Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2025 15:38 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, reynir nú að sannfæra evrópska þjóðarleiðtoga um að samþykkja metnaðarfyllra loftslagsmarkmið fyrir árið 2040. Vísir/EPA Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gefur til kynna að það gæti náð loftslagsmarkmiðum sínum með aðgerðum utan álfunnar að enn meira leyti en áður hefur verið gert ráð fyrir. Markmiðið er að reyna að fá aðildarríkin til þess að koma sér saman um ný og metnaðarfyllri markmið út næsta áratug. Evrópusambandið stefnir að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun um níutíu prósent miðað við losun ársins 1990 fyrir árið 2040. Aðildarríki þess eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir það og mörg þeirra eru gagnrýnin á markmiðið sem þau telja of íþyngjandi. Þegar hafði verið greint frá því að ríkjunum yrði í fyrsta skipti heimilt að ná markmiðum sínum að hluta með því að greiða fyrir aðgerðir sem draga úr losun í ríkjum utan sambandsins. Sérstakt vísindaráð ESB í loftslagsmálum lagðist gegn því. Í bréfi sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sendi leiðtogum aðildarríkjanna í dag opnaði hún dyrnar fyrir þeim möguleika að þau geti reitt sig enn frekar á kaup á alþjóðlegum kolefniseiningum til þess að standast skuldbindingar sínar fyrir 2040. Fram að þessu hefur verið talað um að allt að þrjú prósent samdráttarins sem ESB stefnir á gæti verið náð með slíkum einingum. „Landsmarkmið okkar getur verið lægra en níutíu prósent svo lengi sem það er bætt upp með sambærilegum samdrætti utan Evrópusambandsins,“ hefur dagblaðið Politico upp úr bréfi von der Leyen. Útvatna fleiri aðgerðir Þá lýsti forsetinn yfir vilja til þess að útvatna ýmsar aðrar loftslagsaðgerðir sem einhver ríkjanna höfðu fett fingur út í, þar á meðal nýtt kolefnisgjald á samgöngu og húshitun. Einnig komi til greina að milda markmið sambandsins um losun og bindingu vegna landsnotkunar, svokölluðum LULUCF-hluta losunarbókhaldsins. Ríki hafa meðal annars vísað til þess að tíðari gróðureldar, einn fylgifiska hnattrænnar hlýnunar, geri þeim erfiðara fyrir að ná þeim markmiðum. Mikið magn kolefnis losnar við slíka elda. „Við sjáum þeir áskoranir sem nokkur ykkar standa frammi fyrir. Við erum að vinna að hagkvæmum lausnum sem draga úr þessum áskorunum innan núverandi LULUCF-reglna,“ segir von der Leyen í bréfinu til leiðtoganna. Fyrirhuguð útfösun á bifreiðum með sprengihreyfla er einnig líklega til að gagna hægar fyrir sig. Stefna sambandsins hefur verið að engir nýir bensín- eða dísilbílar verði skráðir frá árinu 2035. Loftslagsmál Evrópusambandið Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Evrópusambandið stefnir að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun um níutíu prósent miðað við losun ársins 1990 fyrir árið 2040. Aðildarríki þess eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir það og mörg þeirra eru gagnrýnin á markmiðið sem þau telja of íþyngjandi. Þegar hafði verið greint frá því að ríkjunum yrði í fyrsta skipti heimilt að ná markmiðum sínum að hluta með því að greiða fyrir aðgerðir sem draga úr losun í ríkjum utan sambandsins. Sérstakt vísindaráð ESB í loftslagsmálum lagðist gegn því. Í bréfi sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sendi leiðtogum aðildarríkjanna í dag opnaði hún dyrnar fyrir þeim möguleika að þau geti reitt sig enn frekar á kaup á alþjóðlegum kolefniseiningum til þess að standast skuldbindingar sínar fyrir 2040. Fram að þessu hefur verið talað um að allt að þrjú prósent samdráttarins sem ESB stefnir á gæti verið náð með slíkum einingum. „Landsmarkmið okkar getur verið lægra en níutíu prósent svo lengi sem það er bætt upp með sambærilegum samdrætti utan Evrópusambandsins,“ hefur dagblaðið Politico upp úr bréfi von der Leyen. Útvatna fleiri aðgerðir Þá lýsti forsetinn yfir vilja til þess að útvatna ýmsar aðrar loftslagsaðgerðir sem einhver ríkjanna höfðu fett fingur út í, þar á meðal nýtt kolefnisgjald á samgöngu og húshitun. Einnig komi til greina að milda markmið sambandsins um losun og bindingu vegna landsnotkunar, svokölluðum LULUCF-hluta losunarbókhaldsins. Ríki hafa meðal annars vísað til þess að tíðari gróðureldar, einn fylgifiska hnattrænnar hlýnunar, geri þeim erfiðara fyrir að ná þeim markmiðum. Mikið magn kolefnis losnar við slíka elda. „Við sjáum þeir áskoranir sem nokkur ykkar standa frammi fyrir. Við erum að vinna að hagkvæmum lausnum sem draga úr þessum áskorunum innan núverandi LULUCF-reglna,“ segir von der Leyen í bréfinu til leiðtoganna. Fyrirhuguð útfösun á bifreiðum með sprengihreyfla er einnig líklega til að gagna hægar fyrir sig. Stefna sambandsins hefur verið að engir nýir bensín- eða dísilbílar verði skráðir frá árinu 2035.
Loftslagsmál Evrópusambandið Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira