Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Aron Guðmundsson skrifar 8. júlí 2025 18:57 Elísabet Gunnarsdóttir hefur þurft að hafa hraðar hendur á fyrsta hálfa ári sínu sem þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta. Vísir/Getty Lyklaborðsriddararnir voru fljótir að láta Elísabetu Gunnarsdóttur, landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, heyra það og sögðu henni að drulla sér frá Belgíu. Nýr veruleiki þessa öfluga þjálfara sem segir fólk og fjölmiðla hafa fullan rétt á sínum skoðunum. Landslið Belgíu er í sömu stöðu og Ísland þegar litið er á möguleikana á EM. Liðið kemst ekki áfram í átta liða úrslitin eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum en hefur þó sýnt afar jákvæða hluti í sínum leik og eru skemur á vegferð sinni komin heldur en íslenska landsliðið. Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá Belgíu í janúar á þessu ári og hefur fengið skamman tíma til þess að koma hugmyndafræði sinni á framfæri og hún fann fljótt fyrir pressunni sem fylgir því að stýra landsliði hjá þessari miklu fótboltaþjóð Pressa getur oft verið af hinu góða en Elísabet fékk einnig að kynnast afar slæmri hlið af því sem getur fylgt því starfi að vera landsliðsþjálfari. Klippa: Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu „Það sem að mér brá mest við var hvað ég er búin að fá mikið af skilaboðum frá alls konar fólki sem er að hrauna yfir mig, segja mér hvað ég sé ömurleg, hvort ég haldi að ég sé Pep Guardiola og skrifa líka: „Drullaðu þér frá Belgíu,“ segir Elísabet í viðtali við íþróttadeild Sýnar. „Þetta er nýtt fyrir mér. Ég hef ekki upplifað þetta sem þjálfari Kristianstad eða Vals. Allt í einu er maður komin í þá stöðu að þurfa fara loka á fullt af fólki á samfélagsmiðlum og svo veit maður að fólk getur mögulega farið að hafa samband fjölskyldu sína. Svo hafa fjölmiðlar miklar skoðanir og það er bara eðlilegt. Fólkið í landinu líka. Ég vissi alveg að ég væri að taka við landsliði, stýra heilli þjóð og fólk hefur fullan rétt á því að hafa skoðanir á því sem að ég er að gera.“ Þessi skilaboð sem þú hefur fengið frá fólki úti í bæ, Jóni og Gunnu, eru þetta bara níðandi skilaboð eða jafnvel hótanir? Og hvernig varð þér við? „Ég get ekki sagt að ég hafi verið undirbúin undir þetta. Maður veit alveg að þetta gengur og gerist í heimi fótboltans og þá kannski sérstaklega í karlaboltanum. Ég hef allavegana alltaf hugsað það þannig, að við séum laus við þetta í kvennaboltanum. En ég sé það alveg núna að við erum ekkert laus við þetta í kvennaboltanum og veit til að mynda að eftir fyrsta leik okkar á EM gegn Ítalíu að margir af mínum leikmönnum voru að fá ljót skilaboð líka. Maður verður bara að ná að ýta þessu til hliðar því þetta er greinilega bara eitthvað sem er að fara vera hluti af okkar hversdagsleika á þessu sviði. Við verðum bara að díla við það líka.“ Dæmin hér fyrir ofan falla hins vegar í skuggann á skemmtilegri upplifun Elísabetar af starfi landsliðsþjálfarans líkt og heyra má af í klippunni hér fyrir neðan: EM 2025 í Sviss Belgía Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Landslið Belgíu er í sömu stöðu og Ísland þegar litið er á möguleikana á EM. Liðið kemst ekki áfram í átta liða úrslitin eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum en hefur þó sýnt afar jákvæða hluti í sínum leik og eru skemur á vegferð sinni komin heldur en íslenska landsliðið. Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá Belgíu í janúar á þessu ári og hefur fengið skamman tíma til þess að koma hugmyndafræði sinni á framfæri og hún fann fljótt fyrir pressunni sem fylgir því að stýra landsliði hjá þessari miklu fótboltaþjóð Pressa getur oft verið af hinu góða en Elísabet fékk einnig að kynnast afar slæmri hlið af því sem getur fylgt því starfi að vera landsliðsþjálfari. Klippa: Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu „Það sem að mér brá mest við var hvað ég er búin að fá mikið af skilaboðum frá alls konar fólki sem er að hrauna yfir mig, segja mér hvað ég sé ömurleg, hvort ég haldi að ég sé Pep Guardiola og skrifa líka: „Drullaðu þér frá Belgíu,“ segir Elísabet í viðtali við íþróttadeild Sýnar. „Þetta er nýtt fyrir mér. Ég hef ekki upplifað þetta sem þjálfari Kristianstad eða Vals. Allt í einu er maður komin í þá stöðu að þurfa fara loka á fullt af fólki á samfélagsmiðlum og svo veit maður að fólk getur mögulega farið að hafa samband fjölskyldu sína. Svo hafa fjölmiðlar miklar skoðanir og það er bara eðlilegt. Fólkið í landinu líka. Ég vissi alveg að ég væri að taka við landsliði, stýra heilli þjóð og fólk hefur fullan rétt á því að hafa skoðanir á því sem að ég er að gera.“ Þessi skilaboð sem þú hefur fengið frá fólki úti í bæ, Jóni og Gunnu, eru þetta bara níðandi skilaboð eða jafnvel hótanir? Og hvernig varð þér við? „Ég get ekki sagt að ég hafi verið undirbúin undir þetta. Maður veit alveg að þetta gengur og gerist í heimi fótboltans og þá kannski sérstaklega í karlaboltanum. Ég hef allavegana alltaf hugsað það þannig, að við séum laus við þetta í kvennaboltanum. En ég sé það alveg núna að við erum ekkert laus við þetta í kvennaboltanum og veit til að mynda að eftir fyrsta leik okkar á EM gegn Ítalíu að margir af mínum leikmönnum voru að fá ljót skilaboð líka. Maður verður bara að ná að ýta þessu til hliðar því þetta er greinilega bara eitthvað sem er að fara vera hluti af okkar hversdagsleika á þessu sviði. Við verðum bara að díla við það líka.“ Dæmin hér fyrir ofan falla hins vegar í skuggann á skemmtilegri upplifun Elísabetar af starfi landsliðsþjálfarans líkt og heyra má af í klippunni hér fyrir neðan:
EM 2025 í Sviss Belgía Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira