Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Frimpong í læknis­skoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Nýtt sjónar­horn færir Arnari fullnaðar­sigur

Þó að margir hafi efast um þá ákvörðun dómarans Arnars Þórs Stefánssonar að dæma af jöfnunarmark Vals gegn Breiðabliki, í stórleiknum í Bestu deildinni í gærkvöld, þá virðist sú ákvörðun hafa verið hárrétt.

Fótbolti
Fréttamynd

Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka

Afar óvænt tíðindi bárust frá Ítalíu þegar miðillinn La Stampa fullyrti að Þjóðverjinn Jürgen Klopp hefði samþykkt í fyrrakvöld að verða næsti þjálfari Roma. Aðeins langsótt kenning virðist hafa legið að baki fréttinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gat tínt til fjölmargt jákvætt í leik lærisveina sinna eftir 3-1 sigur liðsins gegn Skagamönnum í botnbaráttuslag liðanna uppi í Skipaskaga í kvöld. Til að mynda skyndisóknir liðsins og markaskorun Kjartans Kára Halldórssonar sem reif fram markaskóna eftir markaþurrð það sem af er sumri. 

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Horn­spyrnur urðu heima­mönnum að falli

Stjarnan og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli sín á milli á Samsung vellinum í sjöundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað meira en eitt mark þar. Stjarnan mætti mun betur búin inn í seinni hálfleikinn og skoraði tvö mark, en skortir kunnáttu til að verjast hornspyrnum og þurfti að sætta sig við stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax

Eftir hörmulegan endi á nýafstöðnu tímabili hefur Francesco Farioli ákveðið að segja starfi sínu lausu sem þjálfari hollenska knattspyrnuliðsins Ajax. Kristian Nökkvi Hlynsson mun því þurfa að sanna sig fyrir nýjum þjálfara þegar hann mætir til æfinga að sumarfríi loknu.

Fótbolti
Fréttamynd

Cunha að ganga í raðir Man United

Það virðist næsta öruggt að brasilíski framherjinn Matheus Cunha muni ganga í raðir Manchester United þegar tímabilinu lýkur. Talið er að alls hafi fimm lið verið með hann á óskalista sínum en Cunha er harður á því að spila fyrir Man United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Muslera með mark og Mourinho súr

Galatasaray tryggði sér tyrkneska titilinn í fótbolta með 3-0 sigri á Kayserispor í næst síðustu umferð deildarinnar í gær. Lærisveinar José Mourinho í Fenerbahce sitja eftir með sárt ennið.

Fótbolti