Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júlí 2025 09:39 Christian Horner ásamt eiginkonu sinni Geri Halliwell. EPA-EFE/ALI HAIDER Christian Horner, liðsstjóri Red Bull Racing í Formúlu 1-kappakstrinum, var í morgun rekinn úr starfi. Hann hefur stýrt liðinu í 20 ár, en enginn hefur sinnt slíku starfi lengur í Formúlu 1. Tíðindin koma að vissu leyti sem þruma úr heiðskíru lofti. Hneykslismál tengt Horner kom upp fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan þegar óviðeigandi skilaboð hans til kvenkyns starfsmanns liðsins fóru í dreifingu. Eftir rannsókn innanbúðar, í tvígang, var Horner sagður hafa gert ekkert af sér og hann hélt starfinu. Breskir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi kvatt starfsfólk Red Bull í morgun. Red Bull hefur staðfest tíðindin í yfirlýsingu þar sem greint er frá brottrekstri hans. Horner er 51 árs gamall og hefur stýrt Red Bull-liðinu frá stofnun þess, árið 2005. Red Bull hefur unnið keppni bílasmiðja sex sinnum og átta sinnum titil ökuþóra í stjórnartíð hans. Statement from Red Bull: Christian Horner has been sacked by Red Bull after 20 years as team principal. Laurent Mekies has been promoted from Racing Bulls to replace him as CEO.— Andrew Benson (@andrewbensonf1) July 9, 2025 Laurent Mekies, sem var yfir varaliði Red Bull, Racing Bulls, mun taka við starfi Horners. Árangur Red Bull hefur verið slakur í ár og virðist erfið keppni á Silverstone-brautinni á Bretlandi um síðustu helgi hafa verið síðasti naglinn í kistu Horners. Red Bull er í fjórða sæti í keppni bílasmiðja og hefur ríkjandi heimsmeistari Max Verstappen haldið liðinu á floti. Akstursíþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Tíðindin koma að vissu leyti sem þruma úr heiðskíru lofti. Hneykslismál tengt Horner kom upp fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan þegar óviðeigandi skilaboð hans til kvenkyns starfsmanns liðsins fóru í dreifingu. Eftir rannsókn innanbúðar, í tvígang, var Horner sagður hafa gert ekkert af sér og hann hélt starfinu. Breskir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi kvatt starfsfólk Red Bull í morgun. Red Bull hefur staðfest tíðindin í yfirlýsingu þar sem greint er frá brottrekstri hans. Horner er 51 árs gamall og hefur stýrt Red Bull-liðinu frá stofnun þess, árið 2005. Red Bull hefur unnið keppni bílasmiðja sex sinnum og átta sinnum titil ökuþóra í stjórnartíð hans. Statement from Red Bull: Christian Horner has been sacked by Red Bull after 20 years as team principal. Laurent Mekies has been promoted from Racing Bulls to replace him as CEO.— Andrew Benson (@andrewbensonf1) July 9, 2025 Laurent Mekies, sem var yfir varaliði Red Bull, Racing Bulls, mun taka við starfi Horners. Árangur Red Bull hefur verið slakur í ár og virðist erfið keppni á Silverstone-brautinni á Bretlandi um síðustu helgi hafa verið síðasti naglinn í kistu Horners. Red Bull er í fjórða sæti í keppni bílasmiðja og hefur ríkjandi heimsmeistari Max Verstappen haldið liðinu á floti.
Akstursíþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira