Erlent

Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir her­stöðvum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Breskum hermönnum verður veitt heimild til að skjóta niður dróna yfir breskum herstöðvum. Það er mis-áhættusamt, eftir því um hvernig dróna er að ræða.
Breskum hermönnum verður veitt heimild til að skjóta niður dróna yfir breskum herstöðvum. Það er mis-áhættusamt, eftir því um hvernig dróna er að ræða.

John Healey, varnarmálaráðherra Bretlands, mun greina frá nýjum aðgerðum til að sporna gegn drónum í ræðu í dag. Samkvæmt BBC mun hermönnum til að mynda verða veitt heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum.

Greint hefur verið frá nokkrum atvikum á síðustu vikum og mánuðum þar sem drónar trufluðu flugumferð í Evrópu. Þá sást fjórum sinnum til dróna yfir breskum herstöðvum í fyrra en allar áttu það sameiginlegt að þjónusta herafla Bandaríkjanna.

Samkvæmt umfjöllun BBC munu aðgerðirnar sem kynntar verða í dag aðeins ná til herflugvalla, að minnsta kosti til að byrja með. Eins og sakir standa er mönnum aðeins heimilt að reyna að bægja drónum frá eða trufla staðsetningarbúnað þeirra.

Hugmyndir eru uppi í Evrópu um „drónavegg“ til að sporna við áreitni og truflunum af völdum dróna frá Rússlandi. Jafnvel þótt ekki hafi verið staðfest að truflanirnar í Evrópu og Rússlandi hafi verið af völdum Rússa, beinast grunsemdir í flestum tilvikum að þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×