Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2025 23:39 Fyrirhuguðum fundi Trump og Pútín var frestað um óákveðinn tíma í gær. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað þungar refsiaðgerðir á hendur tveimur stærstu olíurisum Rússlands. Hann sakar Rússlandsstjórn um ónóga viðleitni til að koma á friðarsamkomulagi vegna stríðsins í Úkraínu. Trump tilkynnti um refsiaðgerðirnar á skrifstofu sinni í dag en í gær var fyrirhuguðum fundi Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Búdapest frestað um óákveðinn tíma. Daginn áður höfnuðu Rússar tillögu Trump um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt yrði að hefja almennilegar friðarviðræður. Í dag fundaði Trump með Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO um áframhaldandi friðarviðræður og tilkynnti um aðgerðirnar í kjölfar fundarins. Hann hefur að undanförnu þrýst á Rússlands- og Úkraínustjórn að verða við kröfum hins ríkisins, til skiptis. Samkvæmt umfjöllun Reuters eru tveir stærstu olíuframleiðendur Rússlands undir í refsiaðgerðunum, Rosneft og Lukoil. „Þar sem Pútín neitar að binda enda á þetta tilgangslausa stríð verður lagt viðskiptabann á tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands sem fjármagna stríðsmaskínu kremlstjórnarinnar. Ráðuneytið er reiðubúið til að ráðast í frekari aðgerðir ef nauðsynlegt,“ segir í færslu Scott Bessent fjármálaráðherra Bandaríkjanna á X. Fyrr í dag var greint frá því að Rússlandsher hefði drepið minnst sex og sært fleiri í loftárásum á Úkraínu í nótt. Þá eru sjálfsprengidrónar sagðir hafa hæft leikskóla í Karkív. Trump sagðist jafnframt í lok fundarins með Rutte vera opinn fyrir því að afturkalla aðgerðirnar ef Rússar samþykki að binda enda á stríðið. „Í hvert skipti sem ég tala við Vladimír eigum við góð samtöl. Við komumst bara aldrei að neinni niðurstöðu,“ sagði Trump. Bretlandsstjórn fyrirskipaði í síðustu viku refsiaðgerðir gegn Rosneft og Lukoil en það fyrrnefnda er í ríkiseigu. Evrópusambandið hefur sömuleiðis lagt viðskiptaþvinganir á Rosneft. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Bandaríkin Donald Trump Viðskiptaþvinganir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Trump tilkynnti um refsiaðgerðirnar á skrifstofu sinni í dag en í gær var fyrirhuguðum fundi Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Búdapest frestað um óákveðinn tíma. Daginn áður höfnuðu Rússar tillögu Trump um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt yrði að hefja almennilegar friðarviðræður. Í dag fundaði Trump með Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO um áframhaldandi friðarviðræður og tilkynnti um aðgerðirnar í kjölfar fundarins. Hann hefur að undanförnu þrýst á Rússlands- og Úkraínustjórn að verða við kröfum hins ríkisins, til skiptis. Samkvæmt umfjöllun Reuters eru tveir stærstu olíuframleiðendur Rússlands undir í refsiaðgerðunum, Rosneft og Lukoil. „Þar sem Pútín neitar að binda enda á þetta tilgangslausa stríð verður lagt viðskiptabann á tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands sem fjármagna stríðsmaskínu kremlstjórnarinnar. Ráðuneytið er reiðubúið til að ráðast í frekari aðgerðir ef nauðsynlegt,“ segir í færslu Scott Bessent fjármálaráðherra Bandaríkjanna á X. Fyrr í dag var greint frá því að Rússlandsher hefði drepið minnst sex og sært fleiri í loftárásum á Úkraínu í nótt. Þá eru sjálfsprengidrónar sagðir hafa hæft leikskóla í Karkív. Trump sagðist jafnframt í lok fundarins með Rutte vera opinn fyrir því að afturkalla aðgerðirnar ef Rússar samþykki að binda enda á stríðið. „Í hvert skipti sem ég tala við Vladimír eigum við góð samtöl. Við komumst bara aldrei að neinni niðurstöðu,“ sagði Trump. Bretlandsstjórn fyrirskipaði í síðustu viku refsiaðgerðir gegn Rosneft og Lukoil en það fyrrnefnda er í ríkiseigu. Evrópusambandið hefur sömuleiðis lagt viðskiptaþvinganir á Rosneft.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Bandaríkin Donald Trump Viðskiptaþvinganir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira