„Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 12:30 Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir svekkir sig á sama tíma og svissnesku stelpurnar fagna marki. Getty/Daniela Porcelli Gengi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss er ekki samfélagsmiðlum að kenna að mati sérfræðinga en var það pressan og stressið sem var að angra liðið? Gestirnir í Besta sætinu veltu þessu fyrir sér sem og lokaleik liðsins á mótinu. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Tapið þýðir að íslensku stelpurnar eru úr leik þrátt fyrir að eiga einn leik eftir og þess vegna verður ekkert undir fyrir íslenska liðið í lokaleiknum á móti Noregi á fimmtudagskvöldið. Hrista upp í þessu „Úr því sem komið er þurfum við ekki eitthvað aðeins að hrista upp í þessu,“ spurði Ásta. „Núna getum við kvartað. Núna er miðjan pínu spurningarmerki. Mér fannst við líka undir á miðjunni í fyrsta leiknum. Það er nú oftast þannig þegar maður spilar fótbolta að ef þú ert alltaf undir á miðjunni þá fer alltof mikil orka í atriði sem á ekki að fara orka í. Við náum þá ekki að nýta orkuna í það sem við þurfum,“ sagði Bára. „Það augljóslega margt sem hefði mátt betur fara á þessu móti. Mótið er búið fyrir Ísland en það er ekki bókstaflega búið því við eigum einn leik eftir,“ sagði Ágúst og fékk gesti sína til að velta fyrir sér stemmningunni í íslenska hópnum við þessar aðstæður. Er þetta ekki bara TikTok að kenna? „Er þetta ekki bara TikTok að kenna,“ sagði Ásta í léttum tón og Bára hló mikið. „Við erum ekki sammála því. Ásta var að grínast,“ sagði Bára. „Stemmningin er örugglega mjög þung og ég get ímyndað mér að morgundagurinn (dagurinn í gær) verði örugglega erfiður hjá liðinu. Þær mega ekki bakka út úr þessu og verða bara að halda áfram,“ sagði Ásta. „Þetta er það sem fólk vill sjá. Við viljum sjá innsýn inn í liðið,“ sagði Ásta um samfélagsmiðlana. „Þetta er ekki vandamálið,“ sagði Bára. „Enda var ég bara að grínast,“ svaraði Ásta. Gaman að sjá byrjunarliðið á móti Noregi „Það verður gaman að sjá hvernig síðasti leikurinn fer og það væri líka gaman að sjá byrjunarliðið. Hvort að þá komi einhverjar breytingar þegar það er ekkert í húfi,“ sagði Ásta. „Mögulega notar hann þennan leik til að gefa einhverjum tækifæri. Ég hef sjaldan verið meira sannfærð um að við séum að fara gera eitthvað í leik á stórmóti,“ sagði Bára um Noregsleikinn. „Þær eru að fara inn í leikinn pressulausar, dottnar út. Í þessum tveimur fyrstu umferðum þá er Noregur hvað næst okkur í spilamennsku að mínu mati. Ég segi bara fulla ferð áfram á móti Noregi,“ sagði Bára. Ekkert annað í stöðunni núna „Ég væri til í að sjá þær hrista af sér þetta stress eða hvað það sem er búið að vera angra þessar stelpur. Núna höfum við engu að tapa. Fariði bara og spiliði. Pressulaust,“ sagði Bára. „Það er ekkert annað í stöðunni núna. Þó það sé ekki nema fyrir þær sakir að sýna öllu þessu fólki sem er að gagnrýna þær hvað sé í þetta lið spunnið. Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Tapið þýðir að íslensku stelpurnar eru úr leik þrátt fyrir að eiga einn leik eftir og þess vegna verður ekkert undir fyrir íslenska liðið í lokaleiknum á móti Noregi á fimmtudagskvöldið. Hrista upp í þessu „Úr því sem komið er þurfum við ekki eitthvað aðeins að hrista upp í þessu,“ spurði Ásta. „Núna getum við kvartað. Núna er miðjan pínu spurningarmerki. Mér fannst við líka undir á miðjunni í fyrsta leiknum. Það er nú oftast þannig þegar maður spilar fótbolta að ef þú ert alltaf undir á miðjunni þá fer alltof mikil orka í atriði sem á ekki að fara orka í. Við náum þá ekki að nýta orkuna í það sem við þurfum,“ sagði Bára. „Það augljóslega margt sem hefði mátt betur fara á þessu móti. Mótið er búið fyrir Ísland en það er ekki bókstaflega búið því við eigum einn leik eftir,“ sagði Ágúst og fékk gesti sína til að velta fyrir sér stemmningunni í íslenska hópnum við þessar aðstæður. Er þetta ekki bara TikTok að kenna? „Er þetta ekki bara TikTok að kenna,“ sagði Ásta í léttum tón og Bára hló mikið. „Við erum ekki sammála því. Ásta var að grínast,“ sagði Bára. „Stemmningin er örugglega mjög þung og ég get ímyndað mér að morgundagurinn (dagurinn í gær) verði örugglega erfiður hjá liðinu. Þær mega ekki bakka út úr þessu og verða bara að halda áfram,“ sagði Ásta. „Þetta er það sem fólk vill sjá. Við viljum sjá innsýn inn í liðið,“ sagði Ásta um samfélagsmiðlana. „Þetta er ekki vandamálið,“ sagði Bára. „Enda var ég bara að grínast,“ svaraði Ásta. Gaman að sjá byrjunarliðið á móti Noregi „Það verður gaman að sjá hvernig síðasti leikurinn fer og það væri líka gaman að sjá byrjunarliðið. Hvort að þá komi einhverjar breytingar þegar það er ekkert í húfi,“ sagði Ásta. „Mögulega notar hann þennan leik til að gefa einhverjum tækifæri. Ég hef sjaldan verið meira sannfærð um að við séum að fara gera eitthvað í leik á stórmóti,“ sagði Bára um Noregsleikinn. „Þær eru að fara inn í leikinn pressulausar, dottnar út. Í þessum tveimur fyrstu umferðum þá er Noregur hvað næst okkur í spilamennsku að mínu mati. Ég segi bara fulla ferð áfram á móti Noregi,“ sagði Bára. Ekkert annað í stöðunni núna „Ég væri til í að sjá þær hrista af sér þetta stress eða hvað það sem er búið að vera angra þessar stelpur. Núna höfum við engu að tapa. Fariði bara og spiliði. Pressulaust,“ sagði Bára. „Það er ekkert annað í stöðunni núna. Þó það sé ekki nema fyrir þær sakir að sýna öllu þessu fólki sem er að gagnrýna þær hvað sé í þetta lið spunnið. Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Sjá meira