Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. júlí 2025 23:51 Þau skelfilegu tíðindi bárust á dögunum að Diogo Jota, leikmaður Liverpool, hefði látið lífið í bílslysi á Spáni ásamt bróður sínum. Vísir/Getty Allt bendir til þess að Diogo Jota hafi setið í bílstjórasætinu í bílslysinu sem varð honum og bróður hans að bana í síðustu viku. Þá eru skýrar vísbendingar um að bílnum, sem var af tegundinni Lamborghini, hafi verið ekið yfir hámarkshraða í aðdraganda slyssins. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Guardia Civil lögreglunni á Spáni, sem hefur slysið til rannsóknar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Jota í miðjum framúrakstri á hraðbraut í Zamora-héraði í vesturhluta Spánar, þegar dekk sprakk á bílnum, Jota missti stjórn og bíllinn lenti utan vegar. Þá hafi eldur kviknað í bílnum og hann brunnið á augabragði. Umferðarlögreglan í Zamora segir jafnframt að allt bendi til þess að Jota hafi ekið vel yfir hámarkshraða, sem er 120 kílómetrar á klukkustund á veginum, rétt fyrir slysið. Hjólför fundust á veginum um hundrað metrum frá slysstað. Enn er beðið eftir endanlegri sérfræðingaskýrslu af rannsókninni en skemmdir á bílnum vegna brunans sem varð í slysinu hafa flækt rannsóknina. Lögregla hefur afskrifað tilgátur um að slysið hafi orðið vegna þess að malbik á hraðbrautinni sem bræðurnir ferðuðust á hafi verið verið ójafnt. Spænskir miðlar hafa eftir lögreglumanni að vegurinn hafi ekki verið sérstakt hættusvæði og malbikið því ekki komið að sök. Jota hafði gengist undir skurðaðgerð skömmu áður en slysið varð. Læknir hafði ráðlagt honum gegn því að fljúga og hann því brugðið á það ráð að aka til spænsku borgarinnar Santander, þaðan sem þeir bræður hugðust taka ferju til Liverpool áður en undirbúningstímabil liðsins færi af stað. Jota kvæntist æskuást sinni í borginni Porto í heimalandinu Portúgal ellefu dögum fyrir slysið. Þá lætur hann eftir sig þrjú börn, tvo drengi og stúlku. Andlát Diogo Jota Spánn Samgönguslys Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Diogo Jota lést í bílslysi Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. 3. júlí 2025 08:23 Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur. 3. júlí 2025 11:23 Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir fráfall Diogo Jota, sem lést í bílslysi í nótt. 3. júlí 2025 22:01 Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Guardia Civil lögreglunni á Spáni, sem hefur slysið til rannsóknar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Jota í miðjum framúrakstri á hraðbraut í Zamora-héraði í vesturhluta Spánar, þegar dekk sprakk á bílnum, Jota missti stjórn og bíllinn lenti utan vegar. Þá hafi eldur kviknað í bílnum og hann brunnið á augabragði. Umferðarlögreglan í Zamora segir jafnframt að allt bendi til þess að Jota hafi ekið vel yfir hámarkshraða, sem er 120 kílómetrar á klukkustund á veginum, rétt fyrir slysið. Hjólför fundust á veginum um hundrað metrum frá slysstað. Enn er beðið eftir endanlegri sérfræðingaskýrslu af rannsókninni en skemmdir á bílnum vegna brunans sem varð í slysinu hafa flækt rannsóknina. Lögregla hefur afskrifað tilgátur um að slysið hafi orðið vegna þess að malbik á hraðbrautinni sem bræðurnir ferðuðust á hafi verið verið ójafnt. Spænskir miðlar hafa eftir lögreglumanni að vegurinn hafi ekki verið sérstakt hættusvæði og malbikið því ekki komið að sök. Jota hafði gengist undir skurðaðgerð skömmu áður en slysið varð. Læknir hafði ráðlagt honum gegn því að fljúga og hann því brugðið á það ráð að aka til spænsku borgarinnar Santander, þaðan sem þeir bræður hugðust taka ferju til Liverpool áður en undirbúningstímabil liðsins færi af stað. Jota kvæntist æskuást sinni í borginni Porto í heimalandinu Portúgal ellefu dögum fyrir slysið. Þá lætur hann eftir sig þrjú börn, tvo drengi og stúlku.
Andlát Diogo Jota Spánn Samgönguslys Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Diogo Jota lést í bílslysi Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. 3. júlí 2025 08:23 Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur. 3. júlí 2025 11:23 Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir fráfall Diogo Jota, sem lést í bílslysi í nótt. 3. júlí 2025 22:01 Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Diogo Jota lést í bílslysi Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. 3. júlí 2025 08:23
Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur. 3. júlí 2025 11:23
Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir fráfall Diogo Jota, sem lést í bílslysi í nótt. 3. júlí 2025 22:01