Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2025 08:12 Björn Orri Guðmundsson er faðir og framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Aftra. Mynd/aðsend Það er óraunhæf nálgun að vernda börn gegn óprúttnum aðilum á internetinu með því að banna þeim að spila tiltekna tölvuleiki. Slík nálgun endurspegli ákveðinn misskilning á því hvernig netumhverfi barna virkar og mun æskilegra væri fyrir foreldra að kynna sér þá leiki sem börnin eru að spila og þær stillingar og öryggistæki sem eru fyrir hendi til að tryggja öryggi þeirra á netinu og kenna þeim að umgangast netið með ábyrgum hætti. Þetta segir faðir og netöryggissérfræðingur sem telur það ekki vænlegt til árangurs að banna það sem hinir fullorðnu ef til vill ekki skilja. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla var til viðtals á Bylgjunni í gærmorgun þar sem hann lýsti áhyggjum af því hve auðvelt það getur verið fyrir óprúttna aðila að komast í samband við börn á netinu, til dæmis í gegnum tölvuleiki Roblox, og reyni að tæla þau og ginna. Sjálfur telji hann að ekki ætti að leyfa börnum á ákveðnum aldri yfirhöfuð að spila leikinn, ekki nema foreldrar séu tilbúnir sjálfir til að sitja yfir öxlinni á þeim á meðan. Málið blasir öðruvísi við Birni Orra Guðmundssyni, föður og framkvæmdastjóra netöryggisfyrirtækis, sem telur þá nálgun að banna vera óraunhæfa. „Fyrstu viðbrögð virðast oft vera að reyna að banna hluti sem að við sem foreldrar eða eftirlitsaðilar almennt séð skiljum ekki sjálf. Ég á strák sem fær að spila þetta og er undir ströngu eftirliti,“ segir Björn. Það sé að hans mati í raun algjör sjálfsblekking að halda að það sé einfaldlega hægt að banna leik eins og Roblox. Börn geti þá allt eins fundið leiðir til að spila leikinn annars staðar og án eftirlits og þannig sé vernd og yfirsýn foreldra horfin. Ef eigi að banna einn leik mætti allt eins banna allt Hann tekur þó vissulega undir að það sé rétt að spjall í tölvuleikjum geti verið varasamt, en Roblox sé þar heldur ekkert einsdæmi. Langflestir leikir í dag hafi einhvers konar samskiptaleiðir á milli spilara, hvort sem það er Roblox eða leikir á borð við Fortnite, Minecraft, Among Us eða aðrir leikir. Sama eigi við um samskipti í gegnum til að mynda Discord, Xbox Live chat, PlayStation Network, Steam chat og Messenger svo fátt eitt sé nefnt. Ef það sé eitthvað kappsmál að banna Roblox þurfi einnig að spyrja hvort eigi að banna líka aðra leiki eða leikjaumhverfi, smáskilaboð, símtöl og tölvupóstsamskipti. Það sé allt mögulegt undir. Foreldrar setji sig í spor krakkanna og læri sjálfir Spurður hvað sé þá til ráða að hans mati segir Björn í fyrsta lagi að svarið sé að hætta að reyna að banna það sem við skiljum ekki en í staðinn að nálgast málið með fræðslu, öryggisstillingum og samtali við börnin. Og síðast en ekki síst að foreldrar reyni sjálfir að læra betur inn á leikina og tæknina sem börnin þeirra eru að nota og jafnvel prófi að spila leikina sjálf. „Ég held að fyrsta sé bara að foreldrar þurfi kannski aðeins að setja sig í fótspor barnanna og reyna kannski að muna hvernig þetta var þegar við vorum yngri, og kannski bara spila sig aðeins inn í þeirra heim. Hafa þau prófað Roblox, hafa þau skoðað hvaða stillingar eða leiðir eru í boði til að halda krökkunum öruggum,“ segir Björn. Í Roblox sé til dæmis hægt að búa til reikning fyrir barn sem er undir eftirliti foreldra þar sem hægt er að setja frekari skorður og skilyrði um notkun. Sömu sögu sé að segja um snjallsímana. „Þú getur yfirleitt haft þau undir mjög góðu eftirliti, stillt skjátíma, séð hvað þau eru að gera, passað upp á að þau séu ekki í samskiptum við einhverja aðra, hvort sem það er í Androit símum, Samsung og svoleiðis eða Apple-tækjum og í tölvuumhverfinu líka, Playstation og þar fram eftir götunum. Þannig ég held að það sé alltaf leiðin. Við þurfum að skilja þennan sem að krakkarnir eru í og reyna að átta okkur á því hvernig við getum kennt þeim að nota þetta á ábyrgan hátt, miklu frekar en að banna,“ segir Björn. Netöryggi Netglæpir Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla var til viðtals á Bylgjunni í gærmorgun þar sem hann lýsti áhyggjum af því hve auðvelt það getur verið fyrir óprúttna aðila að komast í samband við börn á netinu, til dæmis í gegnum tölvuleiki Roblox, og reyni að tæla þau og ginna. Sjálfur telji hann að ekki ætti að leyfa börnum á ákveðnum aldri yfirhöfuð að spila leikinn, ekki nema foreldrar séu tilbúnir sjálfir til að sitja yfir öxlinni á þeim á meðan. Málið blasir öðruvísi við Birni Orra Guðmundssyni, föður og framkvæmdastjóra netöryggisfyrirtækis, sem telur þá nálgun að banna vera óraunhæfa. „Fyrstu viðbrögð virðast oft vera að reyna að banna hluti sem að við sem foreldrar eða eftirlitsaðilar almennt séð skiljum ekki sjálf. Ég á strák sem fær að spila þetta og er undir ströngu eftirliti,“ segir Björn. Það sé að hans mati í raun algjör sjálfsblekking að halda að það sé einfaldlega hægt að banna leik eins og Roblox. Börn geti þá allt eins fundið leiðir til að spila leikinn annars staðar og án eftirlits og þannig sé vernd og yfirsýn foreldra horfin. Ef eigi að banna einn leik mætti allt eins banna allt Hann tekur þó vissulega undir að það sé rétt að spjall í tölvuleikjum geti verið varasamt, en Roblox sé þar heldur ekkert einsdæmi. Langflestir leikir í dag hafi einhvers konar samskiptaleiðir á milli spilara, hvort sem það er Roblox eða leikir á borð við Fortnite, Minecraft, Among Us eða aðrir leikir. Sama eigi við um samskipti í gegnum til að mynda Discord, Xbox Live chat, PlayStation Network, Steam chat og Messenger svo fátt eitt sé nefnt. Ef það sé eitthvað kappsmál að banna Roblox þurfi einnig að spyrja hvort eigi að banna líka aðra leiki eða leikjaumhverfi, smáskilaboð, símtöl og tölvupóstsamskipti. Það sé allt mögulegt undir. Foreldrar setji sig í spor krakkanna og læri sjálfir Spurður hvað sé þá til ráða að hans mati segir Björn í fyrsta lagi að svarið sé að hætta að reyna að banna það sem við skiljum ekki en í staðinn að nálgast málið með fræðslu, öryggisstillingum og samtali við börnin. Og síðast en ekki síst að foreldrar reyni sjálfir að læra betur inn á leikina og tæknina sem börnin þeirra eru að nota og jafnvel prófi að spila leikina sjálf. „Ég held að fyrsta sé bara að foreldrar þurfi kannski aðeins að setja sig í fótspor barnanna og reyna kannski að muna hvernig þetta var þegar við vorum yngri, og kannski bara spila sig aðeins inn í þeirra heim. Hafa þau prófað Roblox, hafa þau skoðað hvaða stillingar eða leiðir eru í boði til að halda krökkunum öruggum,“ segir Björn. Í Roblox sé til dæmis hægt að búa til reikning fyrir barn sem er undir eftirliti foreldra þar sem hægt er að setja frekari skorður og skilyrði um notkun. Sömu sögu sé að segja um snjallsímana. „Þú getur yfirleitt haft þau undir mjög góðu eftirliti, stillt skjátíma, séð hvað þau eru að gera, passað upp á að þau séu ekki í samskiptum við einhverja aðra, hvort sem það er í Androit símum, Samsung og svoleiðis eða Apple-tækjum og í tölvuumhverfinu líka, Playstation og þar fram eftir götunum. Þannig ég held að það sé alltaf leiðin. Við þurfum að skilja þennan sem að krakkarnir eru í og reyna að átta okkur á því hvernig við getum kennt þeim að nota þetta á ábyrgan hátt, miklu frekar en að banna,“ segir Björn.
Netöryggi Netglæpir Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira