Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2025 16:03 Sprauta með mRNA-bóluefni Pfizer gegn Covid-19. AP/Juan Karita Vísindamenn í Bandaríkjunum undirbúa nú rannsókn á því hvort ástæða sé til þess að gefa krabbameinssjúklingum algengustu tegund bóluefna gegn Covid-19 til þess að aðstoða við meðferð þeirra. Vísbendingar hafi komið fram um að bóluefni hjálpi ónæmiskerfi þeirra að glíma við æxli. Vísindaritið Nature segir frá bráðabirgðaniðurstöðum vísindamanna frá Houston og Flórída um að fólk sem var langt gengið með lungnakrabbamein eða sortuæxli sem tók ákveðin ónæmismeðferðarlyf hafi lifað umtalsvert lengur en aðrir ef það fékk kórónuveirubóluefni Pfizer eða Moderna innan hundrað daga eftir að ónæmismeðferðin hófst. Niðurstöðurnar þykja það lofandi að þeir undirbúa nú ítarlegri rannsókn til að kanna hvort ástæða sé til þess að gefa bóluefnin sem hluti af svonefndri ónæmismeðferð gegn krabbameini á meðan sérstakt bóluefni til þeirra nota er þróað. Sírena sem vekur ónæmisfrumurnar Talið er að svonefnd mótandi ríbósakjarnsýra (mRNA) sem bóluefnin byggjast á hjálpi ónæmiskerfinu að bregðast betur við ónæmismeðferðinni sem hefur umbylt krabbameinslækningum á undanförnum árum. Adam Grippin, leiðtogi rannsóknarhóps frá MD Anderson-krabbameinsmiðstöðvarinnar í Houston, líkir bóluefninu við sírenu sem virki ónæmisfrumur í öllum líkamanum. „Við erum að gera æxli sem ónæmiskerfið virkar ekki á næm fyrir ónæmismeðferð,“ segri Grippin við AP-fréttastofuna. Tvöfalt líklegri til að lifa en þeir sem fengu ekki mRNA-bóluefni Nóbelsverðlaunin í læknisfræði voru veitt fyrir mRNA-tæknina árið 2023. Hún var forsenda þess hversu hratt mannkyninu tókst að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar. Mótandi ríbósakjarnsýra er til staðar í öllum frumum mannslíkamans en hún gerir líkamanum kleift að mynda prótín. Svokölluð mRNA-bóluefni gegn kórónuveirunni gáfu frumunum leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til skaðlausan hluta af veirunni sem gerði líkamanum kleift að þekkja hana og glíma við hana síðar. Draumur vísindamanna hefur verið að nota mRNA-tæknina til þess að þróa sérhæfð krabbameinslyf. Grippin og annar hópur á Flórída unnuð að því verkefni en uppgötvuðu að jafnvel mRNA-bóluefnið sem var ekki þróað sérstaklega gegn krabbameini gagnaðist engu að síður gegn því. Bráðabirgðarannsókn á tæplega þúsund sjúklingum í ónæmismeðferð benti til þess að þeir sem voru með lungnakrabbamein og höfðu verið bólusettir með mRNA-bóluefnunum voru allt að tvöfalt líklegri til þess að vera lifandi þremur árum eftir að meðferð þeirra hófst en hinir sem voru ekki bólusettir með efnum Pfizer og Moderna. Hefðbundin flensulyf sem byggja ekki á mRNA-höfðu ekki tölfræðileg áhrif. Viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga MRNA-bóluefnin hafa verið viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga allt frá því að þau komu fram á sjónarsviðið, meðal annars um að þau endurskrifi erfðaefni fólks og valdi sérstaklega banvænum krabbameinum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og einn helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefni, hefur tekið undir slík sjónarmið og stöðvaði hundruð milljóna dollara fjárveitingar frá alríkisstjórninni til þróunar tækninnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Vísindaritið Nature segir frá bráðabirgðaniðurstöðum vísindamanna frá Houston og Flórída um að fólk sem var langt gengið með lungnakrabbamein eða sortuæxli sem tók ákveðin ónæmismeðferðarlyf hafi lifað umtalsvert lengur en aðrir ef það fékk kórónuveirubóluefni Pfizer eða Moderna innan hundrað daga eftir að ónæmismeðferðin hófst. Niðurstöðurnar þykja það lofandi að þeir undirbúa nú ítarlegri rannsókn til að kanna hvort ástæða sé til þess að gefa bóluefnin sem hluti af svonefndri ónæmismeðferð gegn krabbameini á meðan sérstakt bóluefni til þeirra nota er þróað. Sírena sem vekur ónæmisfrumurnar Talið er að svonefnd mótandi ríbósakjarnsýra (mRNA) sem bóluefnin byggjast á hjálpi ónæmiskerfinu að bregðast betur við ónæmismeðferðinni sem hefur umbylt krabbameinslækningum á undanförnum árum. Adam Grippin, leiðtogi rannsóknarhóps frá MD Anderson-krabbameinsmiðstöðvarinnar í Houston, líkir bóluefninu við sírenu sem virki ónæmisfrumur í öllum líkamanum. „Við erum að gera æxli sem ónæmiskerfið virkar ekki á næm fyrir ónæmismeðferð,“ segri Grippin við AP-fréttastofuna. Tvöfalt líklegri til að lifa en þeir sem fengu ekki mRNA-bóluefni Nóbelsverðlaunin í læknisfræði voru veitt fyrir mRNA-tæknina árið 2023. Hún var forsenda þess hversu hratt mannkyninu tókst að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar. Mótandi ríbósakjarnsýra er til staðar í öllum frumum mannslíkamans en hún gerir líkamanum kleift að mynda prótín. Svokölluð mRNA-bóluefni gegn kórónuveirunni gáfu frumunum leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til skaðlausan hluta af veirunni sem gerði líkamanum kleift að þekkja hana og glíma við hana síðar. Draumur vísindamanna hefur verið að nota mRNA-tæknina til þess að þróa sérhæfð krabbameinslyf. Grippin og annar hópur á Flórída unnuð að því verkefni en uppgötvuðu að jafnvel mRNA-bóluefnið sem var ekki þróað sérstaklega gegn krabbameini gagnaðist engu að síður gegn því. Bráðabirgðarannsókn á tæplega þúsund sjúklingum í ónæmismeðferð benti til þess að þeir sem voru með lungnakrabbamein og höfðu verið bólusettir með mRNA-bóluefnunum voru allt að tvöfalt líklegri til þess að vera lifandi þremur árum eftir að meðferð þeirra hófst en hinir sem voru ekki bólusettir með efnum Pfizer og Moderna. Hefðbundin flensulyf sem byggja ekki á mRNA-höfðu ekki tölfræðileg áhrif. Viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga MRNA-bóluefnin hafa verið viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga allt frá því að þau komu fram á sjónarsviðið, meðal annars um að þau endurskrifi erfðaefni fólks og valdi sérstaklega banvænum krabbameinum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og einn helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefni, hefur tekið undir slík sjónarmið og stöðvaði hundruð milljóna dollara fjárveitingar frá alríkisstjórninni til þróunar tækninnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira