Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2025 16:03 Sprauta með mRNA-bóluefni Pfizer gegn Covid-19. AP/Juan Karita Vísindamenn í Bandaríkjunum undirbúa nú rannsókn á því hvort ástæða sé til þess að gefa krabbameinssjúklingum algengustu tegund bóluefna gegn Covid-19 til þess að aðstoða við meðferð þeirra. Vísbendingar hafi komið fram um að bóluefni hjálpi ónæmiskerfi þeirra að glíma við æxli. Vísindaritið Nature segir frá bráðabirgðaniðurstöðum vísindamanna frá Houston og Flórída um að fólk sem var langt gengið með lungnakrabbamein eða sortuæxli sem tók ákveðin ónæmismeðferðarlyf hafi lifað umtalsvert lengur en aðrir ef það fékk kórónuveirubóluefni Pfizer eða Moderna innan hundrað daga eftir að ónæmismeðferðin hófst. Niðurstöðurnar þykja það lofandi að þeir undirbúa nú ítarlegri rannsókn til að kanna hvort ástæða sé til þess að gefa bóluefnin sem hluti af svonefndri ónæmismeðferð gegn krabbameini á meðan sérstakt bóluefni til þeirra nota er þróað. Sírena sem vekur ónæmisfrumurnar Talið er að svonefnd mótandi ríbósakjarnsýra (mRNA) sem bóluefnin byggjast á hjálpi ónæmiskerfinu að bregðast betur við ónæmismeðferðinni sem hefur umbylt krabbameinslækningum á undanförnum árum. Adam Grippin, leiðtogi rannsóknarhóps frá MD Anderson-krabbameinsmiðstöðvarinnar í Houston, líkir bóluefninu við sírenu sem virki ónæmisfrumur í öllum líkamanum. „Við erum að gera æxli sem ónæmiskerfið virkar ekki á næm fyrir ónæmismeðferð,“ segri Grippin við AP-fréttastofuna. Tvöfalt líklegri til að lifa en þeir sem fengu ekki mRNA-bóluefni Nóbelsverðlaunin í læknisfræði voru veitt fyrir mRNA-tæknina árið 2023. Hún var forsenda þess hversu hratt mannkyninu tókst að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar. Mótandi ríbósakjarnsýra er til staðar í öllum frumum mannslíkamans en hún gerir líkamanum kleift að mynda prótín. Svokölluð mRNA-bóluefni gegn kórónuveirunni gáfu frumunum leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til skaðlausan hluta af veirunni sem gerði líkamanum kleift að þekkja hana og glíma við hana síðar. Draumur vísindamanna hefur verið að nota mRNA-tæknina til þess að þróa sérhæfð krabbameinslyf. Grippin og annar hópur á Flórída unnuð að því verkefni en uppgötvuðu að jafnvel mRNA-bóluefnið sem var ekki þróað sérstaklega gegn krabbameini gagnaðist engu að síður gegn því. Bráðabirgðarannsókn á tæplega þúsund sjúklingum í ónæmismeðferð benti til þess að þeir sem voru með lungnakrabbamein og höfðu verið bólusettir með mRNA-bóluefnunum voru allt að tvöfalt líklegri til þess að vera lifandi þremur árum eftir að meðferð þeirra hófst en hinir sem voru ekki bólusettir með efnum Pfizer og Moderna. Hefðbundin flensulyf sem byggja ekki á mRNA-höfðu ekki tölfræðileg áhrif. Viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga MRNA-bóluefnin hafa verið viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga allt frá því að þau komu fram á sjónarsviðið, meðal annars um að þau endurskrifi erfðaefni fólks og valdi sérstaklega banvænum krabbameinum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og einn helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefni, hefur tekið undir slík sjónarmið og stöðvaði hundruð milljóna dollara fjárveitingar frá alríkisstjórninni til þróunar tækninnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Vísindaritið Nature segir frá bráðabirgðaniðurstöðum vísindamanna frá Houston og Flórída um að fólk sem var langt gengið með lungnakrabbamein eða sortuæxli sem tók ákveðin ónæmismeðferðarlyf hafi lifað umtalsvert lengur en aðrir ef það fékk kórónuveirubóluefni Pfizer eða Moderna innan hundrað daga eftir að ónæmismeðferðin hófst. Niðurstöðurnar þykja það lofandi að þeir undirbúa nú ítarlegri rannsókn til að kanna hvort ástæða sé til þess að gefa bóluefnin sem hluti af svonefndri ónæmismeðferð gegn krabbameini á meðan sérstakt bóluefni til þeirra nota er þróað. Sírena sem vekur ónæmisfrumurnar Talið er að svonefnd mótandi ríbósakjarnsýra (mRNA) sem bóluefnin byggjast á hjálpi ónæmiskerfinu að bregðast betur við ónæmismeðferðinni sem hefur umbylt krabbameinslækningum á undanförnum árum. Adam Grippin, leiðtogi rannsóknarhóps frá MD Anderson-krabbameinsmiðstöðvarinnar í Houston, líkir bóluefninu við sírenu sem virki ónæmisfrumur í öllum líkamanum. „Við erum að gera æxli sem ónæmiskerfið virkar ekki á næm fyrir ónæmismeðferð,“ segri Grippin við AP-fréttastofuna. Tvöfalt líklegri til að lifa en þeir sem fengu ekki mRNA-bóluefni Nóbelsverðlaunin í læknisfræði voru veitt fyrir mRNA-tæknina árið 2023. Hún var forsenda þess hversu hratt mannkyninu tókst að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar. Mótandi ríbósakjarnsýra er til staðar í öllum frumum mannslíkamans en hún gerir líkamanum kleift að mynda prótín. Svokölluð mRNA-bóluefni gegn kórónuveirunni gáfu frumunum leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til skaðlausan hluta af veirunni sem gerði líkamanum kleift að þekkja hana og glíma við hana síðar. Draumur vísindamanna hefur verið að nota mRNA-tæknina til þess að þróa sérhæfð krabbameinslyf. Grippin og annar hópur á Flórída unnuð að því verkefni en uppgötvuðu að jafnvel mRNA-bóluefnið sem var ekki þróað sérstaklega gegn krabbameini gagnaðist engu að síður gegn því. Bráðabirgðarannsókn á tæplega þúsund sjúklingum í ónæmismeðferð benti til þess að þeir sem voru með lungnakrabbamein og höfðu verið bólusettir með mRNA-bóluefnunum voru allt að tvöfalt líklegri til þess að vera lifandi þremur árum eftir að meðferð þeirra hófst en hinir sem voru ekki bólusettir með efnum Pfizer og Moderna. Hefðbundin flensulyf sem byggja ekki á mRNA-höfðu ekki tölfræðileg áhrif. Viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga MRNA-bóluefnin hafa verið viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga allt frá því að þau komu fram á sjónarsviðið, meðal annars um að þau endurskrifi erfðaefni fólks og valdi sérstaklega banvænum krabbameinum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og einn helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefni, hefur tekið undir slík sjónarmið og stöðvaði hundruð milljóna dollara fjárveitingar frá alríkisstjórninni til þróunar tækninnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira