Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 27. október 2025 14:01 Brynjólfur Sveinn, lögmaður mannsins, segir íslenska ríkið nú hafa sex mánuði til að svara erindinu. Þorbjörg Sigríður Gísladóttir er dómsmálaráðherra. Aðsend og Vísir/Ívar Fannar Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum hefur skráð kvörtun karlmanns á þrítugsaldri, frá Kamerún, sem vísað var frá Íslandi í upphafi þessa árs á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Manninum var vísað til Möltu þar sem stjórnvöld áttu að taka umsókn hans um vernd til meðferðar. Manninum var vísað aftur til heimalands síns þremur dögum eftir komu til Möltu og sætti þar, samkvæmt lögmanni hans, pyntingum og ómannúðlegri meðferð. Maðurinn fer nú huldu höfði í Kamerún. Maðurinn flúði heimaland sitt í nóvember 2024 og fór til Möltu en fór þaðan til Íslands í desember sama ár. Hann sótti um alþjóðlega vernd við komu til landsins en var vísað frá Íslandi á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Í viðtali hjá Útlendingastofnun sagði maðurinn að hann óttaðist að vera sendur aftur til Kamerún yrði hann sendur aftur til Möltu. Gátu ekki sannreynt upplýsingar Útlendingastofnun segist ekki geta sannreynt að hann hafi upplifað pyntingar og ómannúðlega meðferð í heimalandi sínu, en að stofnunin geti heldur ekki útilokað að hann upplifað slíka meðferð í heimalandi. Í gögnum er þó vísað til vottorðs frá göngudeild sóttvarna á Íslandi þar sem kemur fram að við komu til landsins hafi maðurinn verið með áverka á baki, andliti, augum og bringu en enga innvortis áverka. Þar kemur einnig fram að hann hafi verið með vægt bakflæði og að hann sofi illa vegna endurupplifunar á pyntingum sem hann upplifði í heimalandi sínu. Þá segir að andleg heilsa hans hafi verið slæm, hann hafi glímt við alvarlegan kvíða, minnisleysi og streitu sökum áfalls. Þegar maðurinn kom aftur til Möltu var hann handtekinn og vísað aftur til heimalands þremur dögum síðar. Brynjólfur Sveinn Ívarsson, lögmaður mannsins, segir að við komuna í heimalandi hafi hann verið handtekinn og hafi mátt sæta pyntingum og ómannúðlegri meðferð í fangelsinu. Brynjólfur Sveinn var talsmaður mannsins við meðferð máls hans á Íslandi. „Álitaefnið gagnvart Íslandi er hvort íslenska ríkinu hefði mátt vera ljóst að landaupplýsingar, sem það sjálft vísaði til í úrskurði, stæðust og myndu leiða til þess að það sem gerðist myndi gerast,“ segir Brynjólfur Sveinn og gagnrýnir að Útlendingastofnun og kærunefnd vísi til þess í sínum úrskurðum að ekkert bendi til þess að maðurinn fái ekki viðeigandi meðferð á Möltu og að umsókn hans verði tekin til meðferðar, en hafi þó ekki reynt að sannreyna þessar upplýsingar. Kærunefndin hafi byggt ákvörðun sína á því að treysta ætti ríkjum Evrópusambandsins til að uppfylla þær kvaðir sem megi leiða af lögum sambandsins en það hafi svo ekki verið raunin í tilfelli Möltu. Hann segir ýmsar skýrslur á þessum tíma hafa bent til þess að manninum yrði vísað strax frá landi og að umsóknin yrði ekki tekin til meðferðar. Brynjólfur telur að kærunefnd útlendingamála hafi leitt þessar skýrslur hjá sér og hafi með úrskurði sínum brotið gegn þeirri grundvallarreglu um að ekki eigi að vísa fólki brott eða senda það aftur þangað þar sem líf þess og frelsi kann að vera í hættu. Fjallað eru um þessa reglu í 42. grein íslensku útlendingalaganna. Nefndin vísi grimmt frá Því sé það stórt skref að nefndin hafi ákveðið að skrá málið hjá sér. „Það ljáir kvörtuninni töluverðan trúverðugleika. Því nefndin tekur alls ekki hvaða mál sem er til skoðunar. Hún vísar grimmt frá. Það verða að vera aðstæður uppi þannig að það sé möguleiki að þetta feli í sér brot íslenska ríkisins á samningnum.“ Brynjólfur segir nefndina taka til umfjöllunar á hverju ári um fjörutíu eða fimmtíu mál. Hann segist ekki vita til þess að nefndin hafi áður tekið til skoðunar mál frá Íslandi. Hann segir brot Möltu að mörgu leyti alvarlegri en þau sem íslenska ríkið framkvæmi. Þar hafi málið ekki einu sinni verið tekið til skoðunar. Sex mánuðir til að bregðast við Íslenska ríkið hefur nú sex mánuði til að bregðast við kvörtuninni. Brynjólfur Sveinn telur líklegt að íslenska ríkið muni fara fram á frávísun. Hann segir almennt skilyrði hjá nefndinni að búið sé að tæma öll úrræði innanlands og því gæti málinu einnig verið vísað frá á grundvelli þess að það hafi ekki farið í gegnum dómskerfið. Það séu þó undantekningar á því. Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kamerún Malta Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Maðurinn flúði heimaland sitt í nóvember 2024 og fór til Möltu en fór þaðan til Íslands í desember sama ár. Hann sótti um alþjóðlega vernd við komu til landsins en var vísað frá Íslandi á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Í viðtali hjá Útlendingastofnun sagði maðurinn að hann óttaðist að vera sendur aftur til Kamerún yrði hann sendur aftur til Möltu. Gátu ekki sannreynt upplýsingar Útlendingastofnun segist ekki geta sannreynt að hann hafi upplifað pyntingar og ómannúðlega meðferð í heimalandi sínu, en að stofnunin geti heldur ekki útilokað að hann upplifað slíka meðferð í heimalandi. Í gögnum er þó vísað til vottorðs frá göngudeild sóttvarna á Íslandi þar sem kemur fram að við komu til landsins hafi maðurinn verið með áverka á baki, andliti, augum og bringu en enga innvortis áverka. Þar kemur einnig fram að hann hafi verið með vægt bakflæði og að hann sofi illa vegna endurupplifunar á pyntingum sem hann upplifði í heimalandi sínu. Þá segir að andleg heilsa hans hafi verið slæm, hann hafi glímt við alvarlegan kvíða, minnisleysi og streitu sökum áfalls. Þegar maðurinn kom aftur til Möltu var hann handtekinn og vísað aftur til heimalands þremur dögum síðar. Brynjólfur Sveinn Ívarsson, lögmaður mannsins, segir að við komuna í heimalandi hafi hann verið handtekinn og hafi mátt sæta pyntingum og ómannúðlegri meðferð í fangelsinu. Brynjólfur Sveinn var talsmaður mannsins við meðferð máls hans á Íslandi. „Álitaefnið gagnvart Íslandi er hvort íslenska ríkinu hefði mátt vera ljóst að landaupplýsingar, sem það sjálft vísaði til í úrskurði, stæðust og myndu leiða til þess að það sem gerðist myndi gerast,“ segir Brynjólfur Sveinn og gagnrýnir að Útlendingastofnun og kærunefnd vísi til þess í sínum úrskurðum að ekkert bendi til þess að maðurinn fái ekki viðeigandi meðferð á Möltu og að umsókn hans verði tekin til meðferðar, en hafi þó ekki reynt að sannreyna þessar upplýsingar. Kærunefndin hafi byggt ákvörðun sína á því að treysta ætti ríkjum Evrópusambandsins til að uppfylla þær kvaðir sem megi leiða af lögum sambandsins en það hafi svo ekki verið raunin í tilfelli Möltu. Hann segir ýmsar skýrslur á þessum tíma hafa bent til þess að manninum yrði vísað strax frá landi og að umsóknin yrði ekki tekin til meðferðar. Brynjólfur telur að kærunefnd útlendingamála hafi leitt þessar skýrslur hjá sér og hafi með úrskurði sínum brotið gegn þeirri grundvallarreglu um að ekki eigi að vísa fólki brott eða senda það aftur þangað þar sem líf þess og frelsi kann að vera í hættu. Fjallað eru um þessa reglu í 42. grein íslensku útlendingalaganna. Nefndin vísi grimmt frá Því sé það stórt skref að nefndin hafi ákveðið að skrá málið hjá sér. „Það ljáir kvörtuninni töluverðan trúverðugleika. Því nefndin tekur alls ekki hvaða mál sem er til skoðunar. Hún vísar grimmt frá. Það verða að vera aðstæður uppi þannig að það sé möguleiki að þetta feli í sér brot íslenska ríkisins á samningnum.“ Brynjólfur segir nefndina taka til umfjöllunar á hverju ári um fjörutíu eða fimmtíu mál. Hann segist ekki vita til þess að nefndin hafi áður tekið til skoðunar mál frá Íslandi. Hann segir brot Möltu að mörgu leyti alvarlegri en þau sem íslenska ríkið framkvæmi. Þar hafi málið ekki einu sinni verið tekið til skoðunar. Sex mánuðir til að bregðast við Íslenska ríkið hefur nú sex mánuði til að bregðast við kvörtuninni. Brynjólfur Sveinn telur líklegt að íslenska ríkið muni fara fram á frávísun. Hann segir almennt skilyrði hjá nefndinni að búið sé að tæma öll úrræði innanlands og því gæti málinu einnig verið vísað frá á grundvelli þess að það hafi ekki farið í gegnum dómskerfið. Það séu þó undantekningar á því.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kamerún Malta Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira