Heilbrigðismál

Fréttamynd

Neyðará­stand í upp­siglingu takist ekki að fjölga sjúkra­liðum

Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra hefur hækkað á síðustu árum samkvæmt nýjum Talnabrunni Landlæknisembættisins. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir þetta áhyggjuefni en á næstu tólf árum muni um sjö hundruð sjúkraliðar hverfa úr stéttinni sökum aldurs.

Innlent
Fréttamynd

Ungt barn með mis­linga á Land­spítalanum

Ungt barn á Landspítalanum greindist með mislinga en barnið kom heim erlendis frá síðastliðinn mánudag. Barnið var á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins daginn eftir og verður haft samband við alla sem hugsanlega voru útsettir fyrir smiti á spítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Meðal­aldur hjúkrunar­fræðinga, sjúkra­liða og ljós­mæðra heldur á­fram að hækka

Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra hefur hækkað á síðustu árum. Um 14 prósent hjúkrunarfræðinga undir sjötugu starfa ekki í greininni og um 40 prósent sjúkraliða. Meðalaldur lækna hefur haldist svipaður, en þar er þó mikill munur eftir kynjum. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni embættis landlæknis um mannafla í heilbrigðisþjónustu. 

Innlent
Fréttamynd

Hvað vildu Ís­lendingar vita á árinu 2025?

Vísindavefurinn hefur tekið saman þau svör á vefnum sem voru mest lesin árið 2025. Fólk var mikið að pæla í líffræðilegu kyni og áhrifum hlýnunar jarðar. Þá vekur athygli hve margir höfðu áhuga á Axlar-Birni.

Lífið
Fréttamynd

Vill lækka veikindahlutfall opin­berra starfs­manna

Fjármálaráðherra segir hátt veikindahlutfall opinberra starfsmanna áhyggjuefni og stefnir á að lækka það með aðgerðum. Ný mannauðsáætlun hafi verið kynnt fyrir næstu þrjú ár sem á m.a. að stuðla að festu í stöðugleika og mönnun.

Innlent
Fréttamynd

Án leyfis en titlar sig enn sem lækni

Fyrrverandi læknir sem var sviptur starfsleyfi sínu fyrir hálfu ári titlar sig enn sem slíkur á ýmsum vettvangi þrátt fyrir að það sé ólöglegt. Embætti landlæknis segist vita af málinu en það tjái sig ekki um það.

Innlent
Fréttamynd

Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en ein­hver bata­merki

Kjartan Guðmundsson er enn þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku. Vinir hans segja hann sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Þeir hafa safnað rúmum þrettán milljónum fyrir Kjartan og segja söfnun enn opna. Safna þurfi meira svo hægt sé að veita Kjartani stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en einnig í endurhæfingu og þegar hann kemst heim til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Gæti orðið bylting fyrir konur á breytinga­skeiði

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna felldi nýlega úr gildi viðvaranir við hormónameðferð fyrir konur á breytingaskeiði. Hjúkrunarfræðingur sem sérhæfir sig í kvenheilsu segir þetta tímamót og vonar að leiðbeiningum hér á Íslandi verði breytt.

Innlent
Fréttamynd

Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sárs­auka

„Þetta er sjúkdómur sem tekur líf manns í gíslingu, hægt, markvisst og oft í algjörri þögn,“ segir Herdís Ýr Ásgeirsdóttir sem árið 2020 var kippt fyrirvaralaust út úr lífinu. Alvarlegir og óútskýrðir verkir í andliti þróuðust hratt í langvinn veikindi án skýrrar greiningar. Það var ekki fyrr en tveimur árum síðar að hún var greind með svokallaðan þrenndartaugaverk (trigeminal neuralgia) en sjúkdómurinn hefur stundum verið kallaður „sjálfsvígssjúkdómurinn“ vegna þess óbærilega sársauka sem honum fylgir.

Lífið
Fréttamynd

Af hverju opin­bert heil­brigðis­kerfi?

Hvers vegna höfum við, líkt og frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, valið að reka ríkisrekið heilbrigðiskerfi sem á að ná til allra? Svarið liggur ekki í flóknum hagfræðilegum reiknilíkönum, heldur í djúpstæðri samfélagslegri sannfæringu um jafnrétti, frelsi og yfirgnæfandi mikilvægi félagslegs trausts.

Skoðun
Fréttamynd

„Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“

Svavar Halldórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Algalífi og fyrrverandi fréttamaður, er þakklátur fyrir að vera á lífi eftir alvarlega kransæðastíflu. Lífið hafi tekið stakkaskiptum og hann þakki nú fyrir hvern dag og hvert augnablik.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­virkir lyfjaskammtarar borgi sig tvö­falt til baka

Sjálfvirkir lyfjaskammtarar, sem nýttir eru í heimaþjónustu um allt land, hafa reynst gríðarlega vel. Sviðsstjóri hjá heimaþjónustu borgarinnar segir skammtarana spara mikinn tíma hjá starfsmönnum og auka sjálfstæði notendanna svo um munar.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á að skerpa á verk­lagi spítalans í heimilis­of­beldis­málum

Eigi heilbrigðisstarfsmenn erfitt með að túlka ákvæði laga um þagnarskyldu með réttum hætti er tilefni til að skýra það frekar. Það er afstaða Landspítalans samkvæmt svörum. Einnig er það afstaða spítalans að vert sé að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum og að það eigi að vera samræmt þvert á alla heilbrigðisþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Þegar gigtin stjórnar jólunum

Fyrir marga eru jólin tími gleði, samveru og eftirvæntingar. Heimili fyllast af ilmi af jólabakstri, ljósum og tónlist við undirbúning jólanna. En fyrir fólk sem er með gigtarsjúkdóma geta jólin líka verið krefjandi tími – bæði líkamlega og andlega.

Skoðun
Fréttamynd

Mikið á­lag á bráðamóttökunni á Akur­eyri

Gríðarlegt álag er á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri þessa dagana. Starfsfólk biðlar til fólks um að leita ekki þangað nema að brýn þörf sé á. Fjöldi leitar einnig á Landspítalann og Læknavaktina.

Innlent
Fréttamynd

Þegar Hr. X bjargaði jólunum

Mig langaði að deila smá jóla sögu af því hvernig hinn hjartagóði Hr. X bjargaði mér og gaf mér jólagleði aftur af gjöf í fyrra.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“

Baldvina Snælaugsdóttir vaknaði eftir heilaskurðaðgerð í október en gat hvorki talað né hreyft sig. Hún man skýrt eftir því þegar læknarnir kölluðu á hana og ljóst var að eitthvað hafði farið alvarlega úrskeiðis. Ísköld kvíðatilfinning hafði hellst yfir hana nokkrum vikum fyrir aðgerðina. Hún sendi neyðarkall til Facebook-vina og bað um baráttustrauma, sem hún trúir að hafi skilað sér á ögurstundu.

Lífið
Fréttamynd

Nauð­syn að skýra betur hvort eða hve­nær læknar megi rjúfa þagnar­skyldu

Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins kallar eftir því að þagnarskylda lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð frekar og sérstaklega með tilliti til fólks í viðkvæmri stöðu, eins og fólks með heilabilun. Hún segir málið flókið og virða þurfi sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og tryggja að allir geti leitað sér læknisþjónustu án ótta við að lögregla verði kölluð til.

Innlent
Fréttamynd

Lang­varandi ein­angrun ungrar konu gagn­rýnd af Amnesty

Íslandsdeild Amnesty kallar eftir umbótum í fangelsum á Íslandi vegna umfjöllunar um mál ungrar konu sem hefur verið í einangrun á Hólmsheiði frá því í september. Konan er í síbrotagæslu en er í einangrun vegna hættu á sjálfsskaða. Hún hefur verið ákærð fyrir brot gegn valdsstjórn og skemmdarverk og bíður þess að aðalmeðferð fari fram.

Innlent
Fréttamynd

Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnar­skyldu

Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess.

Innlent
Fréttamynd

Traustur grunnur, ný tæki­færi

Reykjalundur hefur um langt árabil verið burðarás í endurhæfingu á Íslandi. Ræturnar liggja í sterkum gildum, fagmennsku og þjónustu sem hefur mótast af lífi og starfi fjölda sérfræðinga sem helgað hafa sig því að styrkja einstaklinga til betra lífs.

Skoðun