Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2025 09:32 Trump ræddi við fréttamenn í Hvíta húsinu í gær og sagðist sjálfur geta ákveðið hvort ríkisstjórn hans greiddi honum milljarða í bætur. AP/Manuel Balce Ceneta Bandaríska dómsmálaráðuneytið gæti greitt Donald Trump forseta jafnvirði hátt í þrjátíu milljarða íslenskra króna í meintar skaðabætur vegna rannsókna þess á honum. Trump segist sjálfur hafa lokaorðið um hvort alríkisstjórnin sem hann stýrir verði við kröfu hans. New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði sett fram kröfu um í kringum 230 milljónir dollara, jafnvirði rúmlega 28 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur frá dómsmálaráðuneytinu áður en hann var endurkjörinn forseti í fyrra. Bótakrafan væri annars vegar vegna húsleitar sem var gerð í klúbbi hans og heimili á Flórída vegna ríkisleyndarmála sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu í heimildarleysi árið 2022 og hins vegar vegna rannsóknar á tengslum forsetaframboðs hans við stjórnvöld í Kreml árið 2016. Trump hélt því fram að hann vissi ekki nákvæma upphæð kröfunnar og að hann hefði ekki rætt við embættismenn alríkisstjórnarinnar um hana þegar blaðamenn spurðu hann út í fréttina í Hvíta húsinu í gær. „Það eina sem ég veit er að þeir myndu skulda mér stórfé,“ sagði forsetinn. Persónulegir lögmenn æðstu stjórnendur ráðuneytisins AP-fréttastofan segir að sérstakt verklag sé fyrir kröfur af þessu tagi innan ráðuneytisins. Trump hélt því aftur á móti fram að örlög kröfunnar væru í hans höndum því ákvörðunin væri hans. „Ákvörðunin þyrfti að koma á mitt borð,“ sagði Trump. Sumir æðstu yfirmanna dómsmálaráðuneytisins komu persónulega nálægt málunum sem Trump krefst bóta í. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tók þátt í málsvörn Trump í annað af þeim skiptum sem hann var kærður fyrir embættisbrot sem forseti.EPA/WILL OLIVER Todd Blanche, aðstoðardómsmálaráðherra, fór fyrir lögfræðiteymi Trump í leyniskjalamálinu. Stanley Woodward, einn nánasti ráðgjafi Blanche og Pam Bondi, dómsmálaráðherra, var verjandi persónulegs þjóns Trump sem var ákærður með honum vegna ríkisleyndarmálanna. Bondi sjálf tók þátt í að verja Trump í annað skiptið sem Bandaríkjaþing kærði hann fyrir embættisbrot. Ráðuneytið segir í skriflegu svari til AP að embættismenn þess fylgi siðareglum embættismanna þess. Leyniskjöl og leynileg samskipti við Rússa Leyniskjalamálið snerist um fjölda háleynilegra skjala sem Trump tók með sér úr Hvíta húsinu eftir að hann lét af embætti sem forseti árið 2021. Sum þeirra fjölluðu um kjarnavopn annarra ríkja. Trump hélt því fram að skjölin væri hans persónulega eign. Alríkislögreglan gerði húsleit í Mar-a-Lago-klúbbi hans og lagði hald á skjölin árið 2022. Trump var síðan ákærður fyrir misferli með ríkisleyndarmál. Rannsóknin var á forræði Jacks Smith, sérstaks rannsakanda sem dómsmálaráðuneytið skipaði, en hann rannsakaði einnig tilraunir Trump og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Meirihluti repúblikana í Hæstarétti Bandaríkjanna batt í reynd enda á þá rannsókn með dómi sínum um að forseti landsins nyti nær skilyrðislausrar friðhelgi fyrir saksókn. Rússarannsóknin svonefnda hófst vegna vísbendinga um fjölda snertiflata framboðs Trump og útsendara Rússa árið 2016. Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í málinu eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar, fyrir að stöðva hana ekki árið 2017. Niðurstaða tæplega tveggja ára langrar rannsóknar Mueller var að ekki þætti nægilega sannað að framboð Trump hefði átt í glæpsamlegu samsæri við Rússa í aðdraganda kosninganna þrátt fyrir að upplýst hefði verið um fjölda samskipta starfsmanna framboðsins við útsendara Kremlar. Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump var á meðal hóps bandamanna hans sem voru ákærðir fyrir að ljúga um samskipti sín við rússneska útsendara. Mueller tók sérstaklega fram í skýrslu sinni að hann hefði ekki hreinsað Trump af sök um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknar sinnar. Donald Trump Rússland Rússarannsóknin Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði sett fram kröfu um í kringum 230 milljónir dollara, jafnvirði rúmlega 28 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur frá dómsmálaráðuneytinu áður en hann var endurkjörinn forseti í fyrra. Bótakrafan væri annars vegar vegna húsleitar sem var gerð í klúbbi hans og heimili á Flórída vegna ríkisleyndarmála sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu í heimildarleysi árið 2022 og hins vegar vegna rannsóknar á tengslum forsetaframboðs hans við stjórnvöld í Kreml árið 2016. Trump hélt því fram að hann vissi ekki nákvæma upphæð kröfunnar og að hann hefði ekki rætt við embættismenn alríkisstjórnarinnar um hana þegar blaðamenn spurðu hann út í fréttina í Hvíta húsinu í gær. „Það eina sem ég veit er að þeir myndu skulda mér stórfé,“ sagði forsetinn. Persónulegir lögmenn æðstu stjórnendur ráðuneytisins AP-fréttastofan segir að sérstakt verklag sé fyrir kröfur af þessu tagi innan ráðuneytisins. Trump hélt því aftur á móti fram að örlög kröfunnar væru í hans höndum því ákvörðunin væri hans. „Ákvörðunin þyrfti að koma á mitt borð,“ sagði Trump. Sumir æðstu yfirmanna dómsmálaráðuneytisins komu persónulega nálægt málunum sem Trump krefst bóta í. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tók þátt í málsvörn Trump í annað af þeim skiptum sem hann var kærður fyrir embættisbrot sem forseti.EPA/WILL OLIVER Todd Blanche, aðstoðardómsmálaráðherra, fór fyrir lögfræðiteymi Trump í leyniskjalamálinu. Stanley Woodward, einn nánasti ráðgjafi Blanche og Pam Bondi, dómsmálaráðherra, var verjandi persónulegs þjóns Trump sem var ákærður með honum vegna ríkisleyndarmálanna. Bondi sjálf tók þátt í að verja Trump í annað skiptið sem Bandaríkjaþing kærði hann fyrir embættisbrot. Ráðuneytið segir í skriflegu svari til AP að embættismenn þess fylgi siðareglum embættismanna þess. Leyniskjöl og leynileg samskipti við Rússa Leyniskjalamálið snerist um fjölda háleynilegra skjala sem Trump tók með sér úr Hvíta húsinu eftir að hann lét af embætti sem forseti árið 2021. Sum þeirra fjölluðu um kjarnavopn annarra ríkja. Trump hélt því fram að skjölin væri hans persónulega eign. Alríkislögreglan gerði húsleit í Mar-a-Lago-klúbbi hans og lagði hald á skjölin árið 2022. Trump var síðan ákærður fyrir misferli með ríkisleyndarmál. Rannsóknin var á forræði Jacks Smith, sérstaks rannsakanda sem dómsmálaráðuneytið skipaði, en hann rannsakaði einnig tilraunir Trump og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Meirihluti repúblikana í Hæstarétti Bandaríkjanna batt í reynd enda á þá rannsókn með dómi sínum um að forseti landsins nyti nær skilyrðislausrar friðhelgi fyrir saksókn. Rússarannsóknin svonefnda hófst vegna vísbendinga um fjölda snertiflata framboðs Trump og útsendara Rússa árið 2016. Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í málinu eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar, fyrir að stöðva hana ekki árið 2017. Niðurstaða tæplega tveggja ára langrar rannsóknar Mueller var að ekki þætti nægilega sannað að framboð Trump hefði átt í glæpsamlegu samsæri við Rússa í aðdraganda kosninganna þrátt fyrir að upplýst hefði verið um fjölda samskipta starfsmanna framboðsins við útsendara Kremlar. Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump var á meðal hóps bandamanna hans sem voru ákærðir fyrir að ljúga um samskipti sín við rússneska útsendara. Mueller tók sérstaklega fram í skýrslu sinni að hann hefði ekki hreinsað Trump af sök um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknar sinnar.
Donald Trump Rússland Rússarannsóknin Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira