Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2025 09:32 Trump ræddi við fréttamenn í Hvíta húsinu í gær og sagðist sjálfur geta ákveðið hvort ríkisstjórn hans greiddi honum milljarða í bætur. AP/Manuel Balce Ceneta Bandaríska dómsmálaráðuneytið gæti greitt Donald Trump forseta jafnvirði hátt í þrjátíu milljarða íslenskra króna í meintar skaðabætur vegna rannsókna þess á honum. Trump segist sjálfur hafa lokaorðið um hvort alríkisstjórnin sem hann stýrir verði við kröfu hans. New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði sett fram kröfu um í kringum 230 milljónir dollara, jafnvirði rúmlega 28 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur frá dómsmálaráðuneytinu áður en hann var endurkjörinn forseti í fyrra. Bótakrafan væri annars vegar vegna húsleitar sem var gerð í klúbbi hans og heimili á Flórída vegna ríkisleyndarmála sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu í heimildarleysi árið 2022 og hins vegar vegna rannsóknar á tengslum forsetaframboðs hans við stjórnvöld í Kreml árið 2016. Trump hélt því fram að hann vissi ekki nákvæma upphæð kröfunnar og að hann hefði ekki rætt við embættismenn alríkisstjórnarinnar um hana þegar blaðamenn spurðu hann út í fréttina í Hvíta húsinu í gær. „Það eina sem ég veit er að þeir myndu skulda mér stórfé,“ sagði forsetinn. Persónulegir lögmenn æðstu stjórnendur ráðuneytisins AP-fréttastofan segir að sérstakt verklag sé fyrir kröfur af þessu tagi innan ráðuneytisins. Trump hélt því aftur á móti fram að örlög kröfunnar væru í hans höndum því ákvörðunin væri hans. „Ákvörðunin þyrfti að koma á mitt borð,“ sagði Trump. Sumir æðstu yfirmanna dómsmálaráðuneytisins komu persónulega nálægt málunum sem Trump krefst bóta í. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tók þátt í málsvörn Trump í annað af þeim skiptum sem hann var kærður fyrir embættisbrot sem forseti.EPA/WILL OLIVER Todd Blanche, aðstoðardómsmálaráðherra, fór fyrir lögfræðiteymi Trump í leyniskjalamálinu. Stanley Woodward, einn nánasti ráðgjafi Blanche og Pam Bondi, dómsmálaráðherra, var verjandi persónulegs þjóns Trump sem var ákærður með honum vegna ríkisleyndarmálanna. Bondi sjálf tók þátt í að verja Trump í annað skiptið sem Bandaríkjaþing kærði hann fyrir embættisbrot. Ráðuneytið segir í skriflegu svari til AP að embættismenn þess fylgi siðareglum embættismanna þess. Leyniskjöl og leynileg samskipti við Rússa Leyniskjalamálið snerist um fjölda háleynilegra skjala sem Trump tók með sér úr Hvíta húsinu eftir að hann lét af embætti sem forseti árið 2021. Sum þeirra fjölluðu um kjarnavopn annarra ríkja. Trump hélt því fram að skjölin væri hans persónulega eign. Alríkislögreglan gerði húsleit í Mar-a-Lago-klúbbi hans og lagði hald á skjölin árið 2022. Trump var síðan ákærður fyrir misferli með ríkisleyndarmál. Rannsóknin var á forræði Jacks Smith, sérstaks rannsakanda sem dómsmálaráðuneytið skipaði, en hann rannsakaði einnig tilraunir Trump og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Meirihluti repúblikana í Hæstarétti Bandaríkjanna batt í reynd enda á þá rannsókn með dómi sínum um að forseti landsins nyti nær skilyrðislausrar friðhelgi fyrir saksókn. Rússarannsóknin svonefnda hófst vegna vísbendinga um fjölda snertiflata framboðs Trump og útsendara Rússa árið 2016. Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í málinu eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar, fyrir að stöðva hana ekki árið 2017. Niðurstaða tæplega tveggja ára langrar rannsóknar Mueller var að ekki þætti nægilega sannað að framboð Trump hefði átt í glæpsamlegu samsæri við Rússa í aðdraganda kosninganna þrátt fyrir að upplýst hefði verið um fjölda samskipta starfsmanna framboðsins við útsendara Kremlar. Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump var á meðal hóps bandamanna hans sem voru ákærðir fyrir að ljúga um samskipti sín við rússneska útsendara. Mueller tók sérstaklega fram í skýrslu sinni að hann hefði ekki hreinsað Trump af sök um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknar sinnar. Donald Trump Rússland Rússarannsóknin Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði sett fram kröfu um í kringum 230 milljónir dollara, jafnvirði rúmlega 28 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur frá dómsmálaráðuneytinu áður en hann var endurkjörinn forseti í fyrra. Bótakrafan væri annars vegar vegna húsleitar sem var gerð í klúbbi hans og heimili á Flórída vegna ríkisleyndarmála sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu í heimildarleysi árið 2022 og hins vegar vegna rannsóknar á tengslum forsetaframboðs hans við stjórnvöld í Kreml árið 2016. Trump hélt því fram að hann vissi ekki nákvæma upphæð kröfunnar og að hann hefði ekki rætt við embættismenn alríkisstjórnarinnar um hana þegar blaðamenn spurðu hann út í fréttina í Hvíta húsinu í gær. „Það eina sem ég veit er að þeir myndu skulda mér stórfé,“ sagði forsetinn. Persónulegir lögmenn æðstu stjórnendur ráðuneytisins AP-fréttastofan segir að sérstakt verklag sé fyrir kröfur af þessu tagi innan ráðuneytisins. Trump hélt því aftur á móti fram að örlög kröfunnar væru í hans höndum því ákvörðunin væri hans. „Ákvörðunin þyrfti að koma á mitt borð,“ sagði Trump. Sumir æðstu yfirmanna dómsmálaráðuneytisins komu persónulega nálægt málunum sem Trump krefst bóta í. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tók þátt í málsvörn Trump í annað af þeim skiptum sem hann var kærður fyrir embættisbrot sem forseti.EPA/WILL OLIVER Todd Blanche, aðstoðardómsmálaráðherra, fór fyrir lögfræðiteymi Trump í leyniskjalamálinu. Stanley Woodward, einn nánasti ráðgjafi Blanche og Pam Bondi, dómsmálaráðherra, var verjandi persónulegs þjóns Trump sem var ákærður með honum vegna ríkisleyndarmálanna. Bondi sjálf tók þátt í að verja Trump í annað skiptið sem Bandaríkjaþing kærði hann fyrir embættisbrot. Ráðuneytið segir í skriflegu svari til AP að embættismenn þess fylgi siðareglum embættismanna þess. Leyniskjöl og leynileg samskipti við Rússa Leyniskjalamálið snerist um fjölda háleynilegra skjala sem Trump tók með sér úr Hvíta húsinu eftir að hann lét af embætti sem forseti árið 2021. Sum þeirra fjölluðu um kjarnavopn annarra ríkja. Trump hélt því fram að skjölin væri hans persónulega eign. Alríkislögreglan gerði húsleit í Mar-a-Lago-klúbbi hans og lagði hald á skjölin árið 2022. Trump var síðan ákærður fyrir misferli með ríkisleyndarmál. Rannsóknin var á forræði Jacks Smith, sérstaks rannsakanda sem dómsmálaráðuneytið skipaði, en hann rannsakaði einnig tilraunir Trump og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Meirihluti repúblikana í Hæstarétti Bandaríkjanna batt í reynd enda á þá rannsókn með dómi sínum um að forseti landsins nyti nær skilyrðislausrar friðhelgi fyrir saksókn. Rússarannsóknin svonefnda hófst vegna vísbendinga um fjölda snertiflata framboðs Trump og útsendara Rússa árið 2016. Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í málinu eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar, fyrir að stöðva hana ekki árið 2017. Niðurstaða tæplega tveggja ára langrar rannsóknar Mueller var að ekki þætti nægilega sannað að framboð Trump hefði átt í glæpsamlegu samsæri við Rússa í aðdraganda kosninganna þrátt fyrir að upplýst hefði verið um fjölda samskipta starfsmanna framboðsins við útsendara Kremlar. Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump var á meðal hóps bandamanna hans sem voru ákærðir fyrir að ljúga um samskipti sín við rússneska útsendara. Mueller tók sérstaklega fram í skýrslu sinni að hann hefði ekki hreinsað Trump af sök um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknar sinnar.
Donald Trump Rússland Rússarannsóknin Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira