„Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 07:32 Elísabet Gunnarsdóttir varð fyrir miklu áhrifum þegar hún hlustaði á íslenska þjóðsönginn fyrir leikinn á móti Sviss. Getty/Isosport/ Elísabet Gunnarsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að stýra knattspyrnulandsliði á stórmóti þegar hún stýrði belgíska landsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. En hvað með það íslenska? Aron Guðmundsson ræddi við Elísabetu og spurði hana meðal annars út í draum hennar um að þjálfa íslenska landsliðið. „Þú hefur í gegnum tíðina verið orðuð við íslenska kvennalandsliðið. Myndi það heilla þig til lengri tíma litið, að á einhverjum tímapunkti snúa aftur heim og taka við íslenska landsliðinu,” spurði Aron. Klippa: Elísabet um að þjálfa íslenska landsliðið einhvern daginn „Ég ætla ekki að neita því að þegar ég horfði á leikinn á móti Sviss, þá var þjóðsöngurinn spilaður og ég stóð á vellinum með bullandi gæsahúð. Ég fann það og hugsaði um það á þessari stundu að á einhverjum tímapunkti, áður en ég yfirgef þennan heim þá vil ég stjórna Íslandi, hundrað prósent,” sagði Elísabet. „Það þarf bara að vera réttur tími og rétt stund til að það gerist einhvern tímann,” sagði Elísabet. Aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni En hvað með íslenska landsliðið á þessu móti? „Ég sá ekki fyrsta leikinn, veit ekki hvernig hann leit út en ég sá seinni leikinn. Sá til að mynda mörg móment í þeim leik sem að hafa áhrif. Þú ert að spila fyrir framan um þrjátíu þúsund áhorfendur frá heimaþjóðinni og mér fannst það gefa þeim ótrúlega mikinn og aukinn kraft í seinni hálfleik á meðan að leikurinn var mjög 50/50,” sagði Elísabet. „Það eru alls konar móment í leiknum sem hefðu geta dottið Íslandi í vil. Til að mynda aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni. Hefði það verið mark þá værum við kannski að tala um eitthvað allt annað. Ísland hefur alltaf verið þjóð sem þarf svolítið mómentum með sért,” sagði Elísabet. Það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót Elísabet var ánægð með varnarleik íslenska liðsins og sá að leikmenn voru að vinna vel fyrir liðið. „Um leið og markið kemur og þú færð forystu, þá eykst orkan og hlutirnir fara að snúast við. Mér finnst liðið í leiknum á móti Sviss verjast vel, var mjög þétt og leikmenn voru að vinna fyrir hverja aðra. Mér finnst ekkert vanta í hugarfar eða neitt svoleiðis. Þetta eru bara svona móment sem geta dottið hér og þar,” sagði Elísabet en vill að íslensku stelpurnar horfi fram á veginn. „Það er alveg augljóst að vonbrigðin eru mikil og ég skil það mjög vel. En það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót,” sagði Elísabet. „Stundum eru sentímetrar þarna á milli en svo eru líka bara parametrar sem leikmennirnir og þjálfara þurfa að skoða hjá sjálfum sér sem gætu líka verið betri. Bara alveg eins og við erum að gera. Ég myndi aldrei labba frá svona mómenti, hvorki sem leikmaður né þjálfari, án þess að líta í eigin barm. Það er alltaf hægt að gera betur. Það er bara svo margt sem hefur áhrif,” sagði Elísabet. Viðtalið við Elísabetu í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Þar fer hún yfir áskoranirnar með Belgíu, yfirstandandi Evrópumót, íslenska landsliðið og margt fleira. Viðtalið má einnig nálgast í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn Sjá meira
Aron Guðmundsson ræddi við Elísabetu og spurði hana meðal annars út í draum hennar um að þjálfa íslenska landsliðið. „Þú hefur í gegnum tíðina verið orðuð við íslenska kvennalandsliðið. Myndi það heilla þig til lengri tíma litið, að á einhverjum tímapunkti snúa aftur heim og taka við íslenska landsliðinu,” spurði Aron. Klippa: Elísabet um að þjálfa íslenska landsliðið einhvern daginn „Ég ætla ekki að neita því að þegar ég horfði á leikinn á móti Sviss, þá var þjóðsöngurinn spilaður og ég stóð á vellinum með bullandi gæsahúð. Ég fann það og hugsaði um það á þessari stundu að á einhverjum tímapunkti, áður en ég yfirgef þennan heim þá vil ég stjórna Íslandi, hundrað prósent,” sagði Elísabet. „Það þarf bara að vera réttur tími og rétt stund til að það gerist einhvern tímann,” sagði Elísabet. Aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni En hvað með íslenska landsliðið á þessu móti? „Ég sá ekki fyrsta leikinn, veit ekki hvernig hann leit út en ég sá seinni leikinn. Sá til að mynda mörg móment í þeim leik sem að hafa áhrif. Þú ert að spila fyrir framan um þrjátíu þúsund áhorfendur frá heimaþjóðinni og mér fannst það gefa þeim ótrúlega mikinn og aukinn kraft í seinni hálfleik á meðan að leikurinn var mjög 50/50,” sagði Elísabet. „Það eru alls konar móment í leiknum sem hefðu geta dottið Íslandi í vil. Til að mynda aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni. Hefði það verið mark þá værum við kannski að tala um eitthvað allt annað. Ísland hefur alltaf verið þjóð sem þarf svolítið mómentum með sért,” sagði Elísabet. Það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót Elísabet var ánægð með varnarleik íslenska liðsins og sá að leikmenn voru að vinna vel fyrir liðið. „Um leið og markið kemur og þú færð forystu, þá eykst orkan og hlutirnir fara að snúast við. Mér finnst liðið í leiknum á móti Sviss verjast vel, var mjög þétt og leikmenn voru að vinna fyrir hverja aðra. Mér finnst ekkert vanta í hugarfar eða neitt svoleiðis. Þetta eru bara svona móment sem geta dottið hér og þar,” sagði Elísabet en vill að íslensku stelpurnar horfi fram á veginn. „Það er alveg augljóst að vonbrigðin eru mikil og ég skil það mjög vel. En það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót,” sagði Elísabet. „Stundum eru sentímetrar þarna á milli en svo eru líka bara parametrar sem leikmennirnir og þjálfara þurfa að skoða hjá sjálfum sér sem gætu líka verið betri. Bara alveg eins og við erum að gera. Ég myndi aldrei labba frá svona mómenti, hvorki sem leikmaður né þjálfari, án þess að líta í eigin barm. Það er alltaf hægt að gera betur. Það er bara svo margt sem hefur áhrif,” sagði Elísabet. Viðtalið við Elísabetu í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Þar fer hún yfir áskoranirnar með Belgíu, yfirstandandi Evrópumót, íslenska landsliðið og margt fleira. Viðtalið má einnig nálgast í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn Sjá meira