Nýr leikvangur liðsins hans Beckham áætlaður ofan á ruslahaug af eiturúrgangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 David Beckham þarf nú að glíma við risastórt og óskemmtilegt vandamál. Getty/Tim Clayton Það hefur ekki verið auðvelt verkefni fyrir David Beckham að stofnsetja fótboltafélagið sitt Inter Miami í Bandaríkjunum. Það tók meðal annars langan tíma að finna stað fyrir leikvanginn og fá síðan þær framkvæmdir samþykktar. Nú hefur það loksins tekist en þá kemur annað vandamál upp úr hattinum. Við umhverfisrannsóknir á svæðinu kom í ljós að arsenikið í jarðveginum er meira en tvöfalt það sem leyfilegt er. Melreese-golfvellinum, sem er á framtíðar byggingarsvæðinu, hefur verið lokað snarlega eftir að þessar niðurstöður komu í ljós.The proposed stadium site for David Beckham's Inter Miami franchise in the MLS has arsenic contamination levels more than twice the legal limit. More https://t.co/0eIjBOnGwspic.twitter.com/svxK1iuaGn — BBC Sport (@BBCSport) August 21, 2019 Á áætlun er að byggja leikvanginn, verslunarmiðstöð, hótel og almenningsgarð á svæðinu og mun kostnaður fara upp í einn milljarð dollara eða 125 milljarða íslenskra króna. „Þetta skapar augljóslega miklar áhyggjur,“ sagði Francis Suarez, borgarstjóri Miami. „Staðan er bara sú að svæðið er of mengað til að selja það,“ bætti Suarez við í viðtali við Miami Herald. Langtímaáhrif frá arseniki eru mjög slæm fyrir mannfólkið og kalla fram heilsubresti eins og skinnvandamál, krabbamein í lungum og blöðrum sem og hjarta- og æðasjúkdóma. Inter Milan réð umhverfisfyrirtækið EE&G til að rannsaka svæðið og það fann meira en arsenikið í jarðveginum heldur einnig önnur eiturefni. Þetta var áður ruslahaugur fyrir sorpbrennslustöð. Það lítur því út fyrir að menn ætli að byggja nýjan leikvang liðs David Beckham á ruslahaug af eiturúrgangi. Þetta mun tefja framkvæmdir og nú þar félagið og borgin að finna lausnir svo hægt sé að njóta þessa svæðis í framtíðinni. Hvort og hvenær það tekst er ekki ljóst á þessari stundu. Inter Miami á að koma inn í bandarísku MLS-deildina á næsta ári en liðið byrjar að spila heimaleiki sína á 18 þúsund manna velli í Fort Lauderdale. Bandaríkin Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Það hefur ekki verið auðvelt verkefni fyrir David Beckham að stofnsetja fótboltafélagið sitt Inter Miami í Bandaríkjunum. Það tók meðal annars langan tíma að finna stað fyrir leikvanginn og fá síðan þær framkvæmdir samþykktar. Nú hefur það loksins tekist en þá kemur annað vandamál upp úr hattinum. Við umhverfisrannsóknir á svæðinu kom í ljós að arsenikið í jarðveginum er meira en tvöfalt það sem leyfilegt er. Melreese-golfvellinum, sem er á framtíðar byggingarsvæðinu, hefur verið lokað snarlega eftir að þessar niðurstöður komu í ljós.The proposed stadium site for David Beckham's Inter Miami franchise in the MLS has arsenic contamination levels more than twice the legal limit. More https://t.co/0eIjBOnGwspic.twitter.com/svxK1iuaGn — BBC Sport (@BBCSport) August 21, 2019 Á áætlun er að byggja leikvanginn, verslunarmiðstöð, hótel og almenningsgarð á svæðinu og mun kostnaður fara upp í einn milljarð dollara eða 125 milljarða íslenskra króna. „Þetta skapar augljóslega miklar áhyggjur,“ sagði Francis Suarez, borgarstjóri Miami. „Staðan er bara sú að svæðið er of mengað til að selja það,“ bætti Suarez við í viðtali við Miami Herald. Langtímaáhrif frá arseniki eru mjög slæm fyrir mannfólkið og kalla fram heilsubresti eins og skinnvandamál, krabbamein í lungum og blöðrum sem og hjarta- og æðasjúkdóma. Inter Milan réð umhverfisfyrirtækið EE&G til að rannsaka svæðið og það fann meira en arsenikið í jarðveginum heldur einnig önnur eiturefni. Þetta var áður ruslahaugur fyrir sorpbrennslustöð. Það lítur því út fyrir að menn ætli að byggja nýjan leikvang liðs David Beckham á ruslahaug af eiturúrgangi. Þetta mun tefja framkvæmdir og nú þar félagið og borgin að finna lausnir svo hægt sé að njóta þessa svæðis í framtíðinni. Hvort og hvenær það tekst er ekki ljóst á þessari stundu. Inter Miami á að koma inn í bandarísku MLS-deildina á næsta ári en liðið byrjar að spila heimaleiki sína á 18 þúsund manna velli í Fort Lauderdale.
Bandaríkin Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira