Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2025 22:05 Hegseth vísar til hinna meintu smyglara sem hryðjuverkamanna. AP Bandaríkjaher felldi tvo í loftárás á bát með meinta fíkniefnasmyglara innanborðs á alþjóðlegu hafsvæði Kyrrahafinu í gærkvöldi. Árásin er sú áttunda sem herinn gerir á rúmum mánuði í herferð Bandaríkjastjórnar gegn fíkniefnasmygli en sú fyrsta þar sem skotum er beint að bát á Kyrrahafinu. Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti þetta á samfélagsmiðlum í dag og vísaði til hinna látnu sem hryðjuverkamanna. Í heildina hafi nú að minnsta kosti 34 látist í loftárásum Bandaríkjahers á meinta fíkniefnasmyglara. „Eiturlyfja-hryðjuverkamenn sem hafa hug á að færa okkur eitur finna hvergi örugga höfn á þessu jarðarhálfhveli. Alveg eins og Al Qaeda herjaði á föðurlandið okkar eru þessir bátar að herja á landamæri okkar og fólk,“ segir í færslunni, þar sem Hegseth vísar til stríðsins gegn hryðjuverkum sem Bandaríkjastjórn lýsti yfir í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Yesterday, at the direction of President Trump, the Department of War conducted a lethal kinetic strike on a vessel being operated by a Designated Terrorist Organization and conducting narco-trafficking in the Eastern Pacific. The vessel was known by our intelligence to be… pic.twitter.com/BayDhUZ4Ac— Secretary of War Pete Hegseth (@SecWar) October 22, 2025 Í myndskeiðinu hér að ofan, sem Hegseth deidli á X, sést þegar bátur hálffullur af brúnum kössum springur í loft upp á miðri ferð. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur réttlætt loftárásirnar með því að segja Bandaríkin eiga í vopnuðum átökum gegn eiturlyfjasmyglurum og lýst þeim sem ólöglegum vígamönnum. Trump hefur margsinnis sagt að ólögleg fíkniefni sem komi til Bandaríkjanna með umræddum bátum, sér í lagi fentanýl, séu að eitra fyrir bandarísku þjóðinni. Fentanýl berst aftur á móti til Bandaríkjanna í gegnum landamæri þeirra við Mexíkó, samkvæmt umfjöllun AP. Bandaríkjaher kom sér upp óvenjulega stórum herflota á Karabíska hafinu og undan ströndum Venesúela í sumar. Stækkunin vakti spurningar um hvort Trump væri með þessu að gera tilraun til að steypa Nicolás Maduro forseta Venesúela af stóli, að því er kemur fram í umfjöllun AP. Maduro sætir ákæru fyrir fíkniefnabrot í Bandaríkjunum. Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. 15. september 2025 21:54 Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. 3. september 2025 10:01 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti þetta á samfélagsmiðlum í dag og vísaði til hinna látnu sem hryðjuverkamanna. Í heildina hafi nú að minnsta kosti 34 látist í loftárásum Bandaríkjahers á meinta fíkniefnasmyglara. „Eiturlyfja-hryðjuverkamenn sem hafa hug á að færa okkur eitur finna hvergi örugga höfn á þessu jarðarhálfhveli. Alveg eins og Al Qaeda herjaði á föðurlandið okkar eru þessir bátar að herja á landamæri okkar og fólk,“ segir í færslunni, þar sem Hegseth vísar til stríðsins gegn hryðjuverkum sem Bandaríkjastjórn lýsti yfir í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Yesterday, at the direction of President Trump, the Department of War conducted a lethal kinetic strike on a vessel being operated by a Designated Terrorist Organization and conducting narco-trafficking in the Eastern Pacific. The vessel was known by our intelligence to be… pic.twitter.com/BayDhUZ4Ac— Secretary of War Pete Hegseth (@SecWar) October 22, 2025 Í myndskeiðinu hér að ofan, sem Hegseth deidli á X, sést þegar bátur hálffullur af brúnum kössum springur í loft upp á miðri ferð. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur réttlætt loftárásirnar með því að segja Bandaríkin eiga í vopnuðum átökum gegn eiturlyfjasmyglurum og lýst þeim sem ólöglegum vígamönnum. Trump hefur margsinnis sagt að ólögleg fíkniefni sem komi til Bandaríkjanna með umræddum bátum, sér í lagi fentanýl, séu að eitra fyrir bandarísku þjóðinni. Fentanýl berst aftur á móti til Bandaríkjanna í gegnum landamæri þeirra við Mexíkó, samkvæmt umfjöllun AP. Bandaríkjaher kom sér upp óvenjulega stórum herflota á Karabíska hafinu og undan ströndum Venesúela í sumar. Stækkunin vakti spurningar um hvort Trump væri með þessu að gera tilraun til að steypa Nicolás Maduro forseta Venesúela af stóli, að því er kemur fram í umfjöllun AP. Maduro sætir ákæru fyrir fíkniefnabrot í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. 15. september 2025 21:54 Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. 3. september 2025 10:01 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. 15. september 2025 21:54
Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. 3. september 2025 10:01