Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2025 15:38 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, reynir nú að sannfæra evrópska þjóðarleiðtoga um að samþykkja metnaðarfyllra loftslagsmarkmið fyrir árið 2040. Vísir/EPA Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gefur til kynna að það gæti náð loftslagsmarkmiðum sínum með aðgerðum utan álfunnar að enn meira leyti en áður hefur verið gert ráð fyrir. Markmiðið er að reyna að fá aðildarríkin til þess að koma sér saman um ný og metnaðarfyllri markmið út næsta áratug. Evrópusambandið stefnir að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun um níutíu prósent miðað við losun ársins 1990 fyrir árið 2040. Aðildarríki þess eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir það og mörg þeirra eru gagnrýnin á markmiðið sem þau telja of íþyngjandi. Þegar hafði verið greint frá því að ríkjunum yrði í fyrsta skipti heimilt að ná markmiðum sínum að hluta með því að greiða fyrir aðgerðir sem draga úr losun í ríkjum utan sambandsins. Sérstakt vísindaráð ESB í loftslagsmálum lagðist gegn því. Í bréfi sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sendi leiðtogum aðildarríkjanna í dag opnaði hún dyrnar fyrir þeim möguleika að þau geti reitt sig enn frekar á kaup á alþjóðlegum kolefniseiningum til þess að standast skuldbindingar sínar fyrir 2040. Fram að þessu hefur verið talað um að allt að þrjú prósent samdráttarins sem ESB stefnir á gæti verið náð með slíkum einingum. „Landsmarkmið okkar getur verið lægra en níutíu prósent svo lengi sem það er bætt upp með sambærilegum samdrætti utan Evrópusambandsins,“ hefur dagblaðið Politico upp úr bréfi von der Leyen. Útvatna fleiri aðgerðir Þá lýsti forsetinn yfir vilja til þess að útvatna ýmsar aðrar loftslagsaðgerðir sem einhver ríkjanna höfðu fett fingur út í, þar á meðal nýtt kolefnisgjald á samgöngu og húshitun. Einnig komi til greina að milda markmið sambandsins um losun og bindingu vegna landsnotkunar, svokölluðum LULUCF-hluta losunarbókhaldsins. Ríki hafa meðal annars vísað til þess að tíðari gróðureldar, einn fylgifiska hnattrænnar hlýnunar, geri þeim erfiðara fyrir að ná þeim markmiðum. Mikið magn kolefnis losnar við slíka elda. „Við sjáum þeir áskoranir sem nokkur ykkar standa frammi fyrir. Við erum að vinna að hagkvæmum lausnum sem draga úr þessum áskorunum innan núverandi LULUCF-reglna,“ segir von der Leyen í bréfinu til leiðtoganna. Fyrirhuguð útfösun á bifreiðum með sprengihreyfla er einnig líklega til að gagna hægar fyrir sig. Stefna sambandsins hefur verið að engir nýir bensín- eða dísilbílar verði skráðir frá árinu 2035. Loftslagsmál Evrópusambandið Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Evrópusambandið stefnir að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun um níutíu prósent miðað við losun ársins 1990 fyrir árið 2040. Aðildarríki þess eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir það og mörg þeirra eru gagnrýnin á markmiðið sem þau telja of íþyngjandi. Þegar hafði verið greint frá því að ríkjunum yrði í fyrsta skipti heimilt að ná markmiðum sínum að hluta með því að greiða fyrir aðgerðir sem draga úr losun í ríkjum utan sambandsins. Sérstakt vísindaráð ESB í loftslagsmálum lagðist gegn því. Í bréfi sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sendi leiðtogum aðildarríkjanna í dag opnaði hún dyrnar fyrir þeim möguleika að þau geti reitt sig enn frekar á kaup á alþjóðlegum kolefniseiningum til þess að standast skuldbindingar sínar fyrir 2040. Fram að þessu hefur verið talað um að allt að þrjú prósent samdráttarins sem ESB stefnir á gæti verið náð með slíkum einingum. „Landsmarkmið okkar getur verið lægra en níutíu prósent svo lengi sem það er bætt upp með sambærilegum samdrætti utan Evrópusambandsins,“ hefur dagblaðið Politico upp úr bréfi von der Leyen. Útvatna fleiri aðgerðir Þá lýsti forsetinn yfir vilja til þess að útvatna ýmsar aðrar loftslagsaðgerðir sem einhver ríkjanna höfðu fett fingur út í, þar á meðal nýtt kolefnisgjald á samgöngu og húshitun. Einnig komi til greina að milda markmið sambandsins um losun og bindingu vegna landsnotkunar, svokölluðum LULUCF-hluta losunarbókhaldsins. Ríki hafa meðal annars vísað til þess að tíðari gróðureldar, einn fylgifiska hnattrænnar hlýnunar, geri þeim erfiðara fyrir að ná þeim markmiðum. Mikið magn kolefnis losnar við slíka elda. „Við sjáum þeir áskoranir sem nokkur ykkar standa frammi fyrir. Við erum að vinna að hagkvæmum lausnum sem draga úr þessum áskorunum innan núverandi LULUCF-reglna,“ segir von der Leyen í bréfinu til leiðtoganna. Fyrirhuguð útfösun á bifreiðum með sprengihreyfla er einnig líklega til að gagna hægar fyrir sig. Stefna sambandsins hefur verið að engir nýir bensín- eða dísilbílar verði skráðir frá árinu 2035.
Loftslagsmál Evrópusambandið Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira