21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2025 08:16 Hinn 72 ára gamli Juraj Cintula hefur hlotið dóm fyrir banatilræði gegn forsætisráðherranum Robert Fico. Hann hefur sagst hafa skotið Fico þar sem hann sé ósammála pólitískri stefnu forsætisráðherrans. AP/Vaclav Salek Hinn 72 ára gamli Juraj Cintula hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, í maí í fyrra. Dómurinn var kveðinn upp í sérhæfðum glæpadómstól í borginni Banská Bystrica í Slóvakíu í morgun. Cintula er dæmdur fyrir hryðjuverkaárás með því að hafa skotið á forsætisráðherrann þar sem hann var staddur umvafinn stuðningsmönnum sínum að afloknum ríkisstjórnarfundi í bænum Handlová þann 15. maí í fyrra. Cintula var handtekinn strax á vettvangi verknaðarins og hefur verið í varðhaldi síðan. Skot Cintula hæfðu forsætisráðherrann sem var fluttur á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst fimm klukkustunda langa skurðaðgerð samdægurs, og aðra sem stóð yfir í tvær klukkustundir tveimur dögum síðar. Fico hefur síðan náð bata og gegnir enn embætti forsætisráðherra landsins. Cintula hefur sagt að stefna ríkisstjórnar Fico, sem hann sé ósammála, hafi hvatt hann til verknaðarins. Hann hins vegar hafnaði því að gefa vitnisburð fyrir dómstólnum en staðfesti að það sem hann hafi sagt við yfirheyrslu við rannsókn málsins haldist óbreytt varðandi ástæður þess að hann hafi látið til skarar skríða. Þrátt fyrir að viðurkenna að pólitískar ástæður lægju að baki árásinni ku Cintula þó hafa hafnað því við yfirheyrslu að vera hryðjuverkamaður að því er fram kemur í umfjöllun AP um málið. Slóvakía Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Cintula var handtekinn strax á vettvangi verknaðarins og hefur verið í varðhaldi síðan. Skot Cintula hæfðu forsætisráðherrann sem var fluttur á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst fimm klukkustunda langa skurðaðgerð samdægurs, og aðra sem stóð yfir í tvær klukkustundir tveimur dögum síðar. Fico hefur síðan náð bata og gegnir enn embætti forsætisráðherra landsins. Cintula hefur sagt að stefna ríkisstjórnar Fico, sem hann sé ósammála, hafi hvatt hann til verknaðarins. Hann hins vegar hafnaði því að gefa vitnisburð fyrir dómstólnum en staðfesti að það sem hann hafi sagt við yfirheyrslu við rannsókn málsins haldist óbreytt varðandi ástæður þess að hann hafi látið til skarar skríða. Þrátt fyrir að viðurkenna að pólitískar ástæður lægju að baki árásinni ku Cintula þó hafa hafnað því við yfirheyrslu að vera hryðjuverkamaður að því er fram kemur í umfjöllun AP um málið.
Slóvakía Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira