Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2025 11:38 Ólafi var mjög skemmt yfir pirringi fyrrum félaga. Skjáskot/Sýn Sport Fyrrum þjálfarinn Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur Sýnar Sport í kringum leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Hann réði sér vart fyrir kæti yfir viðtali fyrrum samstarfsfélaga hans, Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, eftir leik. Heimir vandaði Helga Mikael Jónassyni, dómara leiksins, ekki kveðjurnar í viðtali við Ágúst Orra Arnarson eftir leik en Stjarnan skoraði eina mark sitt í 1-1 jafnteflinu úr heldur ódýrri vítaspyrnu. Heimir fékk að sjá atvikið í viðtali gærkvöldsins og þótti kýrskýrt að ekki hefði verið brotið á Andra Rúnari Bjarnasyni sem fiskaði spyrnuna og skoraði svo úr henni sjálfur. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. „Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir sem sagði þó vera fína dómara í Bestu deildinni. Aðspurður hvort Helgi Mikael væri einn þeirra var svarið einfalt: „Nei“. Óli sprakk úr hlátri Henry Birgir Gunnarsson og Ólafur Jóhannesson tóku þá við boltanum í Subway-settinu eftir viðtalið og sjá mátti að Ólafur skemmti sér konunglega yfir viðtali Heimis og var enn hlæjandi þegar þeir félagar birtust í mynd. Klippa: Óli Jó skellihlær að Heimi Ólafur og Heimir þekkjast vel en Heimir lék undir stjórn Ólafs hjá FH um nokkurra ára skeið og var einnig aðstoðarþjálfari Ólafs áður en hann tók alfarið við sem aðalþjálfari liðsins á sínum tíma. „Þarna var reynslumikill þjálfari að tala og var eflaust að sækja sér inn einhverja punkta fyrir komandi leiki,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Aðspurður hvort hann hefði kennt Heimi þetta sagði hann: „Það held ég nú ekki. Ég hef nú alltaf talað vel um dómarana. En hann áttaði sig líklega á því í miðju viðtalinu að hann hafi verið kominn í smá ógöngur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið og umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. 7. júlí 2025 18:30 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Heimir vandaði Helga Mikael Jónassyni, dómara leiksins, ekki kveðjurnar í viðtali við Ágúst Orra Arnarson eftir leik en Stjarnan skoraði eina mark sitt í 1-1 jafnteflinu úr heldur ódýrri vítaspyrnu. Heimir fékk að sjá atvikið í viðtali gærkvöldsins og þótti kýrskýrt að ekki hefði verið brotið á Andra Rúnari Bjarnasyni sem fiskaði spyrnuna og skoraði svo úr henni sjálfur. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. „Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir sem sagði þó vera fína dómara í Bestu deildinni. Aðspurður hvort Helgi Mikael væri einn þeirra var svarið einfalt: „Nei“. Óli sprakk úr hlátri Henry Birgir Gunnarsson og Ólafur Jóhannesson tóku þá við boltanum í Subway-settinu eftir viðtalið og sjá mátti að Ólafur skemmti sér konunglega yfir viðtali Heimis og var enn hlæjandi þegar þeir félagar birtust í mynd. Klippa: Óli Jó skellihlær að Heimi Ólafur og Heimir þekkjast vel en Heimir lék undir stjórn Ólafs hjá FH um nokkurra ára skeið og var einnig aðstoðarþjálfari Ólafs áður en hann tók alfarið við sem aðalþjálfari liðsins á sínum tíma. „Þarna var reynslumikill þjálfari að tala og var eflaust að sækja sér inn einhverja punkta fyrir komandi leiki,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Aðspurður hvort hann hefði kennt Heimi þetta sagði hann: „Það held ég nú ekki. Ég hef nú alltaf talað vel um dómarana. En hann áttaði sig líklega á því í miðju viðtalinu að hann hafi verið kominn í smá ógöngur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið og umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. 7. júlí 2025 18:30 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. 7. júlí 2025 18:30