Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2025 16:03 Sprauta með mRNA-bóluefni Pfizer gegn Covid-19. AP/Juan Karita Vísindamenn í Bandaríkjunum undirbúa nú rannsókn á því hvort ástæða sé til þess að gefa krabbameinssjúklingum algengustu tegund bóluefna gegn Covid-19 til þess að aðstoða við meðferð þeirra. Vísbendingar hafi komið fram um að bóluefni hjálpi ónæmiskerfi þeirra að glíma við æxli. Vísindaritið Nature segir frá bráðabirgðaniðurstöðum vísindamanna frá Houston og Flórída um að fólk sem var langt gengið með lungnakrabbamein eða sortuæxli sem tók ákveðin ónæmismeðferðarlyf hafi lifað umtalsvert lengur en aðrir ef það fékk kórónuveirubóluefni Pfizer eða Moderna innan hundrað daga eftir að ónæmismeðferðin hófst. Niðurstöðurnar þykja það lofandi að þeir undirbúa nú ítarlegri rannsókn til að kanna hvort ástæða sé til þess að gefa bóluefnin sem hluti af svonefndri ónæmismeðferð gegn krabbameini á meðan sérstakt bóluefni til þeirra nota er þróað. Sírena sem vekur ónæmisfrumurnar Talið er að svonefnd mótandi ríbósakjarnsýra (mRNA) sem bóluefnin byggjast á hjálpi ónæmiskerfinu að bregðast betur við ónæmismeðferðinni sem hefur umbylt krabbameinslækningum á undanförnum árum. Adam Grippin, leiðtogi rannsóknarhóps frá MD Anderson-krabbameinsmiðstöðvarinnar í Houston, líkir bóluefninu við sírenu sem virki ónæmisfrumur í öllum líkamanum. „Við erum að gera æxli sem ónæmiskerfið virkar ekki á næm fyrir ónæmismeðferð,“ segri Grippin við AP-fréttastofuna. Tvöfalt líklegri til að lifa en þeir sem fengu ekki mRNA-bóluefni Nóbelsverðlaunin í læknisfræði voru veitt fyrir mRNA-tæknina árið 2023. Hún var forsenda þess hversu hratt mannkyninu tókst að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar. Mótandi ríbósakjarnsýra er til staðar í öllum frumum mannslíkamans en hún gerir líkamanum kleift að mynda prótín. Svokölluð mRNA-bóluefni gegn kórónuveirunni gáfu frumunum leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til skaðlausan hluta af veirunni sem gerði líkamanum kleift að þekkja hana og glíma við hana síðar. Draumur vísindamanna hefur verið að nota mRNA-tæknina til þess að þróa sérhæfð krabbameinslyf. Grippin og annar hópur á Flórída unnuð að því verkefni en uppgötvuðu að jafnvel mRNA-bóluefnið sem var ekki þróað sérstaklega gegn krabbameini gagnaðist engu að síður gegn því. Bráðabirgðarannsókn á tæplega þúsund sjúklingum í ónæmismeðferð benti til þess að þeir sem voru með lungnakrabbamein og höfðu verið bólusettir með mRNA-bóluefnunum voru allt að tvöfalt líklegri til þess að vera lifandi þremur árum eftir að meðferð þeirra hófst en hinir sem voru ekki bólusettir með efnum Pfizer og Moderna. Hefðbundin flensulyf sem byggja ekki á mRNA-höfðu ekki tölfræðileg áhrif. Viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga MRNA-bóluefnin hafa verið viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga allt frá því að þau komu fram á sjónarsviðið, meðal annars um að þau endurskrifi erfðaefni fólks og valdi sérstaklega banvænum krabbameinum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og einn helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefni, hefur tekið undir slík sjónarmið og stöðvaði hundruð milljóna dollara fjárveitingar frá alríkisstjórninni til þróunar tækninnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Vísindaritið Nature segir frá bráðabirgðaniðurstöðum vísindamanna frá Houston og Flórída um að fólk sem var langt gengið með lungnakrabbamein eða sortuæxli sem tók ákveðin ónæmismeðferðarlyf hafi lifað umtalsvert lengur en aðrir ef það fékk kórónuveirubóluefni Pfizer eða Moderna innan hundrað daga eftir að ónæmismeðferðin hófst. Niðurstöðurnar þykja það lofandi að þeir undirbúa nú ítarlegri rannsókn til að kanna hvort ástæða sé til þess að gefa bóluefnin sem hluti af svonefndri ónæmismeðferð gegn krabbameini á meðan sérstakt bóluefni til þeirra nota er þróað. Sírena sem vekur ónæmisfrumurnar Talið er að svonefnd mótandi ríbósakjarnsýra (mRNA) sem bóluefnin byggjast á hjálpi ónæmiskerfinu að bregðast betur við ónæmismeðferðinni sem hefur umbylt krabbameinslækningum á undanförnum árum. Adam Grippin, leiðtogi rannsóknarhóps frá MD Anderson-krabbameinsmiðstöðvarinnar í Houston, líkir bóluefninu við sírenu sem virki ónæmisfrumur í öllum líkamanum. „Við erum að gera æxli sem ónæmiskerfið virkar ekki á næm fyrir ónæmismeðferð,“ segri Grippin við AP-fréttastofuna. Tvöfalt líklegri til að lifa en þeir sem fengu ekki mRNA-bóluefni Nóbelsverðlaunin í læknisfræði voru veitt fyrir mRNA-tæknina árið 2023. Hún var forsenda þess hversu hratt mannkyninu tókst að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar. Mótandi ríbósakjarnsýra er til staðar í öllum frumum mannslíkamans en hún gerir líkamanum kleift að mynda prótín. Svokölluð mRNA-bóluefni gegn kórónuveirunni gáfu frumunum leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til skaðlausan hluta af veirunni sem gerði líkamanum kleift að þekkja hana og glíma við hana síðar. Draumur vísindamanna hefur verið að nota mRNA-tæknina til þess að þróa sérhæfð krabbameinslyf. Grippin og annar hópur á Flórída unnuð að því verkefni en uppgötvuðu að jafnvel mRNA-bóluefnið sem var ekki þróað sérstaklega gegn krabbameini gagnaðist engu að síður gegn því. Bráðabirgðarannsókn á tæplega þúsund sjúklingum í ónæmismeðferð benti til þess að þeir sem voru með lungnakrabbamein og höfðu verið bólusettir með mRNA-bóluefnunum voru allt að tvöfalt líklegri til þess að vera lifandi þremur árum eftir að meðferð þeirra hófst en hinir sem voru ekki bólusettir með efnum Pfizer og Moderna. Hefðbundin flensulyf sem byggja ekki á mRNA-höfðu ekki tölfræðileg áhrif. Viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga MRNA-bóluefnin hafa verið viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga allt frá því að þau komu fram á sjónarsviðið, meðal annars um að þau endurskrifi erfðaefni fólks og valdi sérstaklega banvænum krabbameinum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og einn helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefni, hefur tekið undir slík sjónarmið og stöðvaði hundruð milljóna dollara fjárveitingar frá alríkisstjórninni til þróunar tækninnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira