Íslendingar erlendis Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Hallu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. Innlent 5.5.2025 13:09 Áttu sturlaða stund á Times Square „Þetta var einhver súrrealískasta tilfinning sem við höfum upplifað,“ segja Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sem eru stofnendur og eigendur snyrtivörumerkisins Chilli in June. Stöllurnar lögðu land undir fót með vörumerkið og skelltu sér á hið víðfarna torg Times Square í New York þar sem auglýsing Chilli in June ljómaði á risaskjá. Lífið 5.5.2025 09:39 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans Kristín Ólafsdóttir fögnuðu fimmtugsafmæli knattspyrnumannsins David Beckham um helgina. Beckham og Björgólfur hafa verið vinir lengi. Lífið 4.5.2025 23:12 Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Mæðginin Arnhildur og Arnar hafa síðustu daga unnið hörðum höndum að því að koma upp sýningu sinni á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr. Í sýningunni er fjallað um nýjar leiðir til að nota hraun í arkitektúr. Róttæk leið til að takast á við öfgafullar aðstæður segir Arnhildur. Menning 4.5.2025 22:50 Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og Brooks Laich, fyrrverandi hokkíleikmaður, eiga von á sínu fyrsta barni. Parið trúlofaði sig í desember í fyrra og á von á sínu fyrsta barni í haust. Lífið 4.5.2025 20:35 Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) á lokaathöfn alþjóðlegu BSFF kvikmyndahátíðarinnar í Brussel í Belgíu. Myndinni er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og hún framleidd af Heather Millard. Lífið 3.5.2025 17:49 Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Það var ekki draumurinn um herþjálfun sem dró Hauk Davíðsson, ungan körfuboltamann frá Hveragerði, yfir hafið til Bandaríkjanna. Hann vissi lítið hvers væri að vænta. Hann var einfaldlega að elta drauminn sinn – drauminn um að spila körfubolta og mennta sig í leiðinni. En reynslan reyndist meiri, dýpri og mótandi á annan hátt en hann hefði getað ímyndað sér. Lífið 3.5.2025 07:34 Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Íslenski Eurovision-hópurinn lagði af stað til Basel í Sviss snemma í morgun, þar sem VÆB munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision 2025 með laginu „Róa“. Hópurinn safnaðist saman í Efstaleiti klukkan þrjú í nótt og hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Þrátt fyrir svefnleysi var stemningin góð og Hálfdán og Matti, bræðurnir í VÆB, voru í miklum gír fyrir ferðalagið. Lífið 2.5.2025 20:45 Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Eftir erfiða tíma getur Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern Munchen, náð sögulegum árangri með liði sínu í dag takist þeim að tryggja sér tvennuna í Þýskalandi með sigri í bikarúrslitum. Fótbolti 1.5.2025 11:02 Slapp vel frá rafmagnsleysinu Tryggvi Snær Hlinason æsti sig ekki mikið yfir rafmagnsleysi á Spáni í vikunni. Hann býr í baskneskum hluta landsins, í borginni Bilbao, sem slapp heldur vel og þá er hann vanur rafmagnsveseni úr sveitinni í Bárðardal. Körfubolti 30.4.2025 09:01 Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Innlent 29.4.2025 19:37 Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Sögulegt rafmagnsleysi á Spáni og Portúgal í gær olli alvarlegum samgöngutruflunum á landsvísu, en rafmagnsleysið varði í margar klukkustundir. Segja má að Icelandair og Play air hafi sloppið vel í gær og í dag varðandi flugáætlun til landanna tveggja. Flug Play til Lissabon í gær raskaðist þó verulega. Innlent 29.4.2025 14:22 Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Íslensk kona sem keypti þrjá miða á tónleika Billie Eilish í Kaupmannahöfn fyrir 400 þúsund krónur af Viagogo lenti í því að miðarnir reyndust tómt fals. Starfsmenn Viagogo fullvissuðu konuna ítrekað að hún fengi miðana á endanum en allt kom fyrir ekki. Neytendur 29.4.2025 14:17 Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Íslensku myndlistarkonurnar Elísabet Olka og Högna Heiðbjört Jónsdóttir opnuðu sýninguna Montage með stæl í Kaupmannahöfn í byrjun apríl. Íslenska þemað var tekið alla leið þar sem sýningin fór fram í galleríinu Wild Horses sem er rekið af myndlistarkonunni og hönnuðinum Sigurrós Eiðsdóttur. Menning 29.4.2025 10:14 Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Fyrirsætan og verkefnastjórinn Anna Jia hefur búið í London síðastliðin sex ár og nýtur lífsins í botn þar með eiginmanni sínum og dóttur þeirra Lily Björk. Fjölskyldan keypti gamalt viktorískt kot sem þau gerðu upp og þau þrífast vel í fjölbreyttu og skemmtilegu mannlífi stórborgarinnar. Blaðamaður ræddi við Önnu um lífið úti. Lífið 29.4.2025 07:01 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. Erlent 28.4.2025 23:21 „Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. Innlent 28.4.2025 21:11 Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Allt flug Icelandair og Play til og frá Íberíuskaganum í dag er á áætlun. Flugfélögin fylgjast þó grannt með stöðu mála og hvetja farþega til að gera slíkt hið sama. Innlent 28.4.2025 13:34 Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Sumarið gekk formlega í garð síðastliðinn fimmtudag og heiðraði landsmenn með sólríkum degi. Stjörnur landsins skinu skært um helgina hvort sem það var í miðborg Reykjavíkur eða á ferðalögum erlendis. Þá er skemmtanalífið farið að færast í aukana með hækkandi sól og hitastigi. Lífið 28.4.2025 10:13 Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Jón Ólafsson kaupsýslumaður segist ekki hafa miklar áhyggjur af dómi héraðsdómstóls í New York sem komst að þeirri niðurstöðu að hann og félög honum tengd ættu að borga öðru félagi tæplega 4,4 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 560 milljónum króna. Viðskipti innlent 28.4.2025 09:33 Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Tvíburarsysturnar Laufey Lín og Júnía Lín Jónsdætur fögnuðu 26 ára afmæli sínu saman síðastliðinn miðvikudag, þann 23. apríl, í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Báðar deildu myndum frá deginum með fylgjendum sínum á Instagram. Lífið 25.4.2025 07:41 Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram á hinni vinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu síðustu tvær helgar. Hún deildi myndasyrpu frá hátíðinni á Instagram þar sem má sjá hana meðal annars klædda í hvítan hlýrabol með íslenska fánanum frá íslenska fatamerkinu Takk Takk. Lífið 23.4.2025 11:26 Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hluti Íslendingahópsins sem réðist til starfa hjá Cargolux á árunum eftir 1970 sneri ekki aftur heim til Íslands. Kjarninn var ungt flugfólk sem fór til tímabundinnar dvalar. Innlent 21.4.2025 07:47 Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Tvö ódýr lyf geta lækkað tíðni hjartaáfalla hjá þeim sem hafa áður fengið hjartaáfall samkvæmt nýrri rannsókn framkvæmda af íslenskum dósent. Fái sjúklingar bæði lyfin sem fyrst bæti það lífshorfur þeirra til muna. Erlent 20.4.2025 15:43 Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Íslenskur framleiðandi einnar stærstu kvikmyndar heimsins í ár, segir velgengnina að einhverju leyti koma á óvart. Honum tókst að setja sitt mark á myndina og er afar ánægður með útkomuna. Bíó og sjónvarp 19.4.2025 22:03 Koma strandaglópunum heim í kvöld Leiguflugvél á vegum Play mun fara frá Barselóna klukkan 20:15 á staðartíma í kvöld. Hún á að fljúga með strandaglópa til Íslands. Innlent 19.4.2025 13:42 „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag. Innlent 19.4.2025 10:08 Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sá starfsandi sem Íslendingar fluttu með sér til Lúxemborgar á upphafsárum Cargolux er sagður lykillinn að velgengni flugfélagsins. „Cargolux hefði aldrei orðið til ef það hefði ekki verið þetta íslenska hugarfar,“ segir Björn Sverrisson, fyrrverandi flugvélstjóri. Innlent 19.4.2025 07:27 Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. Erlent 18.4.2025 19:55 „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Björn Boði Björnsson, háskólanemi, fyrirsæta og fyrrum stöðvarstjóri hjá World Class, lýsir sjálfum sér sem jákvæðum, brosmildum og forvitnum. Hann segist njóta þess að vera einhleypur og segir umhverfið í kringum sig veita sér mestan innblástur í lífinu – hvort sem það er mannlífið, tíska eða tónlist. Lífið 18.4.2025 07:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 73 ›
Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Hallu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. Innlent 5.5.2025 13:09
Áttu sturlaða stund á Times Square „Þetta var einhver súrrealískasta tilfinning sem við höfum upplifað,“ segja Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sem eru stofnendur og eigendur snyrtivörumerkisins Chilli in June. Stöllurnar lögðu land undir fót með vörumerkið og skelltu sér á hið víðfarna torg Times Square í New York þar sem auglýsing Chilli in June ljómaði á risaskjá. Lífið 5.5.2025 09:39
Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans Kristín Ólafsdóttir fögnuðu fimmtugsafmæli knattspyrnumannsins David Beckham um helgina. Beckham og Björgólfur hafa verið vinir lengi. Lífið 4.5.2025 23:12
Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Mæðginin Arnhildur og Arnar hafa síðustu daga unnið hörðum höndum að því að koma upp sýningu sinni á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr. Í sýningunni er fjallað um nýjar leiðir til að nota hraun í arkitektúr. Róttæk leið til að takast á við öfgafullar aðstæður segir Arnhildur. Menning 4.5.2025 22:50
Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og Brooks Laich, fyrrverandi hokkíleikmaður, eiga von á sínu fyrsta barni. Parið trúlofaði sig í desember í fyrra og á von á sínu fyrsta barni í haust. Lífið 4.5.2025 20:35
Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) á lokaathöfn alþjóðlegu BSFF kvikmyndahátíðarinnar í Brussel í Belgíu. Myndinni er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og hún framleidd af Heather Millard. Lífið 3.5.2025 17:49
Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Það var ekki draumurinn um herþjálfun sem dró Hauk Davíðsson, ungan körfuboltamann frá Hveragerði, yfir hafið til Bandaríkjanna. Hann vissi lítið hvers væri að vænta. Hann var einfaldlega að elta drauminn sinn – drauminn um að spila körfubolta og mennta sig í leiðinni. En reynslan reyndist meiri, dýpri og mótandi á annan hátt en hann hefði getað ímyndað sér. Lífið 3.5.2025 07:34
Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Íslenski Eurovision-hópurinn lagði af stað til Basel í Sviss snemma í morgun, þar sem VÆB munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision 2025 með laginu „Róa“. Hópurinn safnaðist saman í Efstaleiti klukkan þrjú í nótt og hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Þrátt fyrir svefnleysi var stemningin góð og Hálfdán og Matti, bræðurnir í VÆB, voru í miklum gír fyrir ferðalagið. Lífið 2.5.2025 20:45
Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Eftir erfiða tíma getur Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern Munchen, náð sögulegum árangri með liði sínu í dag takist þeim að tryggja sér tvennuna í Þýskalandi með sigri í bikarúrslitum. Fótbolti 1.5.2025 11:02
Slapp vel frá rafmagnsleysinu Tryggvi Snær Hlinason æsti sig ekki mikið yfir rafmagnsleysi á Spáni í vikunni. Hann býr í baskneskum hluta landsins, í borginni Bilbao, sem slapp heldur vel og þá er hann vanur rafmagnsveseni úr sveitinni í Bárðardal. Körfubolti 30.4.2025 09:01
Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Innlent 29.4.2025 19:37
Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Sögulegt rafmagnsleysi á Spáni og Portúgal í gær olli alvarlegum samgöngutruflunum á landsvísu, en rafmagnsleysið varði í margar klukkustundir. Segja má að Icelandair og Play air hafi sloppið vel í gær og í dag varðandi flugáætlun til landanna tveggja. Flug Play til Lissabon í gær raskaðist þó verulega. Innlent 29.4.2025 14:22
Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Íslensk kona sem keypti þrjá miða á tónleika Billie Eilish í Kaupmannahöfn fyrir 400 þúsund krónur af Viagogo lenti í því að miðarnir reyndust tómt fals. Starfsmenn Viagogo fullvissuðu konuna ítrekað að hún fengi miðana á endanum en allt kom fyrir ekki. Neytendur 29.4.2025 14:17
Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Íslensku myndlistarkonurnar Elísabet Olka og Högna Heiðbjört Jónsdóttir opnuðu sýninguna Montage með stæl í Kaupmannahöfn í byrjun apríl. Íslenska þemað var tekið alla leið þar sem sýningin fór fram í galleríinu Wild Horses sem er rekið af myndlistarkonunni og hönnuðinum Sigurrós Eiðsdóttur. Menning 29.4.2025 10:14
Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Fyrirsætan og verkefnastjórinn Anna Jia hefur búið í London síðastliðin sex ár og nýtur lífsins í botn þar með eiginmanni sínum og dóttur þeirra Lily Björk. Fjölskyldan keypti gamalt viktorískt kot sem þau gerðu upp og þau þrífast vel í fjölbreyttu og skemmtilegu mannlífi stórborgarinnar. Blaðamaður ræddi við Önnu um lífið úti. Lífið 29.4.2025 07:01
Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. Erlent 28.4.2025 23:21
„Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. Innlent 28.4.2025 21:11
Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Allt flug Icelandair og Play til og frá Íberíuskaganum í dag er á áætlun. Flugfélögin fylgjast þó grannt með stöðu mála og hvetja farþega til að gera slíkt hið sama. Innlent 28.4.2025 13:34
Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Sumarið gekk formlega í garð síðastliðinn fimmtudag og heiðraði landsmenn með sólríkum degi. Stjörnur landsins skinu skært um helgina hvort sem það var í miðborg Reykjavíkur eða á ferðalögum erlendis. Þá er skemmtanalífið farið að færast í aukana með hækkandi sól og hitastigi. Lífið 28.4.2025 10:13
Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Jón Ólafsson kaupsýslumaður segist ekki hafa miklar áhyggjur af dómi héraðsdómstóls í New York sem komst að þeirri niðurstöðu að hann og félög honum tengd ættu að borga öðru félagi tæplega 4,4 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 560 milljónum króna. Viðskipti innlent 28.4.2025 09:33
Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Tvíburarsysturnar Laufey Lín og Júnía Lín Jónsdætur fögnuðu 26 ára afmæli sínu saman síðastliðinn miðvikudag, þann 23. apríl, í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Báðar deildu myndum frá deginum með fylgjendum sínum á Instagram. Lífið 25.4.2025 07:41
Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram á hinni vinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu síðustu tvær helgar. Hún deildi myndasyrpu frá hátíðinni á Instagram þar sem má sjá hana meðal annars klædda í hvítan hlýrabol með íslenska fánanum frá íslenska fatamerkinu Takk Takk. Lífið 23.4.2025 11:26
Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hluti Íslendingahópsins sem réðist til starfa hjá Cargolux á árunum eftir 1970 sneri ekki aftur heim til Íslands. Kjarninn var ungt flugfólk sem fór til tímabundinnar dvalar. Innlent 21.4.2025 07:47
Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Tvö ódýr lyf geta lækkað tíðni hjartaáfalla hjá þeim sem hafa áður fengið hjartaáfall samkvæmt nýrri rannsókn framkvæmda af íslenskum dósent. Fái sjúklingar bæði lyfin sem fyrst bæti það lífshorfur þeirra til muna. Erlent 20.4.2025 15:43
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Íslenskur framleiðandi einnar stærstu kvikmyndar heimsins í ár, segir velgengnina að einhverju leyti koma á óvart. Honum tókst að setja sitt mark á myndina og er afar ánægður með útkomuna. Bíó og sjónvarp 19.4.2025 22:03
Koma strandaglópunum heim í kvöld Leiguflugvél á vegum Play mun fara frá Barselóna klukkan 20:15 á staðartíma í kvöld. Hún á að fljúga með strandaglópa til Íslands. Innlent 19.4.2025 13:42
„Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag. Innlent 19.4.2025 10:08
Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sá starfsandi sem Íslendingar fluttu með sér til Lúxemborgar á upphafsárum Cargolux er sagður lykillinn að velgengni flugfélagsins. „Cargolux hefði aldrei orðið til ef það hefði ekki verið þetta íslenska hugarfar,“ segir Björn Sverrisson, fyrrverandi flugvélstjóri. Innlent 19.4.2025 07:27
Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. Erlent 18.4.2025 19:55
„Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Björn Boði Björnsson, háskólanemi, fyrirsæta og fyrrum stöðvarstjóri hjá World Class, lýsir sjálfum sér sem jákvæðum, brosmildum og forvitnum. Hann segist njóta þess að vera einhleypur og segir umhverfið í kringum sig veita sér mestan innblástur í lífinu – hvort sem það er mannlífið, tíska eða tónlist. Lífið 18.4.2025 07:01