
Ástin á götunni

Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir
„Það fer ljómandi vel um okkur. Við erum í strandbæ sem heitir Durres á mjög huggulegu hóteli í sól og hita,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Hans menn hefja Evrópuvertíð sína er liðið mætir Egnatia í Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Fyrrum þjálfarinn Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur Sýnar Sport í kringum leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Hann réði sér vart fyrir kæti yfir viðtali fyrrum samstarfsfélaga hans, Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, eftir leik.

Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti
KA gerði sér góða ferð suður og sigraði KR á Avis-vellinum í Laugardal í dag. Með sigrinum fóru norðanmenn úr fallsæti og eru nú aðeins stigi á eftir KR eftir 14 umferðir í Bestu-deild karla.

„Búnir að vera á smá hrakhólum“
„Varnarlega spiluðum við gríðarlega vel. Við breyttum og skiptum í 4-4-2 og það var bara mjög erfitt að finna lausnir gegn okkur. Svo áttum við góð færi líka. Ég er bara mjög sáttur við leikinn í heildina,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli hans manna við topplið Víkings á Hásteinsvelli í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.

Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum
Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum er leikfær eftir framkvæmdir við völlinn sem staðið hafa yfir um hríð. Fyrsti leikur á nýlögðu gervigrasi fer fram í kvöld.

Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota
Þeir Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Breiðabliks, og Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, fögnuðu báðir að hætti Diogo Jota í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Jota féll frá aðfaranótt fimmtudags.

Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ
Íslandsmeistarar Breiðabliks misstu niður 2-0 forystu gegn nýliðum Aftureldingar í 2-2 jafntefli liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Heimavöllur Mosfellinga heldur áfram að skila þeim stigum.

„Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef
Það kom ýmsum á óvart að Jón Daði Böðvarsson skildi fara í næst efstu deild hér heima er hann samdi við lið Selfoss í gær. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér að spila fyrir annað félag hérlendis. Þjálfari liðsins segir reisn yfir skiptunum.

Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“
„Það er alltaf aðeins meiri eftirvænting fyrir stórum bikarleikjum. Það er alltaf extra skemmtilegt og meiri tilhlökkun,“ segir Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, um leik hans manna við Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld.

Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex
Þeir Albert Brynjar Ingason og Sigurbjörn Hreiðarsson segjast spenntir fyrir því að sjá Englendinginn Steven Caulker í búningi Stjörnunnar í Bestu deild karla í sumar. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni koma hingað til lands.

Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði?
ÍA sótti 0-2 sigur gegn Vestra í fyrsta leiknum undir stjórn Lárusar Orra Sigurðssonar. Vestramenn hleyptu þar inn marki sem þeir eru ekki vanir að fá á sig en nokkrum spurningum er enn ósvarað, svosem hver skoraði markið og hefði það yfirhöfuð átt að standa?

Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“
Kristófer Ingi Kristinsson átti frábæra innkomu inn í lið Breiðabliks sem vann góðan 1-4 sigur í kvöld en hann skoraði þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og hjálpaði Breiðablik heldur betur í endurkomu gegn Stjörnunni.

KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“
Það blæs ekki byrlega hjá KR-ingum um þessar mundir í Bestu deildinni í fótbolta. Þrátt fyrir það má greina bjartsýni og trú hjá stuðningsmönnum liðsins á þeirri vegferð sem Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, er með liðið á.

Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta
KR steinlá gegn erkifjendum sínum í Val, 6-1, í Bestu deildinni í fótbolta í gær. Rætt var um stöðu KR og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara liðsins í Stúkunni í gær.

Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“
Það gekk á ýmsu undir lok leiks Breiðabliks og Fram í 12.umferð Bestu deildar karla í gær. Slagsmál brutust út milli leikmanna og tvö rauð spjöld fóru á loft. Farið var yfir atburðarásina í Stúkunni á Sýn Sport í gær.

Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi
Nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum sem fóru fram í gær í 12. umferð Bestu deild karla. Þrír leikir fóru fram, 12 mörk voru skoruð, tvær vítaspyrnur voru dæmdar og tvö rauð spjöld fóru á loft.

Sjáðu langt viðtal við Óskar eftir 6-1 tap: „Nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta að KR verkefnið sé til“
Óskar Hrafn Þorvaldsson hafði mjög margt að segja eftir leik KR gegn Val þar sem þeir töpuðu 6-1. Hann var spurður tveggja spurninga og talaði í tæplega átta mínútur. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.

„KR-ingar stundum sjálfum sér verstir“
„Það er náttúrulega bara æðislegt að vera í Val þegar við vinnum KR. Þetta er yfirleitt alltaf skemmtilegustu leikirnir á tímabilinu. 6-1 sigur í dag er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson eftir frábæra frammistöðu í dag.

Uppgjörið: Valur-KR 6-1 | Valsmenn rassskelltu KR-inga
Valur vann í kvöld stórsigur gegn KR 6-1. Valur byrjaði leikinn af krafti en það var í raun aldrei spurning hver myndi vinna þennan leik, heldur bara hversu stórt.

Uppgjörið: Breiðablik - Fram 1-1 | Dramatík í Kópavogi
Breiðablik náði í jafntefli gegn Fram fyrr í kvöld. Fram var einu marki yfir þegar komið var í uppbótartíma þegar heimamenn fengu víti í uppbótartímar sem Haöskuldur Gunnlaugsson skoraði úr. Fram getur verið ósáttari aðilinn í lok leiks þar sem þeir gerðu virkilega vel úr sínum aðgerðum.

Aldrei séð föður sinn jafn glaðan og sáttan í einu og sama verkefninu
Íslenski landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, segist aldrei hafa séð föður sinn Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, eins glaðan og sáttan í einu og sama verkefninu. Hann telur aðeins tímaspursmál þar til allt smelli hjá KR og segir líkingar föður síns, sem borið hefur á í viðtölum, ekki nýjar af nálinni.

Sjáðu mörkin úr Bestu þar sem Gylfi Þór fór mikinn og glæsimark var skorað
Sjö mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar að 12.umferð fór af stað. Gylfi Þór Sigurðsson kom að báðum mörkum Víkings Reykjavíkur fyrir norðan, glæsimark leit dagsins ljós á Kaplakrikavelli og vandræði Skagamanna halda áfram.

Fylkir ennþá bara unnið einn leik í deild
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld. Leiknir fékk Njarðvík í heimsókn, og Fylkir fékk HK í heimsókn.

Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram
Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína.

Ekkert lið vill fara með óbragð í munni frá tíundu umferð
Tíunda umferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld með afar athyglisverðum leik Fram og Þróttar Reykjavíkur. Fram hefur verið á mikilli siglingu á meðan að Þróttur, sem er með jafnmörg stig og topplið Breiðabliks, hefur hikstað. Framundan er langt hlé í deildinni og er þjálfari Fram sammála því að ekkert lið vilji fara með tap á bakinu inn í þá pásu.

Botnlið Fjölnis með óvæntan sigur á Þrótturum
Þróttur sem hefur farið ágætlega af stað í Lengjudeildinni fékk Fjölni í heimsókn í kvöld, en Fjölnismenn voru á botni deildarinnar fyrir leik, án sigurs.

Skalli Hólmars kemur Val í undanúrslit
ÍBV fékk Val í heimsókn í dag, þegar liðin áttust við í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

KA tapaði áfrýjun og þarf að greiða Arnari
Knattspyrnufélag Akureyrar tapaði áfrýjunarmáli sínu til Landsréttar gegn Arnari Grétarssyni, fyrrum þjálfara félagsins. KA þarf því að greiða Arnari 9.322.601 krónu ásamt dráttarvöxtum frá 5. nóvember 2023.

Vestramenn áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins
8-liða úrslit Mjólkurbikars karla hófst í dag á Ísafirði þar sem Vestri tók á móti Þór. Vestri vann leikinn 2-0 og eru því komnir áfram í undanúrslit en Þórsarar eru úr leik.

Jón Daði þakkar fyrir sig og flytur heim til Íslands
Fótboltamaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur nú tekið endanlega ákvörðun um það að flytja með fjölskyldu sinni heim til Íslands eftir hartnær áratug í enska boltanum.