé að ræða. Hann gerir ekki greinarmun á íslamistum og stuðningsmönnum Palestínu. Fjöldi villandi myndskeiða af mótmælum og öðrum fjöldasamkomum í Evrópu hefur undanfarnar vikur verið í dreifingu um samfélagsmiðla þar sem því er haldið fram að arabískir innflytjendur reyni að traðka á jólahefðum Evrópubúa og slaufa jólamörkuðum. Spotlight, staðreyndavakt Bandalags evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), hefur tekið mörg af þessum myndskeiðum fyrir, meðal annars tvö myndskeið sem síðan voru birt í Spursmálum á mbl.is, undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar, í síðustu viku en þættirnir eru meðal vinsælustu íslensku hlaðvarpa á streymisveitunni Spotify. Íslamistar hafi viljað sýna hverjir það væru sem réðu Í einræðu sem Stefán Einar flutti að venju í Spursmálaþætti síðasta föstudag, 5. desember, varaði þáttastjórnandinn við birtingarmyndum þess hvernig ólíkir menningarheimar mættust í Evrópu um jólahátíðina. Stefán sýndi þá svo tvö myndskeið sem hann sagði vera af jólamörkuðum í Brussel annars vegar og Mílanó hins vegar, þar sem hann sagði að „íslamistar“ hefðu reynt að sýna hinum kristna meirihluta vald sitt og „hverjir það eru sem ráða“. Sagði hann þá vilja troða jólahátíðina fótum. „Og það er farið að eiga sér birtingarmyndir í því að menn eru hættir að tala um jólamarkaði eða jólahátíðir. Þetta eru einhvers konar almennar hátíðir sem hér á að halda.“ Myndböndin eru aftur á móti ekki öll eins og Stefán lýsir þeim. Nýársfögnuður og Palestínumótmæli Fyrra myndbandið var af Instagram-síðunni visegrad.24, sem hefur áður gerst uppvís að upplýsingaóreiðu (CNN), en myndskeiðið sýndi sannarlega mótmæli við Bourse-torgið í Brussel 28. nóvember síðastliðinn. Vissulega voru mótmæli haldin þennan föstudag, sama kvöld og jólamarkaðurinn var opnaður, en staðreyndavakt EBU bendir á að þessi mótmæli beindust ekki gegn jólahátíðinni heldur væru þau til stuðnings Palestínu og gegn Ísraelsríki. Slík mótmæli hafa verið haldin af aktívistasamtökunum Ahar Palestine nær alla föstudaga frá því að stríðið á Gasa hófst með hryðjuverkaárás Hamasliða 7. október 2023. Myndbandið frá Brussel virðist hafa verið gripið af Instagram-vettvangi samtakanna. Ítalska staðreyndavaktin Facta hafði vakið athygli á rangfærslum um myndbandið 1. desember. Textinn á skjáskotinu hér til hægri er misvísandi, þar sem uppákoman átti sér stað síðustu áramót. Samsett Mynd Myndskeiðinu hefur aftur á móti verið deilt víða um netið síðustu viku undir því skyni að þar sé verið að mótmæla jólunum, eins og Stefán gerir því skóna að sé. Seinna myndbandið sem Stefán sýndi var frá dómkirkjutorginu í Mílanó en þar var gefið í skyn að íslamistar reyndu að trufla jólamarkað með því að klifra á styttur og spila háværa tónlist þar sem þeir héldu á erlendum þjóðfánum. Myndskeiðið var aftur á móti ekki tekið upp á jólamarkaði, heldur bendir fréttaveitan Canadian Press auk fyrrnefndrar staðreyndavaktar EBU á að myndskeiðið hafi verið tekið upp á nýársfögnuði í Mílanó um síðustu áramót, þar sem fjöldi fólks kom saman á torginu. Stefán hélt svo áfram í þætti sínum og sagði að „við hefðum hleypt inn fyrir borgarmúrana“ fólki sem ekki aðhylltist gildi Evrópu eða mannréttindi og fyrir vikið þyrfti að ná tökum á landamærunum. Myndbönd sem víða voru í dreifingu Klippa af þessu broti úr þættinum var birt á Instagram-reikningi Spursmála í vikunni og Stefáns Einars og hefur fengið einhver sextán þúsund áhorf að þessu skrifuðu. Spursmál Morgunblaðsins eru aftur á móti ekki ein um það að hafa deilt þessum myndskeiðum á misvísandi hátt, heldur hafa myndskeiðin fengið ríkulega dreifingu á samfélagsmiðlum á borð við X, Instagram og TikTok, eins og rakið er í umfjöllun Spotlight. Svipuð upplýsingaóreiða um jólamarkaði hefur gert vart við sig í öðrum Evrópuríkjum, þar á meðal Austurríki, eins og AAP greindi frá. „Djúprasískt“ Vilhjálmur Þorsteinsson, forstjóri Miðeindar, vakti athygli á þessum rangfærslum Stefáns Einars í færslu á Facebook í gær og sagði fjölmiðlamanninn vera svo mikið í mun um að sverta múslima og flytja inn menningarstríð, að sannleikurinn yrði fyrsta fórnarlambið. „Fleira miður geðslegt og djúprasískt lætur hann flakka á grundvelli þessara myndbandaklippa,“ bætir Vilhjálmur við. Hlédís Sveinsdóttir, einn skipuleggjenda Jólamatarmarkaðar Íslands sem haldinn er í Hörpu um helgina, brást við færslunni og segir að margir framleiðendur á markaðnum séu af erlendu bergi brotnir. „Fólk sem við græddum sem innflytjendur á ólíkum forsendum, stundum út á ást (til manneskju eða náttúru/samfélags á Íslandi) og stundum vegna leitar að betri lífsgæðum,“ skrifaði Hlédís. Viðurkennir að tímasetningar voru rangar en gengst ekki við falsfréttum „Það er rétt að þetta eru ekki nýjar upptökur eins og ég hélt fram á grunni þeirra upplýsinga sem ég hafði,“ viðurkennir Stefán Einar í samtali við Vísi. Fjölmiðlamaðurinn segir það til skoðunar hvort leiðrétta þurfi þessa tímasetningu. Annars telur hann málið vera smáræði. Að öðru leyti telur hann umfjöllunina ekki vera falsfrétt. Það standist skoðun að þarna hafi verið „árekstur menningarheima“ þar sem farið hafi verið fram með offorsi. Það hafi staðreyndavaktirnar ekki rengt nægilega vel. Þú kallaðir þetta fólk íslamista. Voru þetta ekki bara mótmæli stuðningsmanna Palestínu? „Já, ég lít svo á að það séu íslamistar,“ svarar Stefán. Hann vill meina að allir þeir sem hrópa „Frá ánni að hafinu“ (e. „From the river to the sea“) á almannafæri kalli eftir hugmyndafræði Hamas-samtakanna og eyðingu Ísraelsríkis sömuleiðis. Hann hafnar því að það hafi verið rangt mál að segja að verið sé að fótumtroða jólahefðir, það sé ljóst þegar hópar fari með blysförum inn á jólamarkaði og trufli hátíðahöld. Stefán telur málið ekki sambærilegt þeirri upplýsingaóreiðu sem breska ríkisútvarpið, BBC, var sakað um nýverið en miðillinn hefur þurft að biðjast afsökunar á umfjöllun sinni með því að hafa klippt saman ræðu Donalds Trump á villandi hátt. Forstöðumaður hjá BBC hætti störfum vegna málsins. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira
Fjöldi villandi myndskeiða af mótmælum og öðrum fjöldasamkomum í Evrópu hefur undanfarnar vikur verið í dreifingu um samfélagsmiðla þar sem því er haldið fram að arabískir innflytjendur reyni að traðka á jólahefðum Evrópubúa og slaufa jólamörkuðum. Spotlight, staðreyndavakt Bandalags evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), hefur tekið mörg af þessum myndskeiðum fyrir, meðal annars tvö myndskeið sem síðan voru birt í Spursmálum á mbl.is, undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar, í síðustu viku en þættirnir eru meðal vinsælustu íslensku hlaðvarpa á streymisveitunni Spotify. Íslamistar hafi viljað sýna hverjir það væru sem réðu Í einræðu sem Stefán Einar flutti að venju í Spursmálaþætti síðasta föstudag, 5. desember, varaði þáttastjórnandinn við birtingarmyndum þess hvernig ólíkir menningarheimar mættust í Evrópu um jólahátíðina. Stefán sýndi þá svo tvö myndskeið sem hann sagði vera af jólamörkuðum í Brussel annars vegar og Mílanó hins vegar, þar sem hann sagði að „íslamistar“ hefðu reynt að sýna hinum kristna meirihluta vald sitt og „hverjir það eru sem ráða“. Sagði hann þá vilja troða jólahátíðina fótum. „Og það er farið að eiga sér birtingarmyndir í því að menn eru hættir að tala um jólamarkaði eða jólahátíðir. Þetta eru einhvers konar almennar hátíðir sem hér á að halda.“ Myndböndin eru aftur á móti ekki öll eins og Stefán lýsir þeim. Nýársfögnuður og Palestínumótmæli Fyrra myndbandið var af Instagram-síðunni visegrad.24, sem hefur áður gerst uppvís að upplýsingaóreiðu (CNN), en myndskeiðið sýndi sannarlega mótmæli við Bourse-torgið í Brussel 28. nóvember síðastliðinn. Vissulega voru mótmæli haldin þennan föstudag, sama kvöld og jólamarkaðurinn var opnaður, en staðreyndavakt EBU bendir á að þessi mótmæli beindust ekki gegn jólahátíðinni heldur væru þau til stuðnings Palestínu og gegn Ísraelsríki. Slík mótmæli hafa verið haldin af aktívistasamtökunum Ahar Palestine nær alla föstudaga frá því að stríðið á Gasa hófst með hryðjuverkaárás Hamasliða 7. október 2023. Myndbandið frá Brussel virðist hafa verið gripið af Instagram-vettvangi samtakanna. Ítalska staðreyndavaktin Facta hafði vakið athygli á rangfærslum um myndbandið 1. desember. Textinn á skjáskotinu hér til hægri er misvísandi, þar sem uppákoman átti sér stað síðustu áramót. Samsett Mynd Myndskeiðinu hefur aftur á móti verið deilt víða um netið síðustu viku undir því skyni að þar sé verið að mótmæla jólunum, eins og Stefán gerir því skóna að sé. Seinna myndbandið sem Stefán sýndi var frá dómkirkjutorginu í Mílanó en þar var gefið í skyn að íslamistar reyndu að trufla jólamarkað með því að klifra á styttur og spila háværa tónlist þar sem þeir héldu á erlendum þjóðfánum. Myndskeiðið var aftur á móti ekki tekið upp á jólamarkaði, heldur bendir fréttaveitan Canadian Press auk fyrrnefndrar staðreyndavaktar EBU á að myndskeiðið hafi verið tekið upp á nýársfögnuði í Mílanó um síðustu áramót, þar sem fjöldi fólks kom saman á torginu. Stefán hélt svo áfram í þætti sínum og sagði að „við hefðum hleypt inn fyrir borgarmúrana“ fólki sem ekki aðhylltist gildi Evrópu eða mannréttindi og fyrir vikið þyrfti að ná tökum á landamærunum. Myndbönd sem víða voru í dreifingu Klippa af þessu broti úr þættinum var birt á Instagram-reikningi Spursmála í vikunni og Stefáns Einars og hefur fengið einhver sextán þúsund áhorf að þessu skrifuðu. Spursmál Morgunblaðsins eru aftur á móti ekki ein um það að hafa deilt þessum myndskeiðum á misvísandi hátt, heldur hafa myndskeiðin fengið ríkulega dreifingu á samfélagsmiðlum á borð við X, Instagram og TikTok, eins og rakið er í umfjöllun Spotlight. Svipuð upplýsingaóreiða um jólamarkaði hefur gert vart við sig í öðrum Evrópuríkjum, þar á meðal Austurríki, eins og AAP greindi frá. „Djúprasískt“ Vilhjálmur Þorsteinsson, forstjóri Miðeindar, vakti athygli á þessum rangfærslum Stefáns Einars í færslu á Facebook í gær og sagði fjölmiðlamanninn vera svo mikið í mun um að sverta múslima og flytja inn menningarstríð, að sannleikurinn yrði fyrsta fórnarlambið. „Fleira miður geðslegt og djúprasískt lætur hann flakka á grundvelli þessara myndbandaklippa,“ bætir Vilhjálmur við. Hlédís Sveinsdóttir, einn skipuleggjenda Jólamatarmarkaðar Íslands sem haldinn er í Hörpu um helgina, brást við færslunni og segir að margir framleiðendur á markaðnum séu af erlendu bergi brotnir. „Fólk sem við græddum sem innflytjendur á ólíkum forsendum, stundum út á ást (til manneskju eða náttúru/samfélags á Íslandi) og stundum vegna leitar að betri lífsgæðum,“ skrifaði Hlédís. Viðurkennir að tímasetningar voru rangar en gengst ekki við falsfréttum „Það er rétt að þetta eru ekki nýjar upptökur eins og ég hélt fram á grunni þeirra upplýsinga sem ég hafði,“ viðurkennir Stefán Einar í samtali við Vísi. Fjölmiðlamaðurinn segir það til skoðunar hvort leiðrétta þurfi þessa tímasetningu. Annars telur hann málið vera smáræði. Að öðru leyti telur hann umfjöllunina ekki vera falsfrétt. Það standist skoðun að þarna hafi verið „árekstur menningarheima“ þar sem farið hafi verið fram með offorsi. Það hafi staðreyndavaktirnar ekki rengt nægilega vel. Þú kallaðir þetta fólk íslamista. Voru þetta ekki bara mótmæli stuðningsmanna Palestínu? „Já, ég lít svo á að það séu íslamistar,“ svarar Stefán. Hann vill meina að allir þeir sem hrópa „Frá ánni að hafinu“ (e. „From the river to the sea“) á almannafæri kalli eftir hugmyndafræði Hamas-samtakanna og eyðingu Ísraelsríkis sömuleiðis. Hann hafnar því að það hafi verið rangt mál að segja að verið sé að fótumtroða jólahefðir, það sé ljóst þegar hópar fari með blysförum inn á jólamarkaði og trufli hátíðahöld. Stefán telur málið ekki sambærilegt þeirri upplýsingaóreiðu sem breska ríkisútvarpið, BBC, var sakað um nýverið en miðillinn hefur þurft að biðjast afsökunar á umfjöllun sinni með því að hafa klippt saman ræðu Donalds Trump á villandi hátt. Forstöðumaður hjá BBC hætti störfum vegna málsins.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira